Móðgandi póstforrit og ævintýri helgarinnar

JólahlaðborðBílferðin í morgun var ósköp notaleg. Gat reyndar bara búið til lítið af latte handa okkur þar sem mjólkin var næstum búin. Við Ásta ræddum ævintýri helgarinnar á leiðinni og hún toppaði mig algjörlega. Ég fór í virðulegan, háæruverðugan Lions-jólamat á föstudag með Míu systur á meðan Ásta fór í afmæli og síðan á jólahlaðborð kvöldið eftir, hvorttveggja í bænum. Rúta ók fólkinu heim á Skaga af jólahlaðborðinu og einn úr hópnum gerði sér lítið fyrir og ... gubbaði á leiðinni. Þegar Ásta sagði mér þetta mundi ég algjörlega hvers vegna ég er hætt að nenna að djamma og fór t.d. ekki í Skíðaskálann um árið þegar jólahlaðborð Fróða fór þar fram, bjó þó í borginni á þeim tíma. Rútur áttu t.d. að fara í bæinn kl. 1 um nóttina og næsta kl. 2. Ég er greinilega svo næm ... eða lífsreynd að ég vissi innra með mér að fyrri tímasetningin stæðist ekki ... og það var rétt! Báðar rúturnar fóru heim upp úr 2. Í svona tilfellum, eins og þessu, þarf maður að eiga bíl. Einu sinni var árshátíðin okkar haldið á Hótel Örk í Hveragerði, rétt fyrir jólin. Ég var í sérherbergi og þegar ég nennti ekki að djamma lengur laumaðist ég inn í herbergið mitt ofsaspennt af því að Arnaldur Indriðason beið mín á koddanum, spennandi og djúsí. Nú verðið þið bara að giska á hvort þetta hafi verið huggulegur maður með þessu nafni ... eða bók.

Efnið sem ég vann heima í gær skilaði sér ekki til mín hingað í vinnuna með tölvupósti. Nýlega var skipt um póstforrit og fjöldi bréfa tapast í leiðinni. Ef einhver þarna úti hefur sent mér ímeil í vinnuna og ég ekki svarað því þá vil ég að það komi fram að það er það nýja póstforritinu að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Einhvers staðar segir HKL að það sé fátt leiðinlegra en að skemmta sér. Hvað snertir árshátíðir og annað sambærilegt get ég að verulegu leyti tekið undir þetta. Ég sagði þetta einhvern tíma (frá eigin brjósti) við Ásdísi vinkonu okkar á Ff þegar árshátíð þar stóð fyrir dyrum og hún baunaði þessu á mig alla tíð síðan.

kv.

Sigurður Hreiðar, 10.12.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, setti inn sakleysislega athugasemd hjá Boli vininum eða Trölla, sem er betra nafn á þennan tiltekna einstakling og hann lét hana hverfa samstundis, ég er í rusli.

Aumingja konan í rútunni sem kastaði upp, ekki gaman að lenda í því

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 10:13

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var karlmaður sem kastaði upp, ekki kona. Útlendingur í þokkabót. Ættu þeir ekki að æla í eigin landi?

DJÓK!!! Aðeins að taka Hrólf á kynþokkafordómana sem nú magnast ótt og títt, litlir hitlerar sem halda að þeir séu flottastir spretta nú upp.

Jamm, Siggi, tek undir með ykkur Laxness, það er fátt leiðinlegra en að skemmta sér.

Hallgerður, áður en Arnaldur fer í mál við mig ... þetta var BÓK! (hehehehheeh)

Guðríður Haraldsdóttir, 10.12.2007 kl. 12:05

4 identicon

sæl Gurrí, mikið skil ég þig vel með þessi svokölluðu Jólahlaðborð, og Jólavinnustaða fyllirí, ÖMURLEGT. Allir að reyna eitthvað svo mikið að vera alveg eiturhressir(ar) bara afþví að Jólin eru að koma. sjálfum hefur mér fundist þetta allt lykta af peningabrjálæði veitingahúsa og eiganda þeirra. Hvað er svo gaman að gramsa í einhverju hlaðborði þar sem allir hafa verið með puttana ohjbara.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:40

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott Gurrí mín og njóttu að lesa bókina hans Arnalds.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.12.2007 kl. 17:34

6 identicon

Það væri laglegt er Herra Arnaldur Indriðason sjálfur biði manns í rúminu...

Hulda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 277
  • Sl. sólarhring: 417
  • Sl. viku: 2604
  • Frá upphafi: 1457874

Annað

  • Innlit í dag: 244
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Íslendingar í útlöndum
  • Titanic
  • Elsku Tommi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband