Stormurinn byrjaður ...

Hviður á KjalarnesiVið erfðaprins ákváðum í morgun að skella okkur á bíó í bænum, Kópavogi of all pleisis, og sjá Gyllta áttavitann. Við vissum svo sem að það ætti að hvessa seinnipartinn en á straumlínulaga kagga kemst maður heim í meira roki en t.d. strætó sem fer ekki ef það eru yfir 30 m/sek í hviðum. Það voru ekki nema 17 m/sek hviður á Kjalarnesi skv. skiltinu í Mosó. Þar sem hviðumælirinn er staðsettur var ljómandi veður en þegar nær dró Hvalfjarðargöngunum og við vorum komin framhjá Grundahverfinu var orðið svolítið blint. Mun meira rok en mælirinn sagði til um feykti snjó yfir veginn og þurftum við að aka hægt og varlega. Svo sáum við nokkra bíla stopp þarna og greinilega hafði orðið árekstur. Einn bíll kominn út af. Vona innilega að enginn hafi slasast. Snilldarökumaðurinn, sonur minn, reyndi að gera bílunum á móti viðvart með því að blikka nokkrum sinnum háu ljósin og vonandi komst það til skila. Fórum til öryggis venjulegu leiðina heim á Skaga en hefðum átt að fara neðri leiðina. Heilmiklir hálkublettir á leiðinni og ekki mjög þægilegt heldur að vera með bíl í rassg... alla leiðina frá göngum. Nú á að fara að rigna og þá þarf að koma fyrir handklæðum og dagblöðum við svaladyrnar, gaman, gaman.

Lýra í Gyllta áttavitanumVið skemmtum okkur konunglega á myndinni, ég bauð prinsinum meira að segja í lúxussal, aldrei keypt mig inn á lúxussýningu áður. Það var ansi notalegt að liggja í leisíboj og maula poppið. Fína og fræga fólkið lét sig ekki vanta. Fyrir aftan okkur sátu Bubbi Morthens og sonur hans og í sömu bekkjarröð Einar Bárðar og elskan hún Áslaug, konan hans. Áslaug var fulltrúi Icelandair í blaðamannaferð sem ég fór í til Þýskalands fyrir nokkrum árum og reyndist alveg frábær. Gaman að hitta hana í hléinu. Eins og ég sagði þá var myndin frábær og mæli ég hiklaust með henni!!!

 ------     ------------        ---------     ---------       ---------

West HamRosalega hefði verið gaman að vera á leik MU og West Ham í dag, arggggg! Mig langar mikið að sjá þessi tvö keppa læf. Það stendur til að fara í West Ham-fótboltaferð til Englands eftir áramót, kannski í febrúar. Ég á miðana og ætla að bjóða erfðaprinsinum með, Mía systir og Sigþór, mávur minn, koma líka en Sigþór er formaður West Ham aðdáendafélagsins á Akranesi, jafnvel á öllu landinu.

Mía og Sigþór gáfu erfðaprinsinum svona treyju í jólagjöf. Ég fékk náttkjól frá þeim ... fegin að það var ekki nál og tvinni. Sjúkkittt! Erfðaprinsinn segir mér að þessi leikmaður sé kominn yfir í MU, sá hlýtur að vera spældur í dag ... múahahhahahaha ...  


mbl.is Stormi spáð á öllu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég var búin að gleyma hléunum í bíó heima. Hér eru engin slík. Hins vegar er það fastur liður að ef ég fæ mér popp og kók (sem er risastór auðvitað) þá þarf ég alltaf að laumast út til að pissa þannig að hlé væri nú bara ágætt. En svona almennt séð er betra að slíta ekki myndina í sundur. Íslendingar hafa hlé svo hægt sé að selja meira nammi! Er það ekki aðalástæðan?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.12.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójú, það er aðalástæðan. Ég er löngu hætt að fara fram í hléinu til að kaupa meira popp og kók, geri þeim það ekki til geðs.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2007 kl. 19:28

3 identicon

Ah hefði alveg viljað sitja við hliðina á Bubba í bíó já líst ansi ílla á þessa storm spá svona í kringum áramótin finnst þetta ömurlegt Að veðurguðirnir skuli gera okkur þetta!!! En ég get montað mig á því að ég ætla á tónleikana hjá Bubba 5 janúar bíð spennt enda mikil Bubba fan eins og sést Hafðu gott kósí kvöld í rokinu hér á skaganum:)

www.blog.central.is/skordal_1 Brynja (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er veður til að halda sig inni við, alveg fram á gamlársdag,  vona að þið verðið ekki haugblaut í himnaríki.   Happy New Year 2008 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, Brynja, Bubbi er frábær! Þú hefðir getað knúsað hann í bíó, engin Hrafnhildur ... heheheheheh!

Ásdís, held að við erfðaprins hreyfum okkur ekki úr himnaríki fram yfir áramót.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2007 kl. 21:35

6 identicon

Ææ ég óheppin en ég knúsa bara gamla bílinn hans í staðin Rance roverinn minn svona er ég nú heppinn að hafa Bubba bíl til að knúsa

www.blog.central.is/skordal_1 Brynja (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:28

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló!

Síðbúin hamingjuósk með glæstan sigur West Ham á Man. Utd. og gott ef ekki annað árið í röð á þessum velli!

Get nú vitnað um að það er já bara ágætt að sitja með Bubba, gerði það nú nokkrum sinnum, en væri nú frekar til í það núna að sitja þétt upp að þér gæskan í dimmu bió!

En ertu eitthvað að skennsast með að Hrafnhildur frænka mín var ekki með? Hún er yndisleg, en mamman er ennþá fallegri!

En skildi veðrið vera orðið brjálað núna þarna?

Vona að Skaginn standi þetta þó af sér!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 00:55

8 identicon

Mig langaði bara svona að bauna því á þig að ef þessi mynd af mælinum sem þú ert að sýna okkur er eitthvað sem þú tókst sjálf í þessari ferð, þá eru 15/17 m/s stanslaus vindur, með vindkviðum einhversstaðar á bilinu 33 og 99 m/s (ógreinileg mynd og ég gleraugnalaus), ekki 17 m/s vindkviður eins og þú sagðir :)

Aðal tilgangur þessa pósts var samt bara að taka undir það að Golden Compass er mjög skemmtileg mynd, en ég myndi ekki mæla með því að fólk taki mjög unga krakka með sér á hana. Ég hugsa að réttast væri að hún væri BI12 þessi mynd, eins og hún getur verið á köflum.

Árni (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 01:57

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Árni, myndin er þrælstolin af google.is ... usssss! Hviðurnar sýndu 17 þegar við ókum þarna framhjá undir kl. 18. Eitthvað orðnar meiri núna, grunar mig.

Held að það geti verið rétt hjá þér með of unga krakka, sérstaklega ef þeir fá að fara einir á bíó. Fór alltaf með stráknum mínum í denn og útskýrði fyrir honum hvað var að gerast. Tók hann (allt of ungan) með á Indiana Jones II og þegar Indy og skrækjandi konan voru að borða apaheila hvíslaði drengurinn: Hvað er þetta? Ég svaraði að þetta væri skál, í laginu eins og api og fólkið væri að borða venjulegt kjöt upp úr henni ... Þá glumdi yfir allt bíóið: Eru þau að borða SKINKU? Ekki það að skinka hafi verið oft á boðstólum á heimilinu. Hehhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2007 kl. 02:12

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fer nánast aldrei í bíó, en ætla í svona lúxusdæmi þegar ég fer næst.  Kveðjur á Skagann og vonandi eruð þið prinsinn upprúlluð í teppi og græjur.  Er farin að lúlla.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 02:21

11 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 06:36

12 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Allavega er ég fegin að brúðkaupsveislan sem ég var að elda fyrir á Skaganum var í gær en ekki í dag - hætt við að það hefði getað orðið matarlítið ef svo hefði verið. Var að hugsa um að kíkja til þín í gærkvöld eftir að borðhaldinu lauk á meðan ég beið eftir fari í bæinn en þá var farið að hvessa það mikið að ég nennti ekki að labba. Samt ekkert mál að keyra í bæinn um miðnættið.

Nanna Rögnvaldardóttir, 30.12.2007 kl. 11:35

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra guðríður

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:39

14 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Ég var einmitt að spá í þessa mynd af vindmælinum.Hún er tekin sunnan við Borgarfjarðarbrúna þannig að ég var alveg búin að sjá fyrir mér hvaða leið þið fóruð heim.Þið slepptuð göngunum og fóruð Hvalfjörðinn,keyrðuð Dragann og inná þjóðveg 1 fyrir neðan Model Venus.Og svo eins og leið liggur undur Hafnarfjall og á Skagann.

Turetta Stefanía Tuborg, 30.12.2007 kl. 14:53

15 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Undir...átti þetta að vera

Turetta Stefanía Tuborg, 30.12.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 76
  • Sl. sólarhring: 263
  • Sl. viku: 768
  • Frá upphafi: 1505775

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband