Breiðholtshatarinn, fólkið mitt frá Pakistan og fegurðarsamkeppni femínista

Meira af Þorláksmessupartíi Breiðholtshatarans: Þegar einn virtasti leikstjóri landsins kom þangað hitti hún fyrir eina virtustu leikkonu landsins, þjóðargersemi á áttræðisaldri. „Hvernig þekkist þið eiginlega?“ spurði virti leikstjórinn Breiðholtshatarann. Breiðholtshatarinn, rétt rúmlega þrítugur, greip utan um þjóðargersemina og svaraði: „Við kynntumst á einkamal.is!“ Og allir gleyptu við  þessu. Það þorði alla vega enginn að hlæja. Enginn veit hvernig ástamálum 101-skrílsins er í raun háttað. Það gæti þótt kúl að eiga ömmulega kærustu.

Gestabókarfærslan 1976Hér er stillt á Sky News, við erfðaprins horfum gáttuð á fréttir frá Pakistan um morðið á Benazir Bhutto. Þegar ég var au pair í London fyrir um 30 árum kynntist ég pakistanskri konu, Mrs. Rehana Zubair, sem var með syni sína í sama skóla og börnin sem ég gætti. Við urðum góðar vinkonur þótt nokkur aldursmunur væri á okkur. Mig minnir að maðurinn hennar hafi verið í vinnu í London fyrir ríkisstjórn sína (kannski njósnari?) en ég hitti hann aldrei. Ég fræddist aðeins um landið hennar og þegar hún sagði mér að það væri stundum rosalega kalt þar ákvað ég að gefa henni lopapeysuna mína, það styttist í heimför hjá henni. Hún varð svolítið skrýtin á svipinn, sagði að það tíðkaðist ekki í heimalandi hennar að yngri konur færðu sér eldri manneskjum gjafir en þáði samt peysuna. Nokkrum dögum seinna gaf hún mér fallega útsaumaða mussu sem ég gekk mikið í. Ég hugsa oft til hennar þegar ég sé fréttir frá Pakistan. Á þessum árum átti ég gestabók (II. bindi), allir sem heimsóttu mig skrifuðu í hana og m.a. skólabróðir minn frá Pakistan sem kom einu sinni í kaffi í 57 Park Drive. Hann safnaði frímerkjum og ég átti mikið af íslenskum frímerkjum, fékk mörg bréf til London. Rehana varð skrýtin á svipinn þegar hún las skrifin hans (á úrdú) og sagði flissandi að þetta hefði verið afar kurteisleg ástarjátning hjá honum. Hún bætti því við að hann skrifaði ótrúlega fallega skrift. Ég fann gestabókina og þess vegna er ég með nafnið hennar á hreinu. Vona innilega að henni og fjölskyldu hennar hafi farnast vel í lífinu.

FegurðarsamkeppniFegurðarsamkeppni femínista. Að reyna að gera grín að fólki er ekkert annað en tilraun til að þagga niður í því. Hélt að allir eðlilegir karlar vildu hag mæðra sinna, eiginkvenna og dætra sem mestan og að þær fengju sömu möguleika í þjóðfélaginu og þeir sjálfir.

Margir þeirra virðast kjósa að misskilja málflutning femínista sem aðför að karlmönnum, hafa tekið hluti úr samhengi, velt sér upp úr aukaatriðum, hafa gert femínistum upp skoðanir og líka reynt að finna „meira viðeigandi“ viðfangsefni fyrir femínista (Hvar eru femínistar nú? Ættu þeir ekki að berjast fyrir þessu?) og svo framvegis.

Ef allri orkunni, sem hefur verið eytt í að níða niður málflutning femínista, væri beitt til að jafna hlut kvenna og karla þá værum við í betri málum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er það heitasta í 101 að eiga ömmulega kærustu.

Manstu þegar ég bað þig um að deita mig þarna í kringm 2000, það var bleslindan sem olli, las það sem svo að það væri svalt að vera með ömurlega kærustu. En nú ertu reyndar að koma sterk inn síð(a)ri árin.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta var sorglegt með hana Bhutto.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst þetta með "meira viðeigandi" viðfangsefnin fyrir femínsta alveg ótrúlega hrokafullt og þreytandi. Segir einhver samkynhneigðum að berjast frekar gegn hungri í Afríku eða umhverfissinnum að spá frekar í deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna? Má fólk ekki velja sér sín baráttumál sjálft?

Svala Jónsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:57

4 identicon

Það sem vantar í fréttirnar af þessu tilræði, er að fólkið sem látið hefur lífið síðan Benazir heitin lagði upp í þessa pílagrímsför til Pakistan er nú talið í hundruðum og allmargir örkumla fyrir lífstíð. 

En á léttari nótum:        Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1621
  • Frá upphafi: 1458938

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1378
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband