Maður úti á svölum ... aftur

Maður úti á svölumHeld að það verði engin jólasveinaferð farin í dag. Óttalegur aumingjagangur í himnaríki núna. Ég sem var búin að ákveða að vakna frísk. Stillti vekjaraklukkuna á 10.30 en var komin á fætur rúmlega níu ... algjör klaufaskapur að geta ekki einu sinni sofið út. Stillti á Rás 1 og hélt að það væru að hefjast jólakveðjur en þá voru þetta Lög unga fólksins fyrir aldraða, yndislegur þáttur og áfram hélt dýrðin á meðan ég pakkaði inn jólagjöfunum; þjóðsögur og og góð tónlist.

Allt svo heimilislegt eitthvað núna. Húsfélagsformaðurinn úti á svölum, sonurinn að búa til kaffi handa mömmusín og kettirnir mala. Æ, ég held ég fari að skella jólagjöfunum í jólasveinapoka, leggjast upp í rúm og lesa eins og eina góða bók. Það var að koma út kilja eftir Henning Mankell, þarf að klára hana og lána svo húsfélagsformanninum út á sjó eftir áramótin. Ætli brúðkaupið verði ekki í vor? Úps. Veikindin líklega meiri en ég hélt, er með óráði núna. Maður djókar ekki með svona hluti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

það má alveg með svona.  Hann er þá ekkert að þvælast of mikið fyrir þér í himnaríki, þú færð hann heim þegar þarf að gera eitthvað mikið og svo sendirðu hann bara í fjáröflun með góðar bækur á sjóinn.  Getur hann ekki reddað lekanum hjá þér  ?? vona að þér fari að batna mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: www.zordis.com

Segi eins og Ásdís .... betri eiginmenn er vart að finna sem staldra við til að fullkomna ástandið! 

 ..... (stolið frá kærum vini Guðmundi)

www.zordis.com, 21.12.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ætla ekki að stela stælís jólakveðjum þó þær séu æðislega flottar.......sendi þér bara bataknús og himneskar kveðjur. Vonandi þín vegna verður þér batnað þegar ég bruna með mig og restina af minni familí að sjá þig og þína í Himnaríkinu margfræga. Erum á gulbíl sem kemst allt og getum ekki beðið lengur eftir vinkonuhittingi elsku Gurrí mín.

Love love love.....

Katrín og co!!!! Og þetta co er ekkert SMÁ!!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 23:31

4 identicon

Uhm, menn á svölunum öllum stundum, ertu að tala um svalirnar á húsinu eða það sem stundum er kallað "Kryddhilla" líka?

Með menn að hamast á svölunum öllum stundum, kannski ekki skrítið að þú vaknaðir ekkifrísk!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:03

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gleðileg jól bloggsnillingur :)

Hólmgeir Karlsson, 22.12.2007 kl. 00:24

6 identicon

vonandi er bókin skemmtileg, skil þetta með letina... alveg hræðilegt hérna hjá mér... vonandi kemst ég bara í ræktina á morgun

Hulda (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:34

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Tengist þessi ógnarlegi slappleiki nokkuð 11. janúar?? Er þetta kvíðakast, fröken Guðríður?

Gleðileg jól

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.12.2007 kl. 00:43

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í tilefni fyrirsagnarinnar er mér ein spurn.

Á ekki heit kona að vita hvað á að gera við svalandi mann ?

Datt til hugs ....

Steingrímur Helgason, 22.12.2007 kl. 00:47

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:59

10 identicon

Nú, koma jólin hægt og hægt,og áður en þú veist af hringja klukkur KIRKNANNA jólahátíðina inn.

Róleg,Róleg,það er akki alveg komið að því .

Ég læt þig vita.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband