31.12.2007 | 23:53
Fínasta áramótaskaup!
Fínasta skaup. Mörg fyndin atriði. Nenni reyndar aldrei að setja mig í stellingar og bíða eins og herptur handavinnupoki (munnsvipurinn) eftir því að þetta fólk þarna í sjónvarpinu láti mig hlæja stanslaust í klukkutíma. Það er eflaust erfitt að gera öllum til hæfis. Sum atriðin höfðuðu mjög til mín, önnur ekki og það er bara allt í lagi. Gat útskýrt brandarann um hamingjusömu hjónin í fjörunni fyrir erfðaprinsinum, setti nefnilega myndbandið með íslensku, hamingjusömu Herbalife-hjónunum á bloggið mitt fyrr á árinu, ýmsum bloggvinum til skemmtunar. Lúkasinn og bloggvinamótið rosafyndið og fleira og fleira. Hlakka til að horfa á það aftur á Netinu.
Til að þurfa ekki að afplána sirkusinn (slæmar æskuminningar, erfið bið eftir áramótum) setti ég á Stöð 2 plús og ætlaði að sjá Anchorman sem er nokkuð fyndin mynd. Þá voru Stuðmannatónleikarnir enn á, hryllilegt sjónvarpsefni, eflaust gaman fyrir aðdáendur að vera á sjálfum tónleikunum en þetta höfðar ekki til mín í sjónvarpi. Ég hafði reyndar mjög gaman af Stuðmönnum á áttunda áratugnum og Í bláum skugga er enn eitt af uppáhaldslögunum mínum.
Það hvín og blæs í himnaríki en hugumstórir Skagamenn láta rokið ekki aftra sér frá því að sprengja. Ef ég rýni út um gluggann sé ég flugeldana yfir höfuðborgarsvæðinu líka, leitt að skyggni skuli vera svona slæmt.
Það eru 8 mínútur eftir af gamla árinu. Best að fara að varalita sig ... og kyssa svo erfðaprinsinn á báðar kinnar á slaginu tólf! Múahahhaha! Engin áramótaheit verða þetta árið. Las að slíkt yki á streitu. Held að það sé heilmikið til í því.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 229
- Sl. sólarhring: 235
- Sl. viku: 921
- Frá upphafi: 1505928
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 752
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 172
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mér fant nú bara REMAX AUGLÝSINGIN FYNDNUST HAHAHAHAHHAHAH... þvílík veruleikafyrring.... Fólk að faðma húsið sitt og gefa frekar íbúðinni sinni gaum en nokkurn tíman ástvinum.. LÝSINANDI DÆMI UM AUÐVALDSHYGGJU OG EIGINHAGSMUNASEMI Á HÁU STIGI:
Brynjar Jóhannsson, 1.1.2008 kl. 00:11
Hehehehehhe! Ætti að vita það, bý í himnaríki ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:12
Já, Brynjar, sá reyndar bara hluta, hljóp fram til að búa mér til latte. Bráðfyndin auglýsing.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:13
Gleðilegt ár, mín kæra. Takk fyrir árið sem liðið er.
Kærleikur af Skaganum.
SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:36
Gleðilegt nýtt strætisvagnaástarævintýrabókalesturstónlistarogfótboltaár fröken Guðríður!
Þakka þér fyrir liðið gjafmilt ár, þó þú mæ´ttir að ósekju segjast elska mig sjaldnar!
Þarft ekkert endilega að horfa aftur á netinu, endursýnt skilst me´r um nk. helgi.
Svo vona ég nú að þú hafir nú kjassað strákin betur en á báðar kinnar, ég hefði nú rembingssleikt allt hans fagra andlit í þínum sporum!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 00:38
Gæfa og lukka fylgi yður og þínum á nýbyrjuðu ári.Mér segist svo hugur að þettað verði árið sem að við leggjumst í lærdóm.Lærum að meta það sem við eigum og höfum,og lærum að hætta eða að minnka að taka þátt í þessu gengdarlausa lífsgæðakapphlaupi,tildæmis ég hef aldrei, komið í Smáralindina og aðeins tvisvar farið í Kringluna þá þegar hún var,nýopnuð. Handavinnupoki?Hvernig datt þér þessi samlíking í hug,,,hún er góð. Skaupið,,var,,drasl.
jensen (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 00:40
Þegar maður fær tækifæri til að skrifa grín ofaní fólk á tíma þar sem um 95% þjóðar horfir á og maður fyllir þann tíma af reffrensum sem svona 17% þjóðarinnar þekkiir eins og t.d. Lost ofl... Er maður þá ekki með öllu vanhæfur í skaupssköpun? Óskar með kynningarmyndbandið sitt, það var fyndið, það er þegar Óskar gerði þetta en að gera grín að því sem slæmt er fyrir, það getur bara aldrei verið fyndið.
Vona að Óskar verði fenginn í djobbið að ári, eða bara að Flosi Ólafs verði sóttur í sveitina. Þetta fólk má aldrei meir nálægt skaupi koma.
Hregviður (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 01:19
í níundu færslu er ég að tala um 2 óskara, Óskar Herbalifepýramídasölugerpi og svo Óskar leikstjóra sem kann að gera skaup.
Hreggviður (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 02:12
Mér þótti skaupið, frekar fyndið í ár. Allir hinir sem ég hef hitt eru mér ekki sammála
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2008 kl. 02:35
Sammála þér með skaupið.. mér fannst það meiriháttar ! og sammála þér með Stuðmenn.. held að þetta sé í svona 10 skiptið síðan ég man eftir mér að Stuðmannatónleikar hafa verið sýndir í sjónvarpinu á áramótum... GEISP! og ekki var tónleikaefnið á RUV skárra og blogg blogg blogg blogg og blogg blogg blogg.... svo kvótað sé í skaupið
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir frábært blogg á árinu sem er að líða..
Björg F (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 02:50
Skaupið, já gott að mörgu leiti en....flugslys og stél vélarinnar var eins og stél Flugleiðaflugvéla, nei takk, ekki sniðugt. Mér er sagt að þarna hafi verið að vísa í e-a sjónvarpsþætti sem heita Lost. So what, ég hef aldrei séð slíkan þátt svo þetta sló mig VERULEGA ILLA, segi ekki meira. Hélt áfram og áfram, hálft skaupið í gegn. Það eina sem stendur eftir já mér.
Kveðja
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 03:07
Gleðilegt nýtt ár og farsællt og frískt BLOGG hjá þér áfram.
Þakka þér það.
já,Ég lagðist til svefns upp úr 2115 í kvöld á meðan áramótaskaupinu stóð, ég fór nefnilega snemma á fætur( kl 5 í morgun) ,kom svo endurnýjaður 2 tímum seinna eða eitthvað um 2330 og fór úr því gamla inn í að nýja. Líst bara vel á þessi umskifti. Lifið heil.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 04:46
Gleðilegt nýtt ár og þakka það liðna. Sjáumst og skjáumst á nýja árinu
Svava S. Steinars, 1.1.2008 kl. 05:49
Gleðilegt ár Gurrý og takk fyrir bloggin þín árið 2007 og viðkynninguna!
Hvað er þetta eiginlega með Einarsbúð og okkur? Ég sé þig aldrei - eða er ég sjónlaus?
Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 09:41
Hvenær var þetta skaup?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 12:33
Gleðilegt ár Gurrí mín og Guð hvað það er kósí í himnaríki. Hef aldrei séð þennan "angle" fyrr, þ.e. betri stofuna. Erfðaprinsinn er eins og breskur greifi þarna við borðið í "lounginu".
Takk fyrir skemmtileg bloggkynni og auðvitað hittumst við á nýju ári.
Smjútsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 13:52
Við erum bara svona algjörlega sammála með skaupið og stuðmenn. Mér fannst hægt að hlægja að mörgum sketsum en Stuðmenn eru orðnir mjög þreytandi uppfyllingarefni. VIð hjónin horfðum á Dodge ball og hlógum eins og alltaf. Nú er Simpson the movie í tellanum hjá okkur, óborganleg. Hafðu að gott í himnaríki.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 15:28
Tekur enginn eftir samtali kattanna á gólfinu ? erfðaprins er flottur...en ég missti af skaupinu eins og í fyrra. Ég held að ég lifi það alveg af..lifði það af í fyrra.
Takk fyrir árið og heimsókn og allt gott. Bestu kveðjur til ykkar beggja...
Ragnheiður , 1.1.2008 kl. 15:30
Ástæðan fyrir því að stór hluti fólks var farið að skjóta upp 21:40 var sökum þess að 10 mínútur af þessu skaupi voru eins og 2 tímar og 20 mínútur að manni fannst.
Einusinni var þemað "Skaupinu stolið" að þessu sinni var það myrt. Eðlilegt kannski þar sem glæpir ágerast alltaf.
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 16:17
Æ áramótaskaupið!
ekki orð um það
Gleðilegt ár kæra frú GuðRÍÐUR hehehehe.
Guðrún Jóhannesdóttir, 1.1.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.