Krumminn á svölunum

Kubbur og krummiKrummarnir hafa verið flögrandi allt í kringum um himnaríki í dag, greinilega svangir. Ég setti smá brauð út á svalir og vona að þeir þori að gæða sér á því með æsispennta Kubbsu hinum megin við gluggarúðuna.

Hér í himnaríki hefur verið afar rólegt. Við erfðaprins hituðum upp kalkún í gær með öllu tilheyrandi og notuðum að sjálfsögðu nýja, flotta örbylgjuofninn til þess. Matseðillinn í dag verður alveg eins. Í dag á bara að hafa það rólegt og notalegt. Kvefið er á undanhaldi og með þessu áframhaldi verður það horfið fyrir áramót. Vegna slappleika aflýsti ég árlegu hangikjötsboði sem átti að vera í gær. Sem betur fer, veðrið var nefnilega frekar slæmt og ekki gaman að fá fólk frá Reykjavík í fljúgandi hálku og hríðarveðri. Held samt að Mía systir hafi fengið akandi úr bænum-gesti í hangikjötið í gær. Þarf að hringja í hana á eftir og tékka á málum. 

Sound of MusicTókst að ljúka við Eldvegg Hennings Mankell í nótt, sannarlega spennandi bók. Nú eftir áramót þegar húsfélagsformaðurinn fer út á sjó með hana í farteskinu á hann lítið eftir að elda fyrir áhöfnina, hann mun liggja í bókinni.

Núna kl. 14 verður Sound of Music sýnd á Stöð 2. Ég hlakka mikið til þótt ég eigi reyndar myndina. Á ferðalagi á Írlandi einu sinni sá ég blað, aukablað sunnudagsblaðs, þar sem afdrif barnanna úr Sound of Music komu fram.  Sagan um að yngsta stelpan hefði dáið í bílslysi á frumsýningarkvöldinu var ósönn, stelpuskottið er enn í fullu fjöri, næstum hundrað árum eftir að myndin var fyrst sýnd. Skrifaði að sjálfsögðu grein um Tónaflóðsbörnin í Vikuna skömmu eftir heimkomu.  Reyni að finna blaðið og setja þetta svo á bloggið. Hvern langar ekki að vita hvað blessuð börnin tóku sér fyrir hendur?

West Ham – Reading í dag, mikið vildi ég að það kostaði ekki svona mikinn pening að vera áskrifandi að Sýn 2 ... ekki séns að ég nenni út á pöbb að horfa ... þótt ég gæti ábyggilega lent á séns þar ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá flott mynd :)

Gleðileg jól! 

Ellen (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 16:59

2 identicon

Ég var nú a- spökulera, svona... sko... þegar aldur þinn er tekinn með í jöfnuna og allt það....

....er þetta ekki bara hrægammur?

B. b. King

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geðveik mynd af Krumma.  Ég sat með gæsahúð yfir Sound of music, á hana eins og þú en sleppi aldrei sýningu á henni. Sá hana í Háskólabíó með mömmu 1969 og nokkrum sinnum síðan, kann hana utanað.  Yndisleg mynd og ég bæði gréti og hló og sat með gæsahúð og alles. Hollt að horfa á svona mynd.  Ég held ég hafi lesið einhversstaðar að "Kurt" sé nýdáinn.  Ég mæli ekki með að þú lendir á séns á pöbbanum, meiri líkur en minni á að það yrði þá boltabulla með áfengisvandamál, ekki spennandi (vona að ég móðgi engann)  jólakveðja á Skagann.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæra Gurrí mín, gleðilega hátíð, kæra vinkona, gaman að lesa bloggið þitt eins og alltaf, og gaman að sjá að þér er farið að líða aðeins betur. Gleðileg jól og farsælt komandi ár og ertu kannski til í að senda mér heimilisfangið þitt, á berjamo@hotmail.com,  mig langar svo til þess að senda þér jólakort... Kossar og knús til þín yfir hafið

Bertha Sigmundsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Jess

Sound of musik er uppáhaldsbíómyndin mín og ég þigg allar tiltækar upplýsingar um þessa frábæru mynd.

Hef ekki stöð 2 en frétta af henni hér í húsinu á disk svo ég kíki örugglega á hana næstu daga.

vonandi hefurðu kvefið úr þér sem fyrst 

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:40

6 identicon

Glæsileg krummamynd.  Ég er búin að elta krumma um allt Akranes í haust vegna verkefnis í Kennó, en ekki náð neinni svona flottri.  Skemmtileg bloggsíða hjá þér.

Með jólakveðju!

Árný

p.s. þú varst um áramót heima hjá mér þegar við vorum litlar.  Mínerva veit það alla vega.

Árný Örnólfsdóttir-Akranesi (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: Halla Rut

Sound of Music er ein af mínum uppáhalds myndum.

Góðar stundir til þín. 

Halla Rut , 26.12.2007 kl. 20:37

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flott mynd af krumma, og flottar myndir af jólamatborðinu. Ég sá eldglæringarnar á glugganum en hélt að einhverjir prakkarar væru að kasta sprengjum að húsinu! hahaha Jólakveðjur

Edda Agnarsdóttir, 26.12.2007 kl. 21:44

9 Smámynd: www.zordis.com

Sound of Music er eðall!  Verð nú bara hrósa þér fyrir krummamyndina þína !!!!  Hreint stórkostugleg. 

www.zordis.com, 27.12.2007 kl. 00:29

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábær krummamynd Gurrí, fja... ertu lunkin með myndavélina

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.12.2007 kl. 01:57

11 identicon

Sæl og blessuð Frú Guðríður, já Hrafnin er svangur þessa daganna, þessvegna átti ég soðið slátur til að gefa honum nú um Jólin, enda á ég smá dýragarð hér útií Rauðavatnsskógi, Magga Mús, Robbi kanína Krummi eru með ákveðin stað þar sem ég læt út til þeirra mat, prufaði að gefa krumma hér á svölunum hjá mér og komu 5 í heimsókn til að gæða sér á lifrarpylsu og blóðmör, gaman að hafa þá svona í návígi.

bestu kveðjur uppií himnaríki

siggi

siggi (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 09:04

12 Smámynd: krossgata

Krummi veðurviti, er hann ekki að tilkynna þér um kulda og frost næstu vikur með þessu flögri kringum himnaríki?  Gleðilega hátíð. 

krossgata, 27.12.2007 kl. 11:28

13 identicon

JEG ER ORÐIN svo þreit á þessumn Breiðshiltshatara. Alltaf að gefa eitthvað í skin af fólk í Breiðholti sé eutthvað verra en annað fólk.

Hann skal bara pssa sug ef hann kemur hérna uppeftyr, hér eru sko gaurar sem gæti lamið hann

Elma Brá (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:08

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fjölskylduboðið hjá tengdó í gær skiptist í tvo stærri hópa og nokkra smærri. Karlmennirnir horfðu á Sound of Music, blandaður hópur spilaði (undirrituð m.a.) og sumir voru duglegir (ekki ég). En þetta eru sko frábær lestrarjól, þökk sé þér ekki síst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2007 kl. 14:01

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og krummi er auðvitað mega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2007 kl. 14:01

16 identicon

Mamma á bók um Von Trapp fjölskylduna og ég þarf að fá hana lánaða hjá henni.  Ég held hún sé á dönsku en ég veit ekki hvort hún hefur komið út á Íslensku.  Fyrirca 15 árum var Tónaflóð sett upp í leikhúsinu á Akureyri, leikfélagið fékk mömmu til að vera með fyrirlestur þegar þau voru að æfa uppsetninguna og gáfu henni miða á sýninguna í staðinn.  Hún bauð mér með sér og það var ógleymanlegt.  Mér þykir verst ef það hefur ekki verið fest á filmu, veit það þó ekki en það væri gaman að komast að því.  Þetta var virkilega gaman og vel gert hjá Leikfélagi Akureyrar

Sigga (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 1738
  • Frá upphafi: 1454318

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1452
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband