Fjörið að hefjast!

Gamlárskvöld 2007Við erfðaprinsinn sitjum hérna tvö ein í kósíheitum og höfum verið að horfa á Bubba. Gestirnir fóru í fússi strax eftir matinn af því það var majónes í hrísgrjónasalatinu. Nei, djók. Þau langaði til að leggjast í eigin leisígörls og dorma, enda illa sofin. Landsbankinn á Akranesi var opinn í morgun og þar var Sigþór. Krembrauðsverksmiðjan var líka opin og þar var Mía fremst í biðröðinni fyrir kl. fimm í morgun, það er nefnilega eldgamall siður hér á Skaganum að kreista krembrauð þegar klukkan slær 12 á miðnætti. Það boðar eitthvað æðislegt, eilífa nammidaga og svona.

Maturinn heppnaðist stórkostlega. Samkvæmt Matreiðslubók Nönnu á ekki að sjóða hamborgarhrygg í kássu! Ég frétti það í gær. Sauð því 1,9 kg hrygg í 40 mínútur og lét hann liggja aðeins í soðinu. Svo frétti ég á aðfangadag að maður notaði aldrei blásturinn í ofninum á kjöt, bara kökur, þannig að ég gljáði hrygginn í 10-15 mín í sjóðheitum ofni án blásturs. Þetta varð líka safaríkasti og besti hamborgarhryggur í manna minnum í himnaríki. Reyndar sá fyrsti síðan ég flutti. MaturinnMía sósusnillingur bjó til gljáann og gerði líka hrikalega góða sósu með. Ég hætti við að brúna kartöflurnar þar sem sykurhúð var á hryggnum og sætt ávaxtasalatið í Einarsbúð fullnægði allri sykurþörf, það reyndist vera rétt ákvörðun.
Þegar ég bauð systur minni og mági sagði ég þeim í leiðinni að þau mættu alveg fara strax eftir matinn og þyrftu ekkert að hanga yfir okkur allt kvöldið ef þannig stæði á. Þau virtust alveg dauðfegin að sleppa, elsku dúllurnar. Fyrsta verk þeirra, eftir að erfðaprinsinn skutlaði þeim heim, var að fara í gönguferð til að gefa krummunum ýmsa afganga úr frystinum. Svo átti bara að setjast niður og hafa það gott yfir sjónvarpinu.

Við erfðaprins horfum t.d. alltaf á annál ársins á Stöð 2. Á nýársdag sest ég svo niður og glápi á RÚV-annálinn í endursýningu. Eftir þann gjörning sleppi ég tökunum á gamla árinu og hugsa aldrei um það aftur ... ALDREI!!! Maður lifir sko ekki í neinni fortíð á þessum bæ. Jæja, annállinn er byrjaður ... það heyrist líka í flugeldum, æði!
 

Er að hugsa um að skrifa smá blogg-annál á morgun. Ótrúlegustu hlutir hafa gerst á árinu, ég mun birta sjokkerandi myndir og afhjúpa dularfull atvik. Ryksuguróbót, Sverrir Stormsker og fleiri stórmenni munu leika stór hlutverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

GLeðilegt ár enn og aftur.  Þetta er ansi girnilegt.

Hér var hryggur ala hefðbundinn, borðaður á náttfötum (nánast) við erum svo hryllilega afslöppuð ég og bandð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 21:54

2 identicon

Hallóooo, maður brúnar ekki kartöflur, aldrei, mundu það, við veltum þeim uppúr karamelusósu þar til lyktin líkist pestinni sem þú finnur í Nóa Síríus brekkunni.

nonni (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, mun aldrei segja BRÚNA aftur ... enda hljómar mun betur að orða þetta eins og þú gerir. Takkkkkk, Nonni.

Við erum líka hrikalega afslöppuð hérna, Jenný og það er best!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 903
  • Frá upphafi: 1505910

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband