Vegið úr launsátri

BaðherbergiFimmtudagurinn var ekki auðveldur dagur. Hann var eiginlega alveg hræðilegur. Gefin var út sú fyrirskipun á Akranesi að bæjarbúar ættu að vera vatnslausir lungann úr deginum. Yfirvöld gera stundum svona hluti til að kúga alþýðuna. Þetta var náttúrlega grimm aðför að persónufrelsi mínu og miðaðist að því að halda mér frá baðkerinu, athvarfi mínu í lífinu. Ónotaðar baðbombur lágu í hrúgum inni á baði og rykféllu.

Bloggið skiptir máliEkki nóg með það, heldur var ráðist á annan grunnþátt lífs míns, jafnvel á enn grimmdarlegri hátt, sjálft Moggabloggið. Það var óendanlega sárt að vita til þess að ástkærir bloggvinir, þ.a.m. sjálfur erfðaprinsinn, gætu ekki bloggað eða fengið komment á skrif sín. Ég sá fyrir mér skælandi bloggara í þúsundatali og ekki bara það, heldur færslan sem ég skrifaði eldsnemma þennan morgun gat ekki breytt lífi eins eða neins allan heila daginn.  

ÓpiðVatnið var tekið af Akranesi frá klukkan 9 til 18. Það hefði getað reynst örlagaríkt ... Rúmum tveimur tímum áður var ég reyndar flutt með strætisvagni til Reykjavíkur, ásamt nokkrum örvæntingafullum Skagamönnum. Nægilegt heitt var að finna í heittelskaðri höfuðborginni.  Ég kom heim kl. 17.30 og þurfti því að verja heilum hálftíma án heita vatnsins og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ekki gat ég huggað mig við blessað bloggið því að það var lamað langt fram á kvöld. Að vísu kíki ég örsjaldan á það í vinnutímanum vegna annríkis en þeim mun meira á kvöldin og um helgar. Samt sem áður upplifði ég þennan dag að vegið hefði verið að tveimur stærstu grunnþörfum lífs míns og það úr launsátri.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Skandall skandall !

Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég missti eiginlega af þessum hremmingum, hvað var ég eiginlega að gera, las um þetta bloggleysi í blöðunum, jamm. En það er öllu alvarlegra með Akranesvatnið, vona að þetta smitist ekki. Skreflengd Kópavogsbúa og öndin í Pétri og úlfinu varð síðan Álftnesingum að falli í Útsvari og í svipinn sé ég aðeins einn kost við það, þeir munu ekki mæta ykkur Akurnesingum í úrslitaþættinum, svo ég þarf ekki að kveljast við að skipta loyalitetinu mínu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.1.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

.... meinti: úlfinum ... og ég hefði líka geta svarið að þetta var öndin, en ekki afinn sem átti þetta stef, þannig að ég stend með mínu liði og harma það að afinn stal stefi andarinnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.1.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þú hefur aldeilis trú á okkur Skagamönnum ... ég er í losti að þurfa að mæta Ísfirðingum (doktorunum og svona), en auðvitað fer þetta allt eftir spurningum. Ég get víst ekki treyst því að fá Oliver Twist aftur ... hehehehehe. Já, ég var spæld yfir þættinum í gær, hélt auðvitað með Álftanesi!

Já, Ragga, þetta var skandall!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.1.2008 kl. 19:36

5 identicon

Láttu ekki svona, ekki að koma heimsendir. Það verður ekki fyrr en þeir endursýna versta skaup allra tíma...

.....bíddu bíddu, NEI HVUR ANDSKOTINN!!!!!!!!!!!!!!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Uss, eins og ég sagði við Jennýju, hvers vegna komuð þið ekki í heimsókn til okkar, wordpress og blogspot voru alveg uppi.

Ég vissi alveg þetta með afann, öndin er klarinett (munið stefið þegar öndin syngur úr maga úlfsins í lokaþættinum). Sárast fannst mér með Jakob úr Bangsímon, Álftanes hefði bókað getað hinar spurningarnar í þeim flokki :'(

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 20:48

7 identicon

kæra Frú Gurrí, mér þykir leitt þetta með baðið þitt, þú ættir bara að vera hér á NLFí í Hveragerði, hér er nóg vatn til að baða sig í, allkyns heit slökunarböð eitthvað fyrir bakverki, og ég tala nú ekki um leirinn.

kv siggi úr norðlingaholtinu (áður Hávallag)

siggi (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:00

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, reyndar var Bangsímon líka hluti af falli þessa frábæra liðs. En fjórir Álftnesingar ættu ekki að geta haft rangt fyrir sér (með öndina). Ég sem er alin upp með Pétri og úlfinum var alveg pottþétt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.1.2008 kl. 00:02

9 identicon

Já það var farið að kólna ansi mikið þegar vatnið kom loks á þennan heitvatns dag en slapp fyrir horn Er enn í Sæluvímu svíf á bleiku skýi eftir all svakalega flotta Bubba stórsveita tónleika bara snild og kallinn var svooo flottur í smóking þó er hann alltaf sætur

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:54

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gömul saga og ný, laun heimsins oftar en ekki vanþakklæti!

Já, þannig var nú það,

þetta jú átti ´sér stað

Gurrí greyi,

gefið var eigi

Að blogga né bara í bað!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.1.2008 kl. 03:54

11 Smámynd: www.zordis.com

Sumir dagar eru einfaldlega þjáning!  Óska þér gleðilegs dag þrettándans, þú ferð vonandi í prinsessugallann og syngur lagið um álfa og tröll í kvöld???

www.zordis.com, 6.1.2008 kl. 10:16

12 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Íslenskur fasismi -- halda lýðnum kúguðum

Halldór Sigurðsson, 6.1.2008 kl. 12:04

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Þeir" eru að gera líf okkar að helvíti, smátt og smátt, sannaðu til

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 229
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 1505928

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 178
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband