Er svona ömurlegt að vera kona?

busy_housewifePólska húshjálpin er komin í himnaríki. Tengdadótturdraumurinn varð að engu þegar ég sá hana. Þetta er harðgift kona, fjögurra barna móðir og ákaflega dugnaðarleg. Hún er inni á baði núna og þrífur eins og hún fái borgað fyrir það. Ég ætla að reyna að gera eitthvað að gagni líka en hef lufsast um hóstandi og skjálfandi úr kulda á milli þess sem ég drekk C-vítamín, eins og Inga skipaði mér. Þvílíkur aumingjaskapur.

Völvuspá í fyrra: „Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs!“

Sá á bloggi manns nokkurs áðan að það ríkir mikið misrétti í draumum. Fyrir utan að það er eingöngu gott að dreyma að maður eigi barn ef um sveinbarn er að ræða er flestum karlmönnum fyrir illu að dreyma kvenfólk ... Að dreyma karlmenn táknar hjálpsemi til handa dreymandanum.

Engar kjéddlíngar þessirKarlkynsíþróttamenn eru kallaðir konur af þjálfurum sínum til að niðurlægja þá. Íþróttakonur myndu fá hláturskast ef reynt yrði að kalla þær karla, það er ekki einu sinni hrós og alls ekki niðurlægjandi heldur.

Konur eru sagðar búðasjúkar (sem þykir ömurlegt), karlar hata búðaráp (sem þykir flott). Karlar eru kynóðir (sem þykir flott), konur eru frekar kynkaldar (sem þykir ömurlegt). Það virðist ansi margt vera gegnsýrt af þessu án þess að maður geri sér grein fyrir því. Sjálf er ég auðvitað kynóður búðahatari, enda flott ... en samt ekki karl. Þetta hefur orsakað algjöra tilvistarkreppu í lífi mínu.

Stór jeppiElsku strákarnir fá það svo sem líka óþvegið. Ef þeir kaupa sér t.d. stóran jeppa hljóta þeir að vera með lítið tippi. Mér hefur aldrei þótt það fyndin stríðni. Þeim er líka sagt að þeir séu svo takmarkaðir og geti ekki gert marga hluti í einu. Eitt er samt fyndið. Það á að vera í genunum á körlum, að vera með bíladellu, það sé miklu meira svona karlkyns. Samt er bíllinn bara 100 ára uppfinning. Þetta með bíladelluna held ég reyndar að sé risastórt samsæri þeirra á milli til að fá frekar að keyra ... líka þetta með ást okkar kvenna á búðarápi. Við trúum þessu og verslum eins og óðar (nema ég) og þeir sleppa, ormarnir. Ógisslega klárt hjá þeim. Eitt er reyndar alveg rétt hjá strákunum. Þeir eru svo miklu, miklu betri í að ryksuga en við stelpurnar ... eins og allir vita!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Völva Vikunnar = snilld!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.12.2007 kl. 17:03

2 identicon

Nú er framboð á kvennafatnaði um 70% á móti 30% á herrafatnaði. Það segir mér nú að konur versli meira.

Borat

Borat (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 18:43

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Mig vantar sko lika hushjalp,svona bara fyrir hatidarnar

Ásta Björk Solis, 22.12.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti góður pistill um mýtur.  Mætti oftar minna mann á.  Reyndar var einn af mínum fyrrverandiþeim kostum gæddur að kunna á saumavél, gerði við og faldaði gardínur og svona.  Fór til mömmu með handavinnuna meðan ég þjösnaðist við að bjarga heiminum í Kvennaathvarfinu.  Enn þann dag í dag, ef hann er nefndur á nafn í minni fjölskyldu, standa allir upp og leggja hönd á hjartastað.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól mín kæra og hafðu það sem allra best í Himnaríki  3D Magical Snowman 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:30

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bíll/hestur - eða bara eitthvað á fjórum sem kom þeim áfram

Innkaup/safna til búsins - passa upp á að nóg sé til af öllu fyrir heimilisfólkið

Kenndirnar líkar en hlutirnir ólíkir, hlutverk karla og kvenna eru ólík um það ríkir ekki efi í mínum huga.

Gleðileg hrein jól í boði pólskra starfskrafta hjá mér og þér 

                   Car Wash                       Multitasking                       3D Magical Snowman

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 20:40

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, jólin verða hreinni, hún stoppaði ekki jafnlengi og ég vonaði, erfðaprinsinn tók bara ísskápinn í gegn, enda svo sem ekkert ógurlega skítugur (erfðaprinsinn sko) ...

Knús og gleðileg jól, elsku Margrét. 

Borat, það er búið að telja okkur konum trú um að við eigum að vera svo flottar fyrir ykkur strákana að við kaupum og kaupum, samsærið stóra er auðvitað fjandans fataiðnaðurinn ... Ég geng sko í mínum lörfum og hlusta ekki ... (enda á ég engan mann ... hahahahahahah)

Það er svo erfitt Ásdís þegar t.d. einstæð móðir þarf að standa í báðum hlutverkum en fær samt konulaun og er minna metin, sérstaklega ef hún er ómenntuð. Kenndir eru kannski ólíkar en við ættum ekki að vanmeta innrætinguna. Ég nenni ekki að vera í hlutverki sem er mér ekki eðlislægt. Þótt ég keyri ekki sjálf horfi ég heilluð á Formúluna og elska hraðann og bílana, læt engan  segja mér að það sé ókvenlegt, ekki lengur.

Skil vel að þessi maður hafi verið dáður, Jenný, hann hefur greinilega ekki látið segja sér að svona gerðu karlmenn ekki! Hoppaði út úr mýtunni, þessi elska.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:57

8 Smámynd: www.zordis.com

Hlakka til að lesa völvuna ....  og slæmar fréttir með næstumþvítengdadóttir þína!

www.zordis.com, 22.12.2007 kl. 22:18

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Hún er inni á baði núna og þrífur eins og hún fái borgað fyrir það."

Ertu að segja að þú borgir henni ekki?

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 22:55

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Völvuspá í fyrra: „Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs!“ ...

Váts - Völvan góð! Þegar ónefndur maður  las fréttina um son Davíðs og tengsl Björns Bjarnasonar sagði hann þessa fleygu setningu: ... ,,Það er eins og sumir menn missi ráð og rænu þegar Davíð er annars vegar." .. mér fannst það passa vel  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2007 kl. 22:55

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, jú, Greta, ég borgaði henni um 1500 á tímann. of korsssss, þetta átti bara að vera djók!!!

Jóhanna. Verst að nýja völvu-Vikan var komin í prentun þegar kom að ráðningu Þorsteins í embættið, völvan er bara nokkuð nálægt þessu.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 23:01

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að ég hafi borgað henni meira af því að ég var búin að heyra sögur af pólskum konum sem ynnu fyrir 800 kall á tímann og það er ömurlegt. Fannst þægilegt að fá skúrað fyrir mig og gluggana þvegna, þurrkað af og svona þar sem ég er að deyja úr sjálfsvorkunn vegna kvefsins ... sem reyndar fer batnandi með hverjum deginum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:22

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gurrý, ég fattaði það, þess vegna setti ég broskallana...

Annars hefði ég sett

You see? ...

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:35

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, margt vitlausara...

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:36

15 Smámynd: Fishandchips

Ég býð allavega þússarann á tímann fyrir Hreindýr.....

Fishandchips, 23.12.2007 kl. 00:53

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér hefur alltaf þótt asnalegt að alhæfa....  Ég er kona, sem finnst ekkert leiðinlegra en að versla, en hef gaman af því að gera við bíla

Og hér er ég búin að komast að því hvað vinnan mín heitir... ég vinn í heimaþjónustu og er þar af leiðandi hreindýr

Jónína Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 08:23

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól elsku Gurrí mín og hafðu það gott í jólafríinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:39

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe þú ert kynóður búðarhatari. Mí læk.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.12.2007 kl. 11:00

19 Smámynd: The Jackal

Það eru double standards um bæði kyn. Alveg jafn mikið. Af hverju meiga karlar ekki mála sig eða gera "kvenlega" hluti án þess að vera kallaðir hommar?
Hvernig stendur á það er alltaf verra þegar þetta gildir um kvennmenn?

The Jackal, 23.12.2007 kl. 21:09

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alveg sammála Jackal, þetta á við um bæði kynin ... mér finnst samt ríkja meiri neikvæðni gagnvart konum á vissan hátt. Ég upplifi það alla vega þannig, eins og það sé svo slæmt að vera kona. Það gerir t.d. lítið úr körlum að kalla þá kjéddlíngar, sem er gert ef þeir keyra hægt, skora ekki mörk og þess háttar, en að kalla konu KALL er ekki niðurlægjandi. Ég elska stráka, svo það komi skýrt fram, og vildi helst af öllu að allir væru vinir ... á sömu launum fyrir sömu vinnu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband