Eru karlmenn veikgeðja?

Tommi að sjóða fiskKarlmenn eru veikgeðja ... þegar kemur að vælandi gæludýrum. Bara í virðulegri fjölskyldu minni má finna tvö dæmi; erfðaprinsinn og mág minn. Í himnaríki má Tommi ekki væla á sérstakan máta, í frekjulegum vælutón eins og hann sé að deyja úr hungri, þá hleypur erfðaprinsinn upp til handa og fóta og gefur honum uppáhaldsmatinn (blautfæði frá Whiskas úr litlum poka) þótt báðir matardallarnir séu blindfullir af þurrmat. Það eru sko farnar sérferðir út í Einarsbúð til að kaupa nammið fyrir Tómas. Kubbur vill bara alvörukattamat, þurrmat, og hleypur í burtu ef reynt er að gefa henni eitthvað annað, túnfiskur í vatni freistar þó stundum!

Bjartur í pössun í himnaríkiErfðaprinsinn er þó ekkert á við mág minn sem þrammar daglega út í fiskbúð, að sögn systur minnar, og kaupir ferskan fisk fyrir Bjart sinn. Yfirleitt er þríréttað hjá Bjarti. Þurrmatur, blautmatur og nýsoðinn fiskur. Rækjur og rjómi þegar systir mín sér ekki til?

Getur þetta verið rétt? Leika kettir sér að tilfinningum karla? Fresskettir í þokkabót! Já, þessi hávísindalega rannsókn mín sýnir svo ekki verður um villst að grábrúnbröndóttir og hvítir fresskettir opinbera veikleika karlmanna. Þann eina sem ég hef rekist á hingað til. Að öðru leyti eru karlmenn fullkomnir. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhehehe, já, geri það. Knúsaðu Rokky og Skugga frá mér. Ég missi mig alltaf þegar ég hitti hunda (og ketti) ... þá veikist allt mitt geð af ást og aðdáun

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

karlmenn fullkomnir????? Gurrí mín á hverju ertu?

Guðrún Vala Elísdóttir, 27.12.2007 kl. 21:14

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið þessar giftu kjéddlíngar ... kunnið ekki að meta það sem þið eigið ... hnusss!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 21:26

5 identicon

Hahahaha - Góð spurning! Ég þekki í það minnsta einn sem vakir eftir kisu ef hún bregður sér af bæ á kvöldin og gleymir sér úti í nóttunni.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Gurrí, hárrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrétt.

Þröstur Unnar, 27.12.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Þröstur Unnar

eða var það Hrútatungurétt?

Þröstur Unnar, 27.12.2007 kl. 21:58

8 identicon

Jájá, kallar eru vesalingar, en um þig má segja eins og femininstana:

Faglegar

Réttsýnar

Eljusamar

Kraftmiklar

Jólalegar

Umburðarlyndar

Trygglindar

Undurfagrar

Skarpgáfaðar

Skeleggar

Unaðslegar

Ráðagóðar

Svo er náttúrulega hægt að lesa bara fysta staf í hverri fullyrðingu til að spara tíma...

----------

Það eru ekki jól alla daga í Breiðholti, en það eru of Afgangannakvöld

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 22:22

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Breiðholtshatari þó!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:27

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kettir leika sér að tilfinningum allra, birtingaformin eru bara mismunandi eftir kynjum og persónuleikum mannanna, - og kattanna. Þetta eru bráðsnjöll kvekyndi eins og kellingin sagði.  Eigðu góða jólarest með bókum, kalkúnum, hröfnum, köttum, prinsum og öðru því sem gerir lífið þess virði að lifa því!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:45

11 Smámynd: www.zordis.com

Fjallið mitt er fullkominn og ekki eigum við kisu!  karlmenn eru eins og kisur, algjör yndi og vilja láta strjúka sér nett og létt, hér og þar og allstaðar!

Kisuknús

www.zordis.com, 27.12.2007 kl. 23:03

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Áttu fjall?

Þröstur Unnar, 27.12.2007 kl. 23:24

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Simbi er í hungurverkfalli (þegar við sjáum til) til að reyna að væla út meiri svínasteik. Við pössum upp á að gefa honum ekki neitt reykt eða saltað, þar sem við lásum í blaði að það væri ekki heppilegt. Hlýðin fjölskylda. Simbi braggast vel í verkfallinu sem merkir annað hvort að enn er verið að lauma að honum steikarbitum eða að hann étur sitt venjulega fæði þegar við vitum ekki af (dallurin hans ber það með sér að hann geri hvort tveggja).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2007 kl. 23:24

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta vottast kórrétt & satt, en snýst ekkert fremur um einhverja eina bröndótta til eða frá.

Veikleiki þessi nær einnig til síamskatta & persneska flatfésa, ókynbundið.

Alvöru karlmenn mega nefnilega ekkert aumt sjá eins & til dæmis ............

Ahhh, nú missti ég mig á 'send' takkann, áður en að ég náði að klára setníngunna hér á undan...

Jóleríiskveðjur, Gurrí mín, frá einum veikgeðja ...

Steingrímur Helgason, 27.12.2007 kl. 23:42

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hundar hlýða húsbónda sínum, kettir stjórna húsbónda sínum.  Hinn fullkomni karlmaður býr hjá mér og gerir allt fyrir mig og litlu læðuna okkar.  kær kveðja í himnaríki.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 00:01

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe kannast við þetta. Áttum hvítan og svartan fresskött og Bretinn snerist eins og skopparakringla í kringum hann. Ekki eins viljugur að snúast í kringum þær þrjár læður sem nú búa hér.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 01:01

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hundar halda að þeir séu menn, kettirnir halda að þeir séu guðir   ein fjögurra kisu mamma

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2007 kl. 01:02

18 identicon

Hvar í Dýraríkinu er ég?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 05:29

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Spúsi minn þykist ekki þola köttinn okkar... en þegar hann heldur að enginn sjái til, gefur hann honum harðfisk og rjóma og rækjur. Allt þetta hverfur á hraða ljóssins hér á þessu heimili... þó enginn virðist vera að borða það ...

Jónína Dúadóttir, 28.12.2007 kl. 09:52

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"karlmenn eru eins og kisur, algjör yndi og vilja láta strjúka sér nett og létt, hér og þar og allstaðar!"

Zordis hefur þann næmleika sem þarf til að umgangast konung zkepnunnar

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2007 kl. 11:29

21 Smámynd: halkatla

strákakisur hafa alltaf getað vafið mér um fingur sér með því að höfða til umhyggjusams eðlis míns, þeir þykjast vera svo viðkvæmir, læðurnar afturámóti ná sama árangri með því að gribbast og skamma mig þartil ég hlýði. Núna er að vaxa úr grasi fyrir fótum mér ein skelegg lítil hershöfðingjastelpa sem á ábyggilega ekki eftir að láta sitt eftir liggja, amk ef hún lærir eitthvað af móður sinni. Jæja, best að snúa sér aftur að því að þrælka sér út fyrir kónginn, úps nei ég meina köttinn

halkatla, 28.12.2007 kl. 12:04

22 Smámynd: krossgata

 Já, kettir vefja fólki, sérstaklega karlfólki um fingur sér.  Minn ekta snýst eins og skopparakringla um Kisa og færir honum gæðafæðu (ýsu, rækjur, túnfisk, rjóma) í tíma og ótíma.  Það fyndna er að Kisi vill ekki þessa gæðafæðu, finnst bara gaman að þefa af henni og snúa svo upp á sig. 

Kisi okkar vill bara þurrmat, rándýrt sérfæði keypt hjá dýralækninum og svo finnst honum ljós rúlluterta með sultu alger draumur og getur dundað sér lengi við að reyna opna þessar illyrmislegu nútímaumbúðir utan um kökuna.  Hann þiggur líka alveg bananabita og jólaskraut.

krossgata, 28.12.2007 kl. 14:36

23 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Minns ætlaði að gera vel við Markó minn um jólin. Markó er 3 ára fress. Fékk rækjur handa honum og gaf honum um sex á aðfangadag. Hann sýndi þessu áhuga en ekki meira en það að þetta var nokkurn vegin óhreyft 24 tímum síðar. ég var frekar svekktur að hann skyldi ekki gúffa þessu í sig og liggja síðan afvelta.

Steinþór Ásgeirsson, 28.12.2007 kl. 15:00

24 Smámynd: Fjóla Æ.

Alveg veit ég um hvað þú ert að tala Gurrí. Þegar ungfrú Snati og herra Gormur Högnabörn lyfta kló þá er Mumminn stokkinn af stað til að færa þeim harðfisk, ís, rjóma eða eitthvað annað lostæti. Ekki skrítið að þau systkyn séu að verða komin í hringlótt form.

Fjóla Æ., 28.12.2007 kl. 15:16

25 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er eiginlega búin að skipta um skoðun, held að þetta sé ekki veikleiki, heldur enn eitt dæmið um ljúfmennsku ... þannig að karlar eru sem sagt að öllu leyti fullkomnir, svo segir alla vega erfðaprinsinn! Hann hefur næstum alltaf rétt fyrir sér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.12.2007 kl. 15:55

26 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Haha...

Einhverntíma þegar ég verð í stuði ætla ég að blogga um það þegar kötturinn lagðist í þunglyndi og kallinn færði honum matinn í rúmið.

Takk fyrir skemmtilegt blogg! 

Turetta Stefanía Tuborg, 29.12.2007 kl. 18:32

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar Mali minn vælir breytist ég i bráðið smjér. Í dag tókst honum að loka sig niðri í skúffu (sem ég skil nú ekki hvernig hann fór að) og vældi þangað til ég bjargaði honum úr prísundinni.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 177
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 869
  • Frá upphafi: 1505876

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 709
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband