Montblogg um frændur og skór út í glugga ...

Úlfur og Ísak 4 mánaðaÚlfur og Ísak í des 2007Elsku litlu Úlfur og Ísak voru í Kastljósi í kvöld. Svo broshýrir og fallegir. Mikið er ég montin af þeim. Reyndar vissi ég ekki fyrr en hálftíma fyrir Kastljós að þetta yrði sýnt í kvöld. Vonandi að tannréttinga- og talþjálfunarmálin verði komin á hreint þegar kemur að því að þeir þurfi slíkt. Þeir verða ársgamlir núna 19. desember, jólastrákarnir hennar frænku sinnar! Þeir hitta mig svo miklu sjaldnar en Hildu en finnst við greinilega líkar (eins og mörgum) því að ég fæ alltaf risastórt og svolítið undrandi frænkubros frá þeim. Ég er búin að kaupa jólagjafirnar handa þeim en ætla ekki að segja hvað það er. Miðað við hvað mamma segir um þá, að þeir séu undrabörn, hætti ég ekki á að þeir nái að lesa það hér á frænkublogginu. Doddi afi tók myndina til hægri.

Jólasveinninn minnÉg benti erfðaprinsinum á að í kvöld settu öll góðu börnin skóinn sinn út í glugga. Hann þóttist ekkert skilja, þannig að ég endurtók þetta og talaði hægar og skýrar, var líka komin með hættulega glampann í augun. Þá hunskaðist hann til að sækja annan strigaskóinn sinn og skellti honum út í stofuglugga. Ég ætla að halda mér vakandi og grípa sveinka glóðvolgan. Mig hefur alltaf langað til að sjá hvernig þeir fara að þessu en aldrei getað haldið mér vakandi. Best að kveikja á kaffivélinni, er farin að geispa.

Það er aðeins þrennt í stöðunni ef barnið mitt fær ekkert í skóinn:

1. Jólasveinninn gefur ekki 27 ára strákum í skóinn.
2. Erfðaprinsinn hefur ekki verið nógu þægur.
3. Jólasveinninn vill ekki láta standa sig að verki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Drengirnir voru bara flottastir...auminginn hérna í flensunni benti í allar áttir , eiginmanni til mikillar furðu. Loksins þegar kelling skildist (er með hálsbólgu) þá heyrðist Gurríar strákar...sætastir....

Ég krefst þess að jóli gefi erfðaprinsi í skóinn...hvert sendir maður bréf til þess ?

Ragnheiður , 11.12.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flotti litlu frændur þínir.  Gefðu prinsinum bara kartöflumús. 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ertu með strákinn hlekkjaðan við eldhúsbekkinn e. hvað? Að sitja heima á svona yndisfögru Skagakvöldi og spila Lúdó og Stefán við aldraða móður sína?

Varðandi Jólasveininn þá gæti hann nú kannski átt í brasi með að komast í háhýsin samkvæmt eftirfarandi link.

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?verold=1;nid=1308446

Þröstur Unnar, 11.12.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það var gaman að sjá frændur þína í Kastljósinu. Þeir eru hetjur!

Ágúst H Bjarnason, 11.12.2007 kl. 21:05

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er drengurinn sem pínir mig til að spila lúdó við sig. Ekkert Lúdó og Stefán sko! Annars væri ég að dandalast eitthvað gagnlegt, halda góðgerðaskemmtun, rækta japönsk dvergtré eða horfa á sjónvarpið. Sem minnir mig á að ég gleymdi að horfa á danska spennuþáttinn á sunnudaginn, hann verður endurtekinn í kvöld (seint, arg).

Guðríður Haraldsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, sá þig ekki Ágúst, var að rífa kjaft við Þröst. Já, þeir eru algjörar hetjur, þessar elskur.

Ásdís, vona innilega að stráksi fái ekki kartöflumús, það yrði nú ljóti subbuskapurinn. Ragga, skrifaðu endilega, held að jólasveinninn búi í Akrafjalli, 301 Akranes.  

Guðríður Haraldsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru svo mikil krútt og mamma þeirra ótrúlega sterk (og pabbinn auðvitað líka) en hún hafði svo mikil áhrif á mig.  Elsku litlu dúllurnar.  Krúttkast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 21:58

8 identicon

Hæ, algjör krútt þessir frændur þínir. Ég fæ alltaf nostalgíukast 11. desember, því þá átti pabbi minn afmæli og maður setti skóinn út í glugga. Nú er litla barnið mitt orðið fjórtán og þykist vera orðinn of gamall fyrir skóinn

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:10

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dúllustrákar náttlega, eins & þeir eiga frænkulegg til.

Mér er samt meira til spurnar hvað kona á rúmlegum lángbesta aldri ætlar sér nú með glóðvolgann jólabróa minn um miðja nótt ?

Vantrúi örlítið að það flokkist í besta falli undir almenna siðmennt, frekar en dægurmál um nætur.

Steingrímur Helgason, 11.12.2007 kl. 22:45

10 identicon

Ja theeir voru aedi og bara thau oll :) Er megamontin lika :D

(er med snargedvekt lyklabord... oislenskt)

Ellen (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:08

11 identicon

Ehemm ja og bladir takkar :) en eg treyst a ad thu sjair jola i kvold

kremj

Ellen (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:10

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Yndislegir gaurar þarna á ferð. Var einmitt að hugsa til þín meðan þátturinn var sýndur...

Ha??? Fá ekki 27 ára í skóinn? En er ekki mál til komið að 39 ára kerling eins og ég fari að fá í skóinn?

Brynja Hjaltadóttir, 11.12.2007 kl. 23:21

13 Smámynd: Svava S. Steinars

Nr. 3

Svava S. Steinars, 11.12.2007 kl. 23:36

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Strákarnir ótrúlega flottir og foreldrarnir hörkufólk. Það er óþolandi ástandið varðandi niðurgreiðslurnar. ARGH maður verður alveg brjálaður.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.12.2007 kl. 00:43

15 identicon

hæ Gurrí skvís. Hefur þú sjálf sett skóinn útí glugga? Kanski er einhver Jólasveinninn með eitthavð gott í pokahorninu sínu sem ætlað er þér, t.d kall eins og hann Ridge Bold + Beautiful. þar sem ég bý hér rétt við fjöllin þá set ég skóinn útí glugga, þráttfyrir háan aldur, og ekki er ég skilin útundan, enda þetta fyrsta stopp á leiðinni til borgarinnar.

bestu kv

siggi.

Ps. labbaði framhjá Hávallagötunni og var hugsað til þín þar sem garðarnir okkar láu saman, þá var nú erfða-prins ekki orðin svona hár í loftinu. Mikið var nú gott að búa við Landakotstúnið.

siggi (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 07:30

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Siggi, það var frábært að búa við þessa götu, steinsnar í miðbæinn og samt ótrúleg rólegheit! Erfðaprinsinn var ekki nema 7 ára, sem sagt 20 ár síðan, vá hvað tíminn líður hratt!

Gleymdi að kíkja í skóinn hjá erfðó, steinsvaf af mér jólasveininn, argggg

Guðríður Haraldsdóttir, 12.12.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 445
  • Sl. sólarhring: 557
  • Sl. viku: 2238
  • Frá upphafi: 1461221

Annað

  • Innlit í dag: 393
  • Innlit sl. viku: 1850
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband