Beðið eftir eldingum ...

Flottar eldingarBúið var að spá þrumuveðri við Faxaflóa í dag en ég er að verða ansi vondauf um að sjá spennandi eldingar. Sit í stúkusæti hér við skrifborðið og get auðvitað lítið gert nema vona. Hér er bara unnið og drukkið latte. Hlusta á landsleikinn af þreytulegu áhugaleysi. Hef ekki verið spennt í handbolta síðan Siggi Sveins var einn aðalkarlinn og Kristján og þessar gömlu hetjur. Viðurkenni að ég fór í róandi bað eftir leikinn við Slóvaka, var sallaróleg á meðan við vorum tíu mörkum yfir en ef sá munur minnkaði þá ... Setti samviskusamlega sjö galdradropa frá Möggu í baðið og varð svo róleg í baðkerinu að ég fór næstum að slefa. Nú akkúrat er tveggja marka munur og ef ég fer að fylgjast meira með þá gæti ég þurft 14 dropa bað. Jæja, best að halda áfram að vinna. Nú er fjögurra marka munur, ég get þetta ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki minnast á handbolta. AAAAAAARRRRRRRRRGGGGGGGGGHHHHHHHH. Var vegalausi útlendingurinn á Akranesi að leita að þér?

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:28

2 identicon

Kvitt kvitt

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt hið versta boltamál.  Held ég horfi ekki á fleiri leiki.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 20:00

4 identicon

Hlauptu út í þrumuðverðinu með flugdreka með vír í stað girnis.

....þá kannski færðu einhverja "spennu" í líf þitt!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:00

5 identicon

Ég er sammála Önnu með krullið.

En hvar fær maður svona töfradropa?

Jón Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:21

6 identicon

úbbs... galdradropa átti ég við.

Jón Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:22

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég veit það ekki, Jón Kristinn. Möggu minni væri alveg trúandi til að hafa bruggað þá. Henni er margt til lista lagt. Ég skal spyrja hana að þessu og opinbera það fyrir alþjóð.

Takk, Breiðholtshatari, þú ert öðlingur!

Hvaða handbolti?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2008 kl. 07:39

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jón Kristinn. Magga vinkona skellti sér á ilmolíunámskeið og bruggaði handa mér þessa frábæru dropa. Veit ekki hvað svona dropar fást þar fyrir utan ... sorrí! Nú er bara að kynnast Möggu :)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband