Fjúkandi plötur og erfðaprins ...

Mah JongHef setið í hálfgerðu dái við tölvuna í dag og leikið mér í skemmtilegum leik sem ég fann á Leikjalandi einu sinni. http://leikjaland.is/games_swf.php?idcat=9&idGame=796.  Þetta er lúmskur leikur sem maður verður sífellt færari í um leið og maður verður alveg húkkaður. Vildi bara deila honum með ykkur. Hef ekki komist lengra en í fjórða eða fimmta borð. Vona innilega að ykkur gangi betur ef þið þorið að prófa.

 

Hvað gengur áMér varð litið út um gluggann áðan og sá einhver læti við vesturhorn himnaríkis. Erfðaprinsinn á leið út í Skaganesti greip með sér myndavél til að sýna mér svart á hvítu hvað væri að gerast og tók nokkrar myndir. Ekki séns að svona virðuleg frú fari út að kíkja ... Skemmdir

Hann kom heim, klyfjaður sælgæti (jú, hann fær líftrygginguna mína) og hafði tekið nokkrar myndir, m.a. af skemmdunum í næsta húsi. 

Svona er nú rokið dag! Það lægir í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 27.1.2008 kl. 16:38

2 identicon

Það er búið að vera alveg svakalega mikið rok hér. Hundleiðinlegt alveg.

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Birgitta

Þetta er akkúrat ekki það sem ég þurfti... ánetjandi leik til að trufla mig í lærdómnum.
Vildirðu vera svo væn að útskýra reglurnar, finn þær ekki á síðunni og það er frekar frústrerandi að reyna að leysa þrautina með happa/glappa aðferðinna.

Birgitta, 27.1.2008 kl. 18:42

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já þetta er einfaldlega brjálað og hundfúlt! Og nú er Akranes að leggjafram kæru á hendur HB Granda! Hvernig líst þér á?

Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 19:01

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér líst bara vel á það, Edda!

Birgitta. Þú þarft t.d. að klikka á eins ferninga á hliðunum ... og svo skaltu prófa að ýta á takkann lengst til hægri til að fá hint, þá sérðu hvað þetta gengur út á. Það tók mig mörg skipti að komast upp úr fyrsta borði og nú er það bara helvítis tíminn sem fleygir mér t.d. út af fjórða borði ... verst er að þegar tíminn rennur út þá fær maður ekki að leika sama borðið aftur, heldur þarf að byrja upp á nýtt! Arrgggg! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2008 kl. 19:08

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Edda, það er nú reyndar hann Villi verkó sem er að kæra. Tek því með fyrirvara, hann hefur nú stundum skokkað pínu fram úr sjálfum sér blessaður.

En þetta er hræðilegt fyrir byggðarlagið og alveg í mótsögn við það sem HB menn lögðu upp með þegar þeir keyptu kvótann (fyrirtækið).

Sko Guðríður, það er enginn tími til að leika sér í einhverju tölvuspili. Allir niður í Stjórnarráð Akraness og mótmæla með miklum öskrum.

Þröstur Unnar, 27.1.2008 kl. 19:35

7 Smámynd: Birgitta

Takk, þetta er að koma hjá mér

Birgitta, 27.1.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er orðin þreytt á þessu vonda veðri, ég verð úfin í skapi í svona miklum veðurofsa    - þrátt fyrir að vera mesta geðprýðismanneskja að eðlisfari. 

Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 22:28

9 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Mahjong já það er einn af uppáhaldleikjunum mín auk tetris og repton er soldið gamaldags á þessu sviði :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff hvað Skaginn verður illa úti í veðrinu.  Knús á nammigrísinn og þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:38

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir linkinn hef bara gleymt mér yfir þessum fj....tímaþjóf

vonandi færðu gott ferðaveður á morgun.

Knús inn í nóttina

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1243
  • Frá upphafi: 1500323

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1040
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Gardínur og myndir
  • Frú S með Krumma
  • Eldhúsborð og stólar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband