23.12.2007 | 22:01
Annasöm Þorláksmessa - partí og sönn íslensk íkveikjusaga
Þegar loks tókst að drösla erfðaprinsinum á fætur um hálftvöleytið var haldið í bæinn með fjölda jólagjafa handa vinum og vandamönnum. Gerð hafði verið nokkuð stíf áætlun til að komast í skötupartíið kl. 18 á Akranesi. Það var frámunalega bjánaleg bjartsýni. Við vorum ekki komin heim fyrr en undir níu í kvöld.
Við byrjuðum á Álftanesi hjá Önnu og einni bloggvinkonu sem fékk rósavönd og knús og enduðum í Efstasundi. Ja, og komum svo við í Mosó á heimleiðinni með pakka handa vinkonu Hildu af því að við erum svo góð. Mikið var gaman að hitta alla ... nema Inger, hún var ekki heima. Vona að hún sé á landinu, pakkinn hangir á húninum á útihurðinni.
Ég þarf greinilega að koma mér upp vinum/ættingjum í einu póstnúmeri í stað 101, 105, 107 108, 109, 170, 200, 220, 225. Það myndi einfalda allt afskaplega mikið. Hvernig væri að flytja í 300, elskurnar?
Þorláksmessupartíið hjá Nönnu var algjör snilld og ekki skemmdi fyrir að hitta elsku, elsku Steingerði og Gumma sem sátu þarna og úðuðu í sig kræsingum. Það var heldur ekki amalegt að spjalla við einn uppáhaldsrithöfundinn sinn, Ævar Örn Jósepsson. Fjölskylda Ævars bjó í Stykkishólmi um svipað leyti og fjölskylda mín (1959-1961). Mía systir lék sér oft við stóru systur Ævars. Mamma Ævars, sem var þarna líka sagði mér sjokkerandi sögu þegar kviknaði í heklaðri dúllu á eldavélinni heima hjá henni, systir Míu, miðsystirin sjálf, kveikti víst á hellunni í óvitaskap. Áður en ég vissi af var ég búin að viðurkenna að ég hefði verið þessi miðsystir. Ævar náttúrlega trylltist og skammaði mig fyrir að reyna að brenna ofan af fjölskyldu hans og næstum því verða til þess að hann yrði ekki til. Ég reyndi að afsaka mig með því að segja að ég hefði bara verið eins árs en mamma Ævars leiðrétti það og sagði að ég hefði reyndar verið tveggja ára! Ekkert reyna að sleppa svona létt að þykjast hafa verið ársgömul, sagði Ævar hvasst. Í næstu spennusögu hans verður örugglega einhver lúmskur brennuvargur að nafni Gurrí.
Snittu- og lattepartíið hjá Breiðholtshataranum var líka æðislegt þótt ég stoppaði bara í 10 mínútur. Ég hreifst svo af baðgardínunum hjá honum að ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af þeim. Baðglugginn minn er reyndar þríhyrndur, hentar kannski illa og svo er ekki biluð umferð framhjá himnaríki, eins og hjá B-hatarnum sem býr við Hverfisgötuna. Hann langar víst ekki til að strætófarþegar horfi á hann í sturtu eða við aðrar athafnir, held ég. Ekki eru allir svona forsjálir en eina ástæðan fyrir því að ég tek alltaf strætó er sú að mér finnst svo gaman að sjá inn um baðgluggana hjá sætum mönnum. Ekki það að B-hatarinn sé sætur.
Þetta var góður dagur ... en rosalega er ég þreytt. Það var svo gott að koma heim í himnaríki, fara í hlýja viðhaldið (sloppinn) og setjast aðeins í leisígörl. Svo koma bara jólin á morgun!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ekki á morgun, Gurrí mín -- ekki fyrr en annað kvöld!
Gleðileg jól þá, Gurrí mín!
Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 22:05
Hmm -- tvisvar sinnum Gurrí „mín“! -- OK, það verða jú jólin, þegar dagurinn á morgun er að liðinn að kvöldi!
Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 22:11
Hehehheh, annað kvöld þá. Gleðileg jól, elsku Siggi minn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 22:13
Það er aldeilis völlur á Skagaliðinu, ég er í 109 og vænti þess að þú hafir skilið eftir pakkann á húninum hjá mér, meðan ég brá mér af bæ með Jenný Unu til að heilsa upp á foreldra mína.
Geðlileg
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.12.2007 kl. 22:21
Gleðileg jól
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 23:26
Innlitskvitt til að óska þér gleði og gæfuríkra jóla kæra bloggvinkona. Takk fyrir skemmtileg kynni í bloggheimum
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:48
Gleðilega jólahátíð kæra bloggvinkona
Anna Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 00:56
hahaha.. get ekki annað en velt því fyrir mér hvað Jenfo er að reyna að segja þarna í restina hahahaha. Geðlyf, geðsleg, gelgjuleg, geðveikisleg... eða kannski bara gleðileg.
Er þessi mynd af baðherbergisgardínunum í alvöru alvöru? Myndi jafnvel henta betur í þinn þríhyrnda glugga.
Gleðileg jól Gurrí mín, til þín og þinna.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 01:03
Takk fyrir yndislega heimsókn kæra Gurrí, notalegt að fá knús þegar maður á ekki einu sinni von á því.
Gleðileg jól elskurnar mínar í Himnaríki
Ragnheiður , 24.12.2007 kl. 01:10
Gleðileg jól til ykkar allra og njótið vel um hátíðirnar
www.blog.central.is/skordal_1 Brynja (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 02:05
Greinlega doldið lasin ennþá stelpan. Farðu bara vel með þig og ekkert annað. Þér veðrur að batna. Kærleiks kveðja á Skagann.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 02:27
Eigðu gleðileg jól kæra vinkona í Himnaríki.
Fjóla Æ., 24.12.2007 kl. 09:10
Þeim mun meira sem ég losa, þeim mun meira sést í gosa.
....ef maður fær sér brauðtertu hjá þér þá fær maður það sem gárungarnir kalla skagamaga og þá hverfur pappírinn á mettíma og tjöldin falla og sést í dýrðina alla!
Gleðileg jól, líka fólkið í Betli-hem (Breiðholti)
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.