Þorláksmessa ... enn einu sinni

Þorláksmessa 2007 kl. 11Að það skuli vera komin Þorláksmessa enn einu sinni ... Nú er tíminn hættur að líða hægt þegar nær dregur jólum, heldur með örskotshraða. Við erfðaprinsinn ætlum í jólagjafaleiðangur til Reykjavíkur um hádegisbil og á leiðinni hefst líklega slagurinn um það hvaða útvarpsstöð verður sett á í bílnum. Best að kúga drenginn og segja honum að það komi ekki jól nema ég fái að hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1. Þær eru voða notalegt útvarpsefni, voru það líka á árunum þegar Uriah Heep voru í mesta uppáhaldinu. Vona innilega að okkur takist að vera svolítið snögg að þessu og að á meðan við Inga skellum okkur til Nönnu í jólapartíið þá geti erfðaprinsinn kysst og jólaknúsað ástkæran föður sinn. Svo bíður okkar skötuveisla á Skaganum í kvöld, hjá elsku Rögnu og Guðmundi, líklega besta fólkinu sem býr á Akranesi. Ragna átti heima á neðri hæðinni á æskuheimili mínu og það var hún sem kenndi mér að dansa jenka undir laginu Fríða litla lipurtá. Torfkofinn hristist og lýsislamparnir nötruðu þegar hún jenkaði um allt með okkur krakkana á efri hæðinni.

Hreint og fíntÉg sé ekki mjög mikinn mun á himnaríki nema ég veit að allt er orðið svo hreint. Baðvaskurinn hefur t.d. aldrei verið svona hrikalega hvítur! Gamla húshjálpin mín í fornöld tók nefnilega til, raðaði húsgögnum upp á nýtt, setti í þvottavél, skipti á rúmum, pakkaði niður einhverju af þessum fjandans bókum sem allt of mikið var til af (sagði hún) og fór með niður í kjallara ... Sakna hennar sárt. Við erfðaprins gerum allt gljáandi fínt í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að ég hafi verið með óvenjulega húshjálp hér í denn. En ... gólfin eru tandurhrein og fín og gluggar og svona. Það er nú gott.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú angar þú eflaust af fjandans skötunni og veitir ekki af að skrúbba þig og skúra fyrir jólin

Jóna Á. Gísladóttir, 23.12.2007 kl. 16:02

3 identicon

Gleðileg jól kæru mæðgin,

Lena (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 16:33

4 identicon

Kæra mákona

Bestu óskir um gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár.Þú ert án efa besti bloggari á landinu og verður pottþétt mákona þegar þið ruglið saman reitum...ég hlusta ekki á þetta bull að þið séuð of ung að bindast .....ég er búinn að ákveða þetta og þið hafið ekkert um máilið að segja......(one can hope)

Magga (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: www.zordis.com

wasted life ...... humm wonder why?  Njóttu þess besta því þú hefur allt, góða vini, son og allt hitt! 

Til hamingju með jólin og njóttu hvíldar.

www.zordis.com, 23.12.2007 kl. 17:57

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Engin skötulykt, Jóna, við komumst ekki ... Gleðileg jól, elsku Lena, elsku Magga mágkona og Zordís og allir hinir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband