Kjalarnesheiðin og pestargemlingar ...

Hríð og skafrenningur og snjór og rokÁkvað að snúa þessu upp í algjört kæruleysi og sofa til 7.45 í morgun ... fá svo far með Erlu alla leið í vinnuna. Okkur dauðbrá þegar við komum út úr göngunum, það var nefnilega stórhríð á Kjalarnesi! Kannski er slíkt veður komið á Skagann núna en það var ljómandi gott veður þegar við lögðum af stað. Getur verið að það sé heiði þarna á Kjalarnesinu, dulbúin sem beinn, breiður og brekkulaus vegur, meira að segja nálægt sjó? Þetta var ekta Holtavörðu-Hellisheiðar-veður.

Það eru bara allir veikir núna. Ásta mín liggur í hryllilegri pest, svakalegt að heyra í henni í gær og svo er ritstýran mín orðin veik og það var líka svakalegt að heyra í henni í gær ... nema þær hafi notað sömu leikkonuna.

Eigið ljúfan en þó æsispennandi dag í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

 Já vissir þú það ekki? Það er ein leikkona sem gerir út á þennan ,,tilkynna veikindi'' markað, algjör snilld. Get því miður ekki notað þessa þjónustu lengur, því það myndi fattast  strax ef eitthvað misjafnt væri í gangi.

Það getur verið flókið að vinna hjá sjálfum sér

Kjartan Pálmarsson, 28.1.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Oj en leiðinlegt með vinkonur þínar.

Það er ekki gott að aka í snjókomu eða éli, við lendum stundum í því leikfimiskéddlingar og erum dauðþreyttar á eftir sérstaklega í myrkri.

Edda Agnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mig bráðvantar símanúmerið hjá leikkonunni hehehehe

Gurrí það er bara gott veður á Skaganum, og einmitt núna glennir sólin sig inn um gluggann minn

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.1.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Kjalarnesheiðin... frábært nafn. Er komin veðurmyndavél á hana?

Sömuleiðis - eigðu hræðilega skemmtilegan dag í dag.

Linda Lea Bogadóttir, 28.1.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vissurðu  ekki af nýja "dívæsinu" sem þú setur á munninn á þér til að hljóma í andarslitrunum?  Þær eru búnar að fá sér svona bæði ritstýran og Ásta, vertu viss.  Hlaupa núna um blómstrandi engi heilbrigðisins

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 13:28

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Kjalarnesheiði......haha gott nafn. Ég get ekki annað en dáðst af öllum sem nenna að keyra á milli alla daga, þó vegalengdin sé ekkert svakalega löng þá er þetta örugglega erfitt í svona veðrum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.1.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég trúi þessu ekki! Ég sem er búin að yfirgefa landið... Veðrið á kannski eftir að átta sig á því! Var sko kvödd með stormi og Vín bauð mig velkomna með stormi

Vera Knútsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:47

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Neeeeeeiiiiiiii, Vera, þetta er fáránlegt ... kannski var bara verið að venja þig við hægt og rólega til að þú fengir ekki algjört sjokk.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.1.2008 kl. 15:34

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jæja, ætli þú sért ekki lögð af stað heim, vona að veðrið sé ekki arfavitlaust, en heldurðu að þú verðir ekki fljótlega veik, svona nýbúin að vera nálægt Ástu, hlýtur að leggjast.  Kveðja   Sick In Bed  Sick In Bed Sick In Bed 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 17:17

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það má auðvitað ekki minnast á Akranes öðruvísi en að manni detti Gurrrrrrí, Edda Agnars og Þröstur Unnar í hug.
Var að sjá þetta hjá Kjartani...  Öðruvísi mér áður brá, datt mér í hug.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:38

11 identicon

" Svartur dagur í sögu Akraness"

Sá bara þessa fyrirsögn á mbl.is

...var eitthvað nýtt að gerast eða er verið að rifja upp þegar þú fluttir uppá skaga?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 315
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 2432
  • Frá upphafi: 1456382

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 2026
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband