Gleðilegt ár!

Himnaríki lengst til hægriFór í áramótabíltúr með erfðaprinsinum undir hádegi og tók myndavélina með. Kann samt ekki við að birta enn eina myndina af vita, það gæti fattast. Sáum að Einarsbúð var opin og drifum okkur inn til að kaupa the salat, eitthvað sem Einarsbúð er svo fræg fyrir. Sætt og gott ávaxtasalat með hamborgarhryggnum. Ætlaði að kaupa svona með matnum á aðfangadagskvöld en biðröðin í kjötborðið var svooooo löng á Þorláksmessu. Náði að kyssa elsku kaupmannshjónin, sem ég hef þekkt næstum frá fæðingu, og óska þeim gleðilegs árs. Ellý var stödd þarna líka svo við erfðaprins gátum kysst hana líka. Hún keypti mikið af flugeldum, sagði hún, enda algjör stelpa í sér, hefur mjög gaman af sprengingum og látum. Hún fussaði þegar við erfðaprins spáðum því að hún þyrfti að geyma meirihlutann til þrettándans. Ætluðum að kíkja í Skrúðgarðinn á eftir og kaupa heitt súkkulaði en væntanlega var lokað kl. 12. Knúsa bara Maríu eftir áramótin.  
Mía systir og Sigþór mávur ætla að koma í mat til okkar í kvöld og verður frábært að fá þau. Alltaf hátíðlegra þegar það eru fleiri.

Ef ég næ ekki að blogga meira áður en hátíðin gengur í garð þá vil ég óska ykkur öllum innilega gleðilegs árs. Megi nýja árið færa ykkur ómælda gleði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

Gleðilegt ár til allra í himmnaríki og á skaganum ég vinka þér yfir flóann í kvöld

Gunna-Polly, 31.12.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt ár Gurrí og takk fyrir ánægjulegt bloggár

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðisleg mynd Gurrý. Óska þér alls hins besta á komandi ári í Himnaríki. Takk fyrir snilldar færslur á árinu og vona að ég og aðrir bloggarar munum njóta skrifa þinna á nýju ári. Hafðu það sem allra best.

                                  3 More Kisses3 More Kisses3 More Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 14:04

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Gleðilegt ár til þín og þinna.
Þakka þér skemmtilegan lestur á haustmánuðum.

Linda Lea Bogadóttir, 31.12.2007 kl. 14:39

5 identicon

Gleðilegt ár megi hið nýja færa þér frið og hamingju

Flott mynd...kuldalegt á skaganum núna...er aldrei að fíla þessi nýju hús þarna rétt við hinn dásamlega Langasand....af hverju þarf alltaf að vera að breita hlutum.Þegar blokkir rísa við Vesturgötuna hætti ég að koma upp á Skaga...verður vonandi seint.

Magga (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:44

6 identicon

Sæl Gurrý.

Lestur á þessu dásemdarbloggi hefur reynst mér vel. Í vatnsveðrinu mikla flæddi innum alla glugga hér og eftir að handklæði fór að skorta mundi ég eftir því að hafa lesið að himnaríkisdrottningin notaði dagblöð til að hafa hemil á vatninu, hermdi eftir þér og viti menn, allt annað líf. Næsta bók úr himnaríki verður svona ráðgjafabók heimilanna.

Takk fyrir góða stund á árinu.

Harpa og gengið.

Harpa baðhúsmyndadama (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:47

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Gleðilegt ár Gurrí mín. Það fór sem sagt svo að við hittumst ekki á árinu, þó við höfum örrglega oftar en ekki verið á sama tíma í Einarsbúð, eða næstum því. Það er bara gaman að eiga óvæntan hitting í matvörubúð yfirvofandi, á næsta ári. En ef við verðum ekki búin að hittast þar af tilviljun fyrir næstu áramót, legg ég til að þú gangir til Völvunnar og fáir svar við því hvort almættið standi í veginum, eður hvað.

Takk fyrir upplífgandi skrif árið 2007.

Þröstur Unnar, 31.12.2007 kl. 15:14

8 Smámynd: Rebbý

áramótakvitt - kíki enn reglulega þó ég sé ekki nægileg dugleg að kvitta
GLEÐILEGT ár og takk fyrir allt lesefnið frá þér á árinu sem er að ljúka

Rebbý, 31.12.2007 kl. 15:27

9 Smámynd: www.zordis.com

Hafðu það gott kæra kona, megir þú upplifa þústundfalda ást og ekki verra að þú farir að hitta föngulegan karlpening sem býr í sama bæjarfélagi og þú!

Njóttu þín í faðmi fjöslkyldunnar í kvöld sem önnur!

www.zordis.com, 31.12.2007 kl. 15:36

10 Smámynd: Guðjón Bergmann

Gleðilegt nýtt ár.

Guðjón Bergmann, 31.12.2007 kl. 16:07

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:48

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilegt ár og bestu þakir fyrir bráðskemmtilegt blogg sem kallar alltaf fram bros og hlýjar hugsanir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 18:29

13 identicon

Núú!.. Myndin er þá tekin uppi á Skaga eftir allt saman. Verð að viðurkenna að mér flaug í hug þýsk litmynd af Stalingrad

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 1565
  • Frá upphafi: 1460498

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1246
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband