Eftirsótt ... eða bara ofsóknir?

Flúið undan tryggingasölufólkiUndanfarnar vikur hefur tryggingasölumaður mikið reynt að ná fundi mínum. Hann vill að ég skipti um tryggingafélag og fari að tryggja hjá sér, félagi sem tengist bankanum mínum. Ég skil ekki áráttu sumra að vilja alltaf hittast og funda. Vinnan mín býður ekki upp á slíkt slugs og frítímann er ég líka nísk á. Bankinn minn sér um að greiða tryggingarnar mínar í gegnum greiðsluþjónustu og ég sagði manninum að hann hefði leyfi mitt til að fá út upphæðina sem ég greiddi árlega. Síðan skyldi hann gera mér tilboð símleiðis og ef mér litist eitthvað á það væri fyrst kominn grundvöllur fyrir að hittast. Það var ekki nógu sniðugt, fannst unga manninum, ég þyrfti að skrifa undir.“  „Nú, ég er ekki búin að samþykkja neitt, undir hvað þarf ég þá að skrifa?“ Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég vil ekki hitta manninn fyrr en ég heyri tilboðið og hann vill veiða mig augliti til auglitis, held ég. Honum hefur eflaust verið kennt það að fólk segði frekar nei í síma ... samt var ég búin að samþykkja að skipta ef ég fengi nógu gott tilboð. Eftir að „minn maður“ í tryggingafélaginu fór á eftirlaun finnst mér í lagi að sýna glyðruskap í þessum málum og skipta ... ef tilboðið er gott.

Ingólfsstræti sællar minningarHeld að það bitni á manninum að vægast sagt afar ákveðin kona var allt í einu búin að koma mér bláfátækri inn í sönnlæf-líftryggingar fyrir mörgum árum. Eflaust ágætis fyrirtæki en það sveið þó sárt að horfa á fimmþúsundkall hverfa í gin félagsins mánaðarlega í c.a. 2 ár áður en söfnun hæfist hjá mér. Í samráði við greiðsluþjónustuna ákvað ég að hætta sönnlæfinu eftir nokkra mánuði þótt það þýddi að ég kveddi endanlega nokkra tugi þúsunda. Ég hringdi og sagði þessu upp en samt var dregið af vísakortinu mínu tvisvar eftir það. Á endanum bað ég Vísa um að loka kortinu mínu ... og þá hófust símhringingarnar. Ég man eftir sjálfri mér á Ingólfsstræti, rétt hjá Sólon reyna að sannfæra konuna sem hringdi að ég væri hætt ... þrátt fyrir að það kostaði að ég yrði bláfátækt gamalmenni. En ég losnaði og keypti líftryggingu og söfnun hjá tryggingafélaginu mínu ... og nú ágirnist annað tryggingafélag mig. Það er munur að vera svona eftirsótt þótt ég kysi það á öðrum vettvangi líka. Ég sé alveg fyrir mér karla í biðröðum fyrir utan himnaríki að bjóða mér á Galito eða Trocadero eða Skrúðgarðinn ... já, og svo er orðið ALLT OF langt síðan einhver hefur beðið mig um að taka þátt í fegurðarsamkeppni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Ég kannast sko við þetta.

Við hjónakornin létum tilleiðast enda kunni maðurinn sitt fag.Við fengum reyndar ágætis tilboð eða þannig.Síðan þegar allar tryggingarnar voru farnar yfir hafði gamla tryggingarfélagið samband og bauð enn betri díl.Þannig að við færðum allt til baka.Annast er ekki galið að láta gera tilboð í tryggingapakkann og ef það er umtalsvert lægra þá fer maður til síns tryggingafélags og spyr hvort maður geti ekki fengið betra tilboð.

Turetta Stefanía Tuborg, 20.1.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, góð hugmynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:30

3 identicon

Muna bara að koma aldrei nálægt VÍS. Viðbjóðslegt batterí, áttu að bæta mér 70 þús króna síma en sögðu í meira en hálft ár að "skýrsla hefði týnst" sér er nú hver fagmennskan. Ég leit á þetta sem þjófnaðartilraun, það var ekki fyrr en ég sendi á margar adressur hjá VÍS og cc á 3 félaga í fjölmiðlun að þeir borguðu mér 70 þús krónurnar og reyndar 100 þús betur, sem mig grunar að hafi átt að vera til að þagga niður í mér. En ég bara fæst ekki keyptur og því segi ég nú frá þessu í hundraðasta skipti og held því áfram :)

Dóli Flændi (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Reglulega fer eiginmaður minn í heimsókn í tryggingafélagið okkar og situr það í um það bil klukkutíma. Ég er alltaf nokkrum þúsundköllum ríkari eftir hverja heimsókn. Ég held að skýringin hljóti að vera sú að maðurinn geti verið svo afburðaleiðinlegur að þeir borgi honum fyrir að fara.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Við erum hæstánægð hjá Verði, höfum fengið mjög fína þjónustu, snarlækkaði reikningurinn og við fengum meira að segja hærri bætur en ég bað um, þegar hjólinu skottunnar var stolið í fyrra.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

i-can-haz-insurence-i-soberz-i-swea.jpg Insurence image by Lovesmetenderlovesme

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.1.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Er ein af þessum sem fer eiginlega aldrei vel út úr tryggingum, slasast ,,vitlaust" símanum hans Ara var stolið ,,vitlaust"  og þannig mætti lengi telja. Þannig að ég velti því ekki mikið fyrir mér hvernig okkar tryggingum er háttað. Þó á ég eitt jákvætt tryggingadæmi í söguskránni, þegar gamla fartölvan fékk andlitslyftingu. Hún var nýkomin úr ábyrgð en hins vegar var Visa-tryggingin enn gild og ég fékk sem sagt nýjan skjá þegar sá gamli dó. Held að tryggingamaðurinn hafi verið mest hissa á að ég vildi ekki fá uppí nýja tölvu, heldur bara fá gert við þá gömlu. Hún er enn í notkun komin á sjötta eða sjöunda árið, það er ábyggilega hár aldur á fartölvu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2008 kl. 18:55

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tryggi hjá VÍS og keypti mér líftryggingu þegar ég var 19 ára, þetta hefur dugað mér vel.  Passaðu þig að skrifa ekki undir neitt nema kynna þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er búin að fá nokkrar hringingar á síðustu vikum frá tryggingaráðgjöf, þeir vilja skoða hvað ég get grætt á því að samþykkja ráðgjöf.  Þegar ég spurði ráðgjafann "hver borgar launin þín" sagði hann, það tryggingarfélag sem býður þér bestu kjörin eftir ráðgjöf.  Ok ég var snjöll og hringdi í tryggingarfélagið mitt og fékk ég auka 20 þúsund króna afslátt af minni tryggingu.  Ein sparsöm og hyggin

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2008 kl. 01:35

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tryggingasölumanninn langar bara að hitta þig og reyna að taka þig á löpp. Farðu bara varlega, hann gæti verið að reyna að tryggja sér Himnaríkisvist!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2008 kl. 01:53

11 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, vill sölumaðurinn ekki bara hitta hina landsfrægu Gurrí? ;)

Annars hef ég nokkrum sinnum fengið tilboð í allan tryggingapakkann og Sjóvá hefur alltaf verið dýrast. Hef ekki góða reynslu af því að innheimta tjón hjá Verði. Lögfræðingurinn minn fullyrðir að TM sé sanngjarnast ef maður verður fyrir tjóni, og þeir eru líka sanngjarnir í verði, svo að ég er þar.

Svala Jónsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 653
  • Frá upphafi: 1506006

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband