22.12.2007 | 16:34
Er svona ömurlegt að vera kona?
Pólska húshjálpin er komin í himnaríki. Tengdadótturdraumurinn varð að engu þegar ég sá hana. Þetta er harðgift kona, fjögurra barna móðir og ákaflega dugnaðarleg. Hún er inni á baði núna og þrífur eins og hún fái borgað fyrir það. Ég ætla að reyna að gera eitthvað að gagni líka en hef lufsast um hóstandi og skjálfandi úr kulda á milli þess sem ég drekk C-vítamín, eins og Inga skipaði mér. Þvílíkur aumingjaskapur.
Völvuspá í fyrra: Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs!
Sá á bloggi manns nokkurs áðan að það ríkir mikið misrétti í draumum. Fyrir utan að það er eingöngu gott að dreyma að maður eigi barn ef um sveinbarn er að ræða er flestum karlmönnum fyrir illu að dreyma kvenfólk ... Að dreyma karlmenn táknar hjálpsemi til handa dreymandanum.
Karlkynsíþróttamenn eru kallaðir konur af þjálfurum sínum til að niðurlægja þá. Íþróttakonur myndu fá hláturskast ef reynt yrði að kalla þær karla, það er ekki einu sinni hrós og alls ekki niðurlægjandi heldur.
Konur eru sagðar búðasjúkar (sem þykir ömurlegt), karlar hata búðaráp (sem þykir flott). Karlar eru kynóðir (sem þykir flott), konur eru frekar kynkaldar (sem þykir ömurlegt). Það virðist ansi margt vera gegnsýrt af þessu án þess að maður geri sér grein fyrir því. Sjálf er ég auðvitað kynóður búðahatari, enda flott ... en samt ekki karl. Þetta hefur orsakað algjöra tilvistarkreppu í lífi mínu.
Elsku strákarnir fá það svo sem líka óþvegið. Ef þeir kaupa sér t.d. stóran jeppa hljóta þeir að vera með lítið tippi. Mér hefur aldrei þótt það fyndin stríðni. Þeim er líka sagt að þeir séu svo takmarkaðir og geti ekki gert marga hluti í einu. Eitt er samt fyndið. Það á að vera í genunum á körlum, að vera með bíladellu, það sé miklu meira svona karlkyns. Samt er bíllinn bara 100 ára uppfinning. Þetta með bíladelluna held ég reyndar að sé risastórt samsæri þeirra á milli til að fá frekar að keyra ... líka þetta með ást okkar kvenna á búðarápi. Við trúum þessu og verslum eins og óðar (nema ég) og þeir sleppa, ormarnir. Ógisslega klárt hjá þeim. Eitt er reyndar alveg rétt hjá strákunum. Þeir eru svo miklu, miklu betri í að ryksuga en við stelpurnar ... eins og allir vita!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Völva Vikunnar = snilld!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.12.2007 kl. 17:03
Nú er framboð á kvennafatnaði um 70% á móti 30% á herrafatnaði. Það segir mér nú að konur versli meira.
Borat
Borat (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 18:43
Mig vantar sko lika hushjalp,svona bara fyrir hatidarnar
Ásta Björk Solis, 22.12.2007 kl. 19:48
Asskoti góður pistill um mýtur. Mætti oftar minna mann á. Reyndar var einn af mínum fyrrverandiþeim kostum gæddur að kunna á saumavél, gerði við og faldaði gardínur og svona. Fór til mömmu með handavinnuna meðan ég þjösnaðist við að bjarga heiminum í Kvennaathvarfinu. Enn þann dag í dag, ef hann er nefndur á nafn í minni fjölskyldu, standa allir upp og leggja hönd á hjartastað.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2007 kl. 20:09
Gleðileg jól mín kæra og hafðu það sem allra best í Himnaríki
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:30
Bíll/hestur - eða bara eitthvað á fjórum sem kom þeim áfram
Innkaup/safna til búsins - passa upp á að nóg sé til af öllu fyrir heimilisfólkið
Kenndirnar líkar en hlutirnir ólíkir, hlutverk karla og kvenna eru ólík um það ríkir ekki efi í mínum huga.
Gleðileg hrein jól í boði pólskra starfskrafta hjá mér og þér
Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 20:40
Já, jólin verða hreinni, hún stoppaði ekki jafnlengi og ég vonaði, erfðaprinsinn tók bara ísskápinn í gegn, enda svo sem ekkert ógurlega skítugur (erfðaprinsinn sko) ...
Knús og gleðileg jól, elsku Margrét.
Borat, það er búið að telja okkur konum trú um að við eigum að vera svo flottar fyrir ykkur strákana að við kaupum og kaupum, samsærið stóra er auðvitað fjandans fataiðnaðurinn ... Ég geng sko í mínum lörfum og hlusta ekki ... (enda á ég engan mann ... hahahahahahah)
Það er svo erfitt Ásdís þegar t.d. einstæð móðir þarf að standa í báðum hlutverkum en fær samt konulaun og er minna metin, sérstaklega ef hún er ómenntuð. Kenndir eru kannski ólíkar en við ættum ekki að vanmeta innrætinguna. Ég nenni ekki að vera í hlutverki sem er mér ekki eðlislægt. Þótt ég keyri ekki sjálf horfi ég heilluð á Formúluna og elska hraðann og bílana, læt engan segja mér að það sé ókvenlegt, ekki lengur.
Skil vel að þessi maður hafi verið dáður, Jenný, hann hefur greinilega ekki látið segja sér að svona gerðu karlmenn ekki! Hoppaði út úr mýtunni, þessi elska.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:57
Hlakka til að lesa völvuna .... og slæmar fréttir með næstumþvítengdadóttir þína!
www.zordis.com, 22.12.2007 kl. 22:18
"Hún er inni á baði núna og þrífur eins og hún fái borgað fyrir það."
Ertu að segja að þú borgir henni ekki?
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 22:55
Völvuspá í fyrra: „Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs!“ ...
Váts - Völvan góð! Þegar ónefndur maður las fréttina um son Davíðs og tengsl Björns Bjarnasonar sagði hann þessa fleygu setningu: ... ,,Það er eins og sumir menn missi ráð og rænu þegar Davíð er annars vegar." .. mér fannst það passa vel ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2007 kl. 22:55
Jú, jú, Greta, ég borgaði henni um 1500 á tímann. of korsssss, þetta átti bara að vera djók!!!
Jóhanna. Verst að nýja völvu-Vikan var komin í prentun þegar kom að ráðningu Þorsteins í embættið, völvan er bara nokkuð nálægt þessu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 23:01
Held að ég hafi borgað henni meira af því að ég var búin að heyra sögur af pólskum konum sem ynnu fyrir 800 kall á tímann og það er ömurlegt. Fannst þægilegt að fá skúrað fyrir mig og gluggana þvegna, þurrkað af og svona þar sem ég er að deyja úr sjálfsvorkunn vegna kvefsins ... sem reyndar fer batnandi með hverjum deginum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:22
Gurrý, ég fattaði það, þess vegna setti ég broskallana...
Annars hefði ég sett
You see? ...
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:35
Anna, margt vitlausara...
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:36
Ég býð allavega þússarann á tímann fyrir Hreindýr.....
Fishandchips, 23.12.2007 kl. 00:53
Mér hefur alltaf þótt asnalegt að alhæfa.... Ég er kona, sem finnst ekkert leiðinlegra en að versla, en hef gaman af því að gera við bíla
Og hér er ég búin að komast að því hvað vinnan mín heitir... ég vinn í heimaþjónustu og er þar af leiðandi hreindýr
Jónína Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 08:23
Gleðileg jól elsku Gurrí mín og hafðu það gott í jólafríinu.
Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:39
hehe þú ert kynóður búðarhatari. Mí læk.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.12.2007 kl. 11:00
Það eru double standards um bæði kyn. Alveg jafn mikið. Af hverju meiga karlar ekki mála sig eða gera "kvenlega" hluti án þess að vera kallaðir hommar?
Hvernig stendur á það er alltaf verra þegar þetta gildir um kvennmenn?
The Jackal, 23.12.2007 kl. 21:09
Alveg sammála Jackal, þetta á við um bæði kynin ... mér finnst samt ríkja meiri neikvæðni gagnvart konum á vissan hátt. Ég upplifi það alla vega þannig, eins og það sé svo slæmt að vera kona. Það gerir t.d. lítið úr körlum að kalla þá kjéddlíngar, sem er gert ef þeir keyra hægt, skora ekki mörk og þess háttar, en að kalla konu KALL er ekki niðurlægjandi. Ég elska stráka, svo það komi skýrt fram, og vildi helst af öllu að allir væru vinir ... á sömu launum fyrir sömu vinnu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.