Strætóbílstjóri í stuði, elding og kvikindisleg kaffimóðgun

Aukabílnum í morgun ...Við Ásta lögðum af stað nokkru fyrr en vanalega í morgun, eða kl. 6.40 um miðja nótt, og kipptum Sigþóru með okkur við íþróttahúsið. Það var lærdómsríkt að lenda fyrir aftan aukabílinn sem við náðum í skottið á skömmu fyrir göng. Hann hleypti sem betur fer engum fram úr sér þegar úr göngunum var komið, eins og stærri bílar gera gjarnan, heldur hélt sig á báðum akreinum alveg þar til mjókkaði í eina. Enda ók hann alveg nógu hratt fyrir þá sem fyrir aftan komu. Það var frábært að hafa svona stóran og traustan bíl fyrir framan okkur sem stjórnaði hraðanum á Vesturlandsvegi. Hélt að aukabílstjórinn hefði samt nóg með að ala upp farþegadruslurnar sem geta aldrei að þeir eigi að fara út að aftan, líka þeir sem sitja fremst, og að hann stoppi ekki fyrir neinum nema viðkomandi hringi bjöllunni. Við Grundahverfið á Kjalarnesi neyddumst við til að halda áfram þjóðveginn þótt aukabíllinn tæki krók eftir farþegum og beygði inn. Í kveðjuskyni æfði bílstjórinn Ástu í viðbragðsflýti með því að hægja hratt á sér þarna á þjóðveginum og gefa ekki stefnuljós. Ásta var að drepast úr þakklæti, svona bílstjórar eru ekki á hverju strái.

Þegar við vorum alveg að verða komnar inn í Reykjavík lýstist himinhvolfið upp. Við urðum óvænt aðnjótandi þess mikla heiðurs að upplifa sjaldgæfa eldingu! Loksins! Eldingin veit eflaust á að þetta verður dagur hinna miklu dugnaðar- og afkasta!

Kaffi í götumáliÁ heimleið í gær, nálægt kl. 17, stakk hin kaffiþyrsta Ásta upp á því að við kæmum við í Mosfellsbakaríi og keyptum kaffi í götumáli. Ekki óraði okkur fyrir því að skömmu síðar myndum við stynja af gleði og ánægju yfir velheppnuðum latte. Ásta ofurkurteisa lýsti því yfir í næstu klukkutíma samfleytt að þetta væri sko miklu, miklu betra kaffi en það sem ég færði henni á morgnana úr vélinni minni og það var ekki fyrr en í Kollafirði sem henni datt í hug að spyrja hvort ég væri nokkuð móðguð. Ég sagði mjög, mjög kuldalega að smekkur fólks væri misjafn, hún hefði verið afar kaffiþyrst skömmu áður, kaffið hefði verið vel heitt og hlýjað henni á ísköldum höndum og svona, hún væri líka vön bráðdrepandi viðbjóðslegu sjúkrahúskaffi á Landspítalanum o.s.frv.. Nei, ég væri ekkert móðguð. Kannski bara óvön því að fólk segði svona beint við í mig að ég væri feit ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Það eru amk engar ýkjur að sjúkrahúskaffið á LSP sé viðbjóðslegt! Held að þeir sem völdu tegundina hafi lagt sig fram við að velja það versta...og pottþétt í sparnaðarskini því hver vill drekka þetta sull?! Ég veit amk að ég er kaffifíkill mikill en gat ekki með nokkru móti drukkið þetta kaffi og var því nánast orðin "afköffuð" þessa 5 mánuði sem ég var í verknámi á LSP!!!!

Knús í hinn endann...á götunni! 

SigrúnSveitó, 24.1.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alveg varstu eldklár að sjá eldinguna.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sem var hætt í kaffinu er orðin forfallinn latte aðdáandi eftir Londresferðina.  Kem í heimsókn við fyrsta tækifæri,

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 11:28

4 identicon

Hei feita, er ekki rétt munað hjá mér að kaffið hjá mér sé betra en hjá þér?

breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:45

5 identicon

Hafið þér, Fröken Guðríður, orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að stíga upp í Leið 18 [Heródes-Pílatus] og hitta fyrir þennan skemmtilega Sjöfför sem heilsar öllum með orðunum: Dæn, Gúddí, Gúddí, Gúddí? Hann er sko steinolíulampi í svartasta skammdeginu!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:00

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheh, því miður hef ég ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi!

Alltaf velkomin í kaffi, Jenný, gott kaffi. Jamm, SS, flott að sjá eldinguna ... eða glampann.

Sjúkrahúskaffi er til þess eins að fækka sjúklingum, fer ekki ofan af því.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gaman að lesa pistlana þína Latte kona.   Vona að það gangi vel heim í kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Auðvitað lýsir upp himinn þar sem kona eins og þú kemur akandi aka farþegi..Við í fjölskyldunni erum að hugsa um að koma í þitt heinmsfræga kaffi. Börnin geta ekki beðið eftir að komast í Himnaríki og trúa því að sú sem þar búi sé englakona. Ég er ekkert að trufla þá draumóra hjá þeim..hehe.Þau verða auvðitað steinhissa að sjá að englar líta bara út eins og venjulegt fólk og drekka meira að segja Latte Patte og að Himnaríki hafi útsýni yfir fótbolta og máva.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sjúkrahúskaffi er vont á Lansanum og ég tala nú ekki um matinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.1.2008 kl. 17:37

11 identicon

Held þú ættir að kynna þér betur hvað þú lætur á prent áður en þú tjáir þig af annari eins vanþekkingu. Upplýsingar um hver var að vinna í morgum fást væntalega hjá Teiti.

Það að láta farþega út að framan skapar mikla hættu, því fólk á það til að labba beint fram fyrir vagninn og þegar hann tekur aftur af stað getur það orðið fyrir honum eða umferð sem fer framhjá.

Nú þegar það hafa þegar orðið banaslys í strætóakstri á Akranesi finnst mér að þú ættir að hafa skilning á því að fyllsta öryggist sé gætt.

. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:24

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er líka hægt að sýna farþegum kurteisi og virðingu ... já, og gefa stefnuljós á þjóðveginum og svona. Annars átti þetta nú bara að vera í léttum dúr, frekar ýkt eins og er oftast á þessari síðu. Óþarfi að taka það of alvarlega.

Bílstjórarnir á Skagastrætó eru upp til hópa alveg frábærir, a.m.k. þeir sem ég lendi á. Mér finnst óþarfa óliðlegheit að láta fólk fara út að aftan, frekar að biðja það um að bíða eftir að vagninn fari áður en það fer yfir götuna. Fólkið á Kjalarnesi æðir oft fyrir vagninn, hef ekki séð Skagamenn gera það.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2008 kl. 18:34

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svívirðilegt alveg hreint af henni Ástu

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 19:00

14 identicon

Augljóst að hann . er seinfært ökudýr, kannski jafnvel téður bílstjóri, þessi með leiðinlega "akandann" sumt fólk hefur nefnilega leiðinlegan akanda svona eins og þulan á stöð 2 hefur leiðinlegan talanda.

Biturð blönduð heimsku er alltaf skemmtileg og því ber að þakka . fyrir pis(s)tilinn. En fyrst hann er ekki að agnúast út í bloggið heldur eitthvað sem þú settir Á PRENT, hvað var það þá? fáum við hin að vita?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband