Annasöm Þorláksmessa - partí og sönn íslensk íkveikjusaga

Þorláksmessa 2007 ÁlftanesÞegar loks tókst að drösla erfðaprinsinum á fætur um hálftvöleytið var haldið í bæinn með fjölda jólagjafa handa vinum og vandamönnum. Gerð hafði verið nokkuð stíf áætlun til að komast í skötupartíið kl. 18 á Akranesi. Það var frámunalega bjánaleg bjartsýni. Við vorum ekki komin heim fyrr en undir níu í kvöld.

Við byrjuðum á Álftanesi hjá Önnu og einni bloggvinkonu sem fékk rósavönd og knús og enduðum í Efstasundi. Ja, og komum svo við í Mosó á heimleiðinni með pakka handa vinkonu Hildu af því að við erum svo góð. Mikið var gaman að hitta alla ... nema Inger, hún var ekki heima. Vona að hún sé á landinu, pakkinn hangir á húninum á útihurðinni.
Ég þarf greinilega að koma mér upp vinum/ættingjum í einu póstnúmeri í stað 101, 105, 107 108, 109, 170, 200, 220, 225. Það myndi einfalda allt afskaplega mikið. Hvernig væri að flytja í 300, elskurnar?

Þorláksmessuboð 2007 hjá NönnuÞorláksmessupartíið hjá Nönnu var algjör snilld og ekki skemmdi fyrir að hitta elsku, elsku Steingerði og Gumma sem sátu þarna og úðuðu í sig kræsingum. Það var heldur ekki amalegt að spjalla við einn uppáhaldsrithöfundinn sinn, Ævar Örn Jósepsson. Fjölskylda Ævars bjó í Stykkishólmi um svipað leyti og fjölskylda mín (1959-1961). Mía systir lék sér oft við stóru systur Ævars. Mamma Ævars, sem var þarna líka sagði mér sjokkerandi sögu þegar kviknaði í heklaðri dúllu á eldavélinni heima hjá henni, systir Míu, miðsystirin sjálf, kveikti víst á hellunni í óvitaskap. Áður en ég vissi af var ég búin að viðurkenna að ég hefði verið þessi miðsystir. Ævar náttúrlega trylltist og skammaði mig fyrir að reyna að brenna ofan af fjölskyldu hans og næstum því verða til þess að hann yrði ekki til. Ég reyndi að afsaka mig með því að segja að ég hefði bara verið eins árs en mamma Ævars leiðrétti það og sagði að ég hefði reyndar verið tveggja ára! Frumlegar baðgardínur við Hverfisgötu„Ekkert reyna að sleppa svona létt að þykjast hafa verið ársgömul,“ sagði Ævar hvasst. Í næstu spennusögu hans verður örugglega einhver lúmskur brennuvargur að nafni Gurrí.

Snittu- og lattepartíið hjá Breiðholtshataranum var líka æðislegt þótt ég stoppaði bara í 10 mínútur. Ég hreifst svo af baðgardínunum hjá honum að ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af þeim. Baðglugginn minn er reyndar þríhyrndur, hentar kannski illa og svo er ekki biluð umferð framhjá himnaríki, eins og hjá B-hatarnum sem býr við Hverfisgötuna. Hann langar víst ekki til að strætófarþegar horfi á hann í sturtu eða við aðrar athafnir, held ég. Ekki eru allir svona forsjálir en eina ástæðan fyrir því að ég tek alltaf strætó er sú að mér finnst svo gaman að sjá inn um baðgluggana hjá sætum mönnum. Ekki það að B-hatarinn sé sætur.

Þetta var góður dagur ... en rosalega er ég þreytt. Það var svo gott að koma heim í himnaríki, fara í hlýja viðhaldið (sloppinn) og setjast aðeins í leisígörl. Svo koma bara jólin á morgun!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki á morgun, Gurrí mín -- ekki fyrr en annað kvöld!

Gleðileg jól þá, Gurrí mín!

Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hmm -- tvisvar sinnum Gurrí „mín“! -- OK, það verða jú jólin, þegar dagurinn á morgun er að liðinn að kvöldi!

Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehheh, annað kvöld þá. Gleðileg jól, elsku Siggi minn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er aldeilis völlur á Skagaliðinu, ég er í 109 og vænti þess að þú hafir skilið eftir pakkann á húninum hjá mér, meðan ég brá mér af bæ með Jenný Unu til að heilsa upp á foreldra mína.

Geðlileg

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.12.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðileg jól

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 23:26

6 identicon

Innlitskvitt til að óska þér gleði og gæfuríkra jóla kæra bloggvinkona. Takk fyrir skemmtileg kynni í bloggheimum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:48

7 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gleðilega jólahátíð kæra bloggvinkona

Anna Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 00:56

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha.. get ekki annað en velt því fyrir mér hvað Jenfo er að reyna að segja þarna í restina hahahaha. Geðlyf, geðsleg, gelgjuleg, geðveikisleg... eða kannski bara gleðileg.

Er þessi mynd af baðherbergisgardínunum í alvöru alvöru? Myndi jafnvel henta betur í þinn þríhyrnda glugga.

Gleðileg jól Gurrí mín, til þín og þinna.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 01:03

9 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir yndislega heimsókn kæra Gurrí, notalegt að fá knús þegar maður á ekki einu sinni von á því.

Gleðileg jól elskurnar mínar í Himnaríki

Ragnheiður , 24.12.2007 kl. 01:10

10 identicon

Gleðileg jól til ykkar allra og njótið vel um hátíðirnar

www.blog.central.is/skordal_1 Brynja (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 02:05

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

        Greinlega doldið lasin ennþá stelpan.  Farðu bara vel með þig og ekkert annað. Þér veðrur að batna.  Kærleiks kveðja á Skagann.

Gif santa claus Images

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 02:27

12 Smámynd: Fjóla Æ.

Eigðu gleðileg jól kæra vinkona í Himnaríki.

Fjóla Æ., 24.12.2007 kl. 09:10

13 identicon

Þeim mun meira sem ég losa, þeim mun meira sést í gosa.

....ef maður fær sér brauðtertu hjá þér þá fær maður það sem gárungarnir kalla skagamaga og þá hverfur pappírinn á mettíma og tjöldin falla og sést í dýrðina alla!

Gleðileg jól, líka fólkið í Betli-hem (Breiðholti)

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband