Hræðsla við hvítlauk - Sicko

Hræðsla við hvítlaukHér í himnaríki ríkir sama ástandið, kvef og slappleiki. Það hefur orsakað þessa bjánalegu "bloggleti". Erfðaprinsinn var að enda við að færa mér sjóðandi panodil-hot. Veit ekki hví þetta hik hefur verið á mér í sambandi við hvítlaukinn, ekki einu sinni húsfélagsformaðurinn hafði lyst á því að  kyssa mig á kinnina fyrir tímarit sem ég gaf honum í gærkvöldi. Hilda systir ráðlagði mér að borða hvítlauk beint af skepnunni og svo hafa komið frábær ráð í kommentakerfinu - takk kærlega fyrir þau. Nú verður að grípa til einhverra ráða, ekki nenni ég að vera veik um jólin! Hvítlaukur er kannski guðdómlegur í mat en hrár ... arggg!

Michael Moore SickoHorfði á Sicko í gærkvöldi, heimildamynd Michaels Moore um bandaríska heilbrigðiskerfið. Hún var rosalega góð! Moore notar kannski umdeildar aðferðir en ef þær virka þá er það bara fínt. Mikið vona ég að við förum af þessari hálfamerísku braut okkar í heilbrigðismálum og hættum að efla kostnaðarvitund þeirra sjúku, eins og það er kallað, með því að taka stórfé fyrir myndatökur og sumar aðgerðir. Hingað til hef ég heyrt að Íslendingar búi við besta heilbrigðiskerfi í heimi. Það er einfaldlega ekki rétt. Ekki á meðan fólk getur ekki leyst út lyfin sín eða kemst ekki í aðgerð hjá lækni á stofu af því að aðgerðin kostar kannski 20 þúsund. Við erum þó stórhátíð miðað við Bandaríkjamenn og þá er ég að tala um sjúkratryggða Kana! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til haminhju með systuna þína  og góðan bata

Magga (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér batna Gurrí mín og ekki rjúka af stað of snemma.  Passa sig jólin að koma og svona..

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 15:32

3 identicon

Góðan bata og farðu vel með þig

www.blog.central.is/skordal_1 Brynja (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Alveg hef ég það á tilfinningunni að þú hafir gleymt að fara út að skokka.

Þröstur Unnar, 18.12.2007 kl. 15:47

5 Smámynd: Ragnheiður

Bréf frá pestargemlingi skrifað í síðustu viku aðventu anno 2007.

Kæri samsjúklingur

Jólin koma samt. Það bíttar engu hvort vér erum ofan eða neðan við sæng. Betra mun þó ef litið er til starfa oss á næsta ári að fara vel með oss og reyna að ná úr sér kvefpest án ofeitrunaráhrifa af velmeintum húsráðum.

Liggja í bæli, tolla inni og hafa ekki áhyggjur er húsráð það sem falið er í þessu bréfkorni.

Með kveðju til húsdýra og erfðaprins (hjúkrunarfræðings ?)

Ragnheiður

aumingi af Álftanesi

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 16:02

6 Smámynd: Gunna-Polly

Sko tekur stórt glas , hitar vatn hellir í glasið skjálfandi hendi , hnerrar, kreistir 4 hvítlauksrif út í vatnið , snýtir þér , setur svo 4 mstk hunang, út í og hnerrar , drekkur þetta í einum teig , tekur 2 paratabs og sefur svo í 5 tíma

bingo

Gunna-Polly, 18.12.2007 kl. 16:09

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð svo yndisleg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.12.2007 kl. 17:15

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þig vantar kall til a kúra hjá og svitna með, það dugar, ég er orðin góð  :):):)

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:32

9 identicon

Ég hef haft fordóma gagnvart ameríska heilbrigðiskerfinu eins og flestir hér á Íslandi, en eftir að hafa kynnst því í raun í gegnum aldrað skyldmenni sem býr í NYC, sem flokkaður er sem öryrki og hefur gengið í gegnum 3 mismunandi krabbamein, þá er ég kominn á þá skoðun að fyrir lágtekjufólk virðist þetta vera miklu betra heldur en hér á landi.   Þetta er auðvitað mismunandi frá ríki til ríkis, þar sem Medicaid er rekið af hverju ríki fyrir sig, en Medicare hins vegar á landsvísu.   Þetta skyldmenni mitt hefur fengið mjög góða þjónustu færustu sérfræðinga á fínum spítölum (t.d. Mount Sinai) og dýrustu og bestu lyf alls ekki spöruð.    Hann borgar ekki cent, reikningarnir skiptast á milli Medicare og Medicaid, þannig að niðurstaðan er að hann fær betri þjónustu sem kotar hann minni heldur en hann væri að glíma við þessa alvarlegu sjúkdóma í íslenska kerfinu.

Því miður að þá er umræðan hér á landi um þetta yfirleitt alltaf byggð á vanþekkingu misvitra stjórnmálamanna.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 02:21

10 identicon

fá sér heitt vatn með eingifer rót ferskri + gott hunang í hjálpar mér allvega, vert að prufa, nú svo að liggja bara undir 2tveim sængum og svitna vel.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 07:33

11 identicon

Það læknar engan að liggja í rúminu. Ég mæli með strætóferð niður í miðbæ Reykjavíkur og síðan 2-3 mjög hraðar göngur í kringum Tjörnina. Klikkar ekki! 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:47

12 Smámynd: www.zordis.com

Láttu zér batna jólarós!

Koníak virkar bara vid upphaf einkenna en afi gamli fékk sér sodid vatn med rommi og sítrónu, svo í yfir 40º bad og ammamús pakkadi honum undir saeng!

Jólagaldraknús ....

www.zordis.com, 19.12.2007 kl. 12:53

13 Smámynd: krossgata

Kvefpestir þurfa að hafa sinn gang, tekur venjulega 7 daga.  Heitt sítrónuvatn með hunangi, hvítlaukur og c-vítamín gera dagana kannski heldur bærilegri. 

Rakst á eftirfarandi auglýsingu á Baggalút og ég skil ekki af hverju en mér varð hugsað til þín:

Ryksuguvélmenni

Munið samningsbundinn hvíldartíma yfir hátíðarnar.

krossgata, 19.12.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband