12.12.2007 | 09:38
Dyggð undir dökkum hárum
Held að Ástu hafi ekki grunað að ég svaf yfir mig í morgun, ég bar mig svo vel. Gekk settlega niður stigann, 12 mínútum eftir vöknun með latte í hvorri og ekkert benti til stressklikkunarinnar sem hafði heltekið mig skömmu áður. Vaknaði sem sagt kl. 6.40 og brottfarartími með Ástu var 6.50. Skipulagði morgunverkin á sekúndubroti. Hljóp austur í eldhús og kveikti á kaffivélinni, þaðan vestur á bað þar sem snyrting var framkvæmd á ljóshraða, enda þarf lítið að gera sökum fegurðar. Miðjutakkinn á kaffivélinni var hættur að blikka þegar ég kom aftur austur fyrir og ég ýtti á freyðitakkann við hliðina. Á nokkrum sekúndum, þar til hann hætti að blikka, tókst mér að klæða mig til hálfs inni í eldhúsi. Setti þá mjólkina í könnu og í stað þess að halda á henni undir stútnum klæddi ég mig alveg en fylgdist samt vel með hitastiginu. Þá kom röntgensjónin sér líka vel. Kl. 6.52 snerist himnaríki enn í hringi eftir hvirfilbylinn mig, kettirnir héldu sér í gardínurnar, knúpparnir voru dottnir af jólakaktusinum og allt ryk fokið af ljósakrónum þegar ég var á leið niður. "Ó, varstu komin?" spurði ég Ástu, sem hafði beðið í tæpar 2 mínútur. Hafði reyndar kíkt niður rétt áður en ekki séð hirðbílstjórann minn þar sem hann var of nálægt húsinu.
Ástæða fyrir yfirsofelsi: Nú, bókin Maður gengur með!!! Gat ekki sleppt henni fyrr en hún var búin. Hún fjallar um óléttu, frá fyrstu fréttum fram yfir fæðingu, upplifun föður. Hélt þegar ég sá bókina fyrst að hún væri sniðug fyrir nýbakaða eða tilvonandi feður, kannski bara alla feður, en mér sem kjéddlíngu þótti alveg frábært að heyra hina hliðina. Svo sakar ekki að hún er skemmtilega skrifuð líka. Mislangir kaflar og ekkert verið að eyða of mörgum orðum í suma hluti, æ læk itttt! Svo byrjaði ég á Patriciu Cornwell í jólaklippingunni í gær (ó, ég er orðin svo fín) og hún lofar góðu. Mikið elska ég bækur heitt!
Fyrirsögnin hér að ofan ber sama nafn og bók eftir Nettu Muskett, mikið elskaði ég bækurnar hennar á unglingsárunum!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 18
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 713
- Frá upphafi: 1524911
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 610
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er engin fljótari en þú Gurrí þegar þú flýtir þér...sé fyrir mér snilldina í skipulaginu hjá þér frá austurs til vesturs..hahaha.
Hlakka til þegar hvirfilbylurinn nær að þjóta yfir í vesturbæinn....á alltaf kaffirjóma svona til vonar og vara.
Knús!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 09:51
Elsku Katrín, ég hlakka svo til að hitta þig og knúsa þig fast og lengi. Það er svo ljúft að vita af þér á Íslandi, bara steinsnar í burtu. Þannig séð.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.12.2007 kl. 10:02
Þetta er einstakur hæfileiki sem þú og ofurmennið eigið sameiginlegan nefnilega að geta gert allt á ofurhraða.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:25
Dyggð undir döggum hárum og flagð undir fögru skinni. Hm.. man eftir Nettu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 13:41
Bíddu nú við,þú segist hafa hlaupið í austur og vestur,um íbúðina þína,er þá ekkert í norður og suður,,býrðu kannski bara í löngum gangi?
jensen (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:19
Ja, það má segja það. Eldhúsið snýr í austur, baðið í vestur, stofa og herbergin í suður ... útgöngudyr í norður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:29
Já, það er ótrúlegt hvað hægt er að fara hratt yfir þegar mikið liggur við
Sif Traustadóttir, 13.12.2007 kl. 00:25
bentu í austur, bentu í vestur, bentu á þann sem að þér þykir bestur
datt þetta svona í hug eftir þessi hlaup þín í austur og vestur, minnti mig líka á Húnvetninga sem nota áttirnar svo rækilega að í fyrsta sinn á ævinni náði ég að vera VISS um áttirnar þegar ég flutti á Hvammstanga hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.12.2007 kl. 00:37
Ef ég þarf að flýta mér á morgnana er ekki spurning um austur, vestur, norður eða suður... dagurinn er bara ónýtur og fer gjörsamlega norður og niður.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 01:04
Það er ekkert smá djobb að vakna í Himnaríki.
Jens Guð, 13.12.2007 kl. 02:59
"Maður gengur með" er einmitt til hérna í vinnunni minni! Ég nota hvert tækifæri til að lesa.... við kaffikönnuna, vatnsbrúsann, á leiðinni á klóið........ reddar því alveg að flestir kaflarnir eru fljótlesnir :)
Heiða B. Heiðars, 14.12.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.