Jólabold - varúð

Nick í jólabúningiBest að jólabolda svolítið. Mikið hefur gengið á að undanförnu hjá feita og fallega fólkinu (er að reyna að breyta þessu Svo grönn og sæt-dæmi), hef misst af einhverju en getað lesið á milli línanna samt. „Mamma, eyddir þú nóttinni með Ridge eða Nick?“ spurði Bridget, óeigingjarnasta og besta dóttir sem Brooke gæti hugsað sér, enda var Bridget gift Nick, eins og allir muna. Hvorugum, var svarið.

Ridge og NickFelicia lifnaði við í sjúkrabílnum og Stefanía stjórnunarfíkill leynir því og er búin að redda lifrarskiptum fyrir hana. Enginn skilur í því hvers vegna hún syrgir ekki dóttur sína, heldur talar um hana eins og um lifandi manneskju væri að ræða. Felicia veit heldur ekki af því að hún er á lífi, hún er í kóma, var búin að kveðja alla og svona. Eftir næstum því ástaleik Taylor og Nicks sem næstum því gift Ridge hún Brooke gengur inn á hafa Taylor og Nick orðið perluvinir. Nick elskar þó Brooke sína ofurheitt en hún tekur þá ákvörðun að ekkert verði á milli þeirra fyrr en að sex mánuðum liðnum, þegar skilnaður Nicks og Bridget, dóttur hennar, verður löglegur. Mér sýnist á öllu að það séu mikil mistök hjá henni. Ég spái því að Taylor, í ástarsorg eftir Ridge (sem var næstum búinn að plata Brooke upp að altarinu í fimmta skiptið eða svo) næli sér í Nick á þessu tímabili. Bridget fórnfúsa segir að Brooke þurfi ekki að fórna sér svo mikið en Brooke má ekki heyra á annað minnst.

RiddddsBridget skælir um leið og hún afhendir Nick eigur hans, Nick virðist fatta að hún hefur gengið of langt í fórnfýsinni, maður gefur ekki mömmu sinni manninn sinn þótt mamman sé ástfangin af honum.

Ridge segir við Brooke að hann sé að flytja inn á hana. Brooke mótmælir harkalega, greinilega ekki búin að fyrirgefa honum, heldur hann. Það er mikill munur á því að hafa gifst og næstum því gifst. Hún viðurkennir fyrir Ridge að hún elski Nick. Samt ræðst hann ástríðufullt á hana og kyssir í klessu. Hún hlýtur að láta segjast.

Minningarathöfnin um Feliciu er bæði falleg og átakanleg, það vottar meira að segja fyrir leikhæfileikum hjá sumum þarna en laukur er vissulega áhrifaríkur, ég tala af reynslu. Stefanía engist af samviskubiti en læknirinn ráðlagði henni að halda þessu með dauða hennar til streitu, svo litla von hefur hann um að henni batni. Annars sýnist mér hann vera orðinn skotinn í henni. Hann hringir aðeins seinna í Stefaníu og segir henni að hún þurfi að koma strax. Þá er minningarathöfninni lokið. Stefanía segir að það sé ekki of seint að bjarga Feliciu en allir horfa samúðarfullir á hana og trúa henni ekki. Læknirinn segir að Felicia hafi sýnt ótvíræð batamerki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir varúðina.

Þröstur Unnar, 22.12.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Kæra Gurrí!

Innileg ósk frá mér um að þið erfðaprinsinn ( og kettirnir og Jónas) eigið gleðilega jólahátíð í Himnaríki.

Jólaknús

 Gunna Jóh

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.12.2007 kl. 16:02

3 identicon

hvað ætli það séu búnir að vera margir höfundar við skrif á þessum þáttum... miðað við allt ruglið í kringum þetta allt saman!

Hulda (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Linda

Hæ, æi, leitt að þú sért veik, en, þú ert snillingur að fá einhvern til að laga til hjá þér, ég er í sömu spörum er mikið lasin og ég þarf svo að fá einhvern til að hjálpa mér að laga til fyrir jól, getur þú sagt mér hvert þú leitaðir. please.!

Linda, 22.12.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Linda mín. Þetta er pólsk kona sem býr hér á Akranesi. Hún er vinkona pólskrar vinkonu systur minnar og þannig komst ég í kynni við hana.

Jólaknús til þín, Guðrún mín.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 16:56

6 Smámynd: Gunna-Polly

ég er viss um að Felicia lifnar við sem Amber 

Gunna-Polly, 22.12.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband