6.1.2008 | 18:37
Tommi úti á svölum
Er orðin endanlega fullviss um að himnaríki sé miðpunktur alheimsins. Þrettándabrennan fór fram hérna fyrir neðan austursvalirnar og fjöldi fólks söng jóla- og nýárslög við eldinn. Glæsileg skrúðganga álfa og huldufólks kom eftir Jaðarsbrautinni og dansaði í kringum brennuna á þyrlupallinum. Síðan var glæsileg flugeldasýning í boði Akranesborgar.
Erfðaprinsinn viðraði mig aðeins á kagganum fyrr í dag og auðvitað fórum við í Skrúðgarðinn. Líka í BT þar sem ég keypti hræódýrt minniskort í myndavélina mína. Í tvö ár hef ég bara getað tekið 16 myndir í einu. Við sáum að fartölva erfðaprinsins hafði lækkað um 20.000, ógisslega spælandi, svona er lífið, hefði hinn kaldlyndi, fyrrverandi eiginmaður sagt.
Fyrir utan Skrúðgarðinn var elskan hann Tommi bílstjóri, alveg að fara að leggja af stað með farþega til Reykjavíkur. Mér tókst að smella nýárskossi á hann og litlu munaði að strætó færi ekki síðdegisferðina, segi nú svona. Hehhehe. Tommi minnti mig á að það væri hlaupár og sagði hann eitthvað um mannfórnir sem ég heyrði ekki alveg því að hann hafði hlaupið öskrandi inn í vagninn og lokað. Mér dettur ekki í hug að fórna Tomma þótt það sé hlaupár. Hann var orðinn loðnari í framan (skegg) en alltaf jafnbrosmildur og frábær. Náði samt að segja honum að þegar ég hefði tekið strætó undanfarið hefðu bara verið einhverjir aðrir karlar undir stýri, Heimir og Kiddi og svona. Samt ágætir.
Við keyptum nokkra flugelda sem erfðaprinsinn skaut upp af alkunnri snilld meðan á brennunni stóð. Ég stóð úti á svölum í smástund með Tomma í fanginu (köttinn) til að sýna honum brennuna. Hann var bæði áhugalaus og vanþakklátur svo að ég sleppti honum og naut þess ein að horfa úr dyrunum. Mér tókst síðan einhvern veginn að loka hann úti á svölum. Þegar erfðaprinsinn kom heim þremur mínútum seinna uppgötvaði hann þetta og horfði ásakandi á mig. Nú er Tommi í gjörgæslu, búinn að fá uppáhaldsmatinn sinn og auðvitað knús og klapp á fjögurra sekúndna fresti.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 208
- Sl. sólarhring: 372
- Sl. viku: 900
- Frá upphafi: 1505907
Annað
- Innlit í dag: 167
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 161
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég las þetta eins hratt og ég gat, ég var mest hrædd um að þú værir búin að loka blásaklausan strætóbílstjóra á svölunum. Mín kæra systir er öryggisfulltrúi hjá Strætó og ég var kominn með gsm símann til að láta hana vita að vagnstjóra í vandræðum !
Svo var það bara kisinn......pifff...en gott að prinsinn bjargaði kisanum
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 18:47
Heyrðirðu mína fögru rödd hljóma? Ég tók sko virkan þátt í söngunum!!!
Já...takk fyrir síðast, mín kæra.
SigrúnSveitó, 6.1.2008 kl. 19:34
Gleðilegt ár Gurrí og takk fyrir skemmtilegu skrifin þín.
Já það má sko segja að flugeldasýningin á skaganum hafi verið hreint frábær....algjörlega glæsileg....sjaldan séð annað eins.
Kv.
Sigga (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 19:36
Þú hefðir átta að minna Tomma á að á hlaupársdegi mega konur biðja sér manns. Spurning hvort kappinn hættir sér út fyrir dyr daginn þann.
Bara svona smá ábending Þetta er auðvitað löngu orðið úrelt...
Turetta Stefanía Tuborg, 6.1.2008 kl. 20:13
Knús á Skagann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 21:59
Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 22:15
Þrettándaknús til þín.
www.zordis.com, 6.1.2008 kl. 22:45
En spennandi þetta með að kona megi biðja sér strætómanns á hlaupári....Annars finnst mér að þú eigir að giftast nágranna mínum í næstu götu sem sprengir og sprengir og er að sprngja í mér hljóðhimnurnar. Hann væri best geymdur á skaganum...innan um ketti og klóka konu eins og þig.
Knús mús.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 23:02
Takk fyrir síðast
Bryndís R (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:05
Gleðileg jólalok.Eða er ekki sagt svoleiðis.hehehehehehe.Nú tekur hversdagsleikinn ,við íþróttir hjá mér í fyrramálið og boldið hjá þér og mér seinnipartinn.Ég klikka ekki á annarri endursýningu.Takk fyrir síðast.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:50
segir maður ekki gleðilega jólarest það var a.m.k. sagt í minni sveit.
Þú hefur stúkusæti í himnaríki við hina ýmsu atburði hér að skaganum Gurrí
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.1.2008 kl. 00:18
Gleðilegan þrettánda, og gott að Tommi er bara áhugalaus en ekki hræddur!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.1.2008 kl. 01:17
Eða er hann hræddur, merkir þetta með knúsið eitthvað annað en að þið séuð kattavinir fram í fingurgóma :-?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.1.2008 kl. 01:18
Horfði nú bara á Fugeldasýninguna heiman frá mér en mikið var þetta glæsilegt hjá þeim í ár unun að horfa Hafðu góða Vinnuviku
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:06
Tak for sidst
Nú er bókaspjallið í gangi á síðunni minni, vildir þú senda inn aths?
Marta B Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.