27.12.2007 | 15:49
Breiðholtshatarinn, fólkið mitt frá Pakistan og fegurðarsamkeppni femínista
Meira af Þorláksmessupartíi Breiðholtshatarans: Þegar einn virtasti leikstjóri landsins kom þangað hitti hún fyrir eina virtustu leikkonu landsins, þjóðargersemi á áttræðisaldri. Hvernig þekkist þið eiginlega? spurði virti leikstjórinn Breiðholtshatarann. Breiðholtshatarinn, rétt rúmlega þrítugur, greip utan um þjóðargersemina og svaraði: Við kynntumst á einkamal.is! Og allir gleyptu við þessu. Það þorði alla vega enginn að hlæja. Enginn veit hvernig ástamálum 101-skrílsins er í raun háttað. Það gæti þótt kúl að eiga ömmulega kærustu.
Hér er stillt á Sky News, við erfðaprins horfum gáttuð á fréttir frá Pakistan um morðið á Benazir Bhutto. Þegar ég var au pair í London fyrir um 30 árum kynntist ég pakistanskri konu, Mrs. Rehana Zubair, sem var með syni sína í sama skóla og börnin sem ég gætti. Við urðum góðar vinkonur þótt nokkur aldursmunur væri á okkur. Mig minnir að maðurinn hennar hafi verið í vinnu í London fyrir ríkisstjórn sína (kannski njósnari?) en ég hitti hann aldrei. Ég fræddist aðeins um landið hennar og þegar hún sagði mér að það væri stundum rosalega kalt þar ákvað ég að gefa henni lopapeysuna mína, það styttist í heimför hjá henni. Hún varð svolítið skrýtin á svipinn, sagði að það tíðkaðist ekki í heimalandi hennar að yngri konur færðu sér eldri manneskjum gjafir en þáði samt peysuna. Nokkrum dögum seinna gaf hún mér fallega útsaumaða mussu sem ég gekk mikið í. Ég hugsa oft til hennar þegar ég sé fréttir frá Pakistan. Á þessum árum átti ég gestabók (II. bindi), allir sem heimsóttu mig skrifuðu í hana og m.a. skólabróðir minn frá Pakistan sem kom einu sinni í kaffi í 57 Park Drive. Hann safnaði frímerkjum og ég átti mikið af íslenskum frímerkjum, fékk mörg bréf til London. Rehana varð skrýtin á svipinn þegar hún las skrifin hans (á úrdú) og sagði flissandi að þetta hefði verið afar kurteisleg ástarjátning hjá honum. Hún bætti því við að hann skrifaði ótrúlega fallega skrift. Ég fann gestabókina og þess vegna er ég með nafnið hennar á hreinu. Vona innilega að henni og fjölskyldu hennar hafi farnast vel í lífinu.
Fegurðarsamkeppni femínista. Að reyna að gera grín að fólki er ekkert annað en tilraun til að þagga niður í því. Hélt að allir eðlilegir karlar vildu hag mæðra sinna, eiginkvenna og dætra sem mestan og að þær fengju sömu möguleika í þjóðfélaginu og þeir sjálfir.
Margir þeirra virðast kjósa að misskilja málflutning femínista sem aðför að karlmönnum, hafa tekið hluti úr samhengi, velt sér upp úr aukaatriðum, hafa gert femínistum upp skoðanir og líka reynt að finna meira viðeigandi viðfangsefni fyrir femínista (Hvar eru femínistar nú? Ættu þeir ekki að berjast fyrir þessu?) og svo framvegis.
Ef allri orkunni, sem hefur verið eytt í að níða niður málflutning femínista, væri beitt til að jafna hlut kvenna og karla þá værum við í betri málum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 212
- Sl. sólarhring: 333
- Sl. viku: 904
- Frá upphafi: 1505911
Annað
- Innlit í dag: 171
- Innlit sl. viku: 737
- Gestir í dag: 164
- IP-tölur í dag: 158
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er það heitasta í 101 að eiga ömmulega kærustu.
Manstu þegar ég bað þig um að deita mig þarna í kringm 2000, það var bleslindan sem olli, las það sem svo að það væri svalt að vera með ömurlega kærustu. En nú ertu reyndar að koma sterk inn síð(a)ri árin.
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 19:46
Já þetta var sorglegt með hana Bhutto.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 19:54
Mér finnst þetta með "meira viðeigandi" viðfangsefnin fyrir femínsta alveg ótrúlega hrokafullt og þreytandi. Segir einhver samkynhneigðum að berjast frekar gegn hungri í Afríku eða umhverfissinnum að spá frekar í deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna? Má fólk ekki velja sér sín baráttumál sjálft?
Svala Jónsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:57
Það sem vantar í fréttirnar af þessu tilræði, er að fólkið sem látið hefur lífið síðan Benazir heitin lagði upp í þessa pílagrímsför til Pakistan er nú talið í hundruðum og allmargir örkumla fyrir lífstíð.
En á léttari nótum: Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.