4.2.2008 | 22:38
Ævintýri í hótelför ...
Elskan hún Hilda sótti mig í vinnuna undir hálffimm og við ókum beint upp í Borgarfjörð þangað sem hún hafði unnið kvöldverð og hótelgistingu, ekki á "plús", eins og ég sagði, heldur á Núinu, held ég. Þá ýtir maður á kassa, einn til fimm, og þarf að sjá auglýsingu/tilboð til að ath hvort vinningur hafi fallið manni í skaut. Hún er þrælheppin í þessu, hefur unnið bensín á bílinn, snyrtistofuyfirhalningu ... og ekki amalegt að vera hérna á hóteli í Reykholti í boði hennar og núsins. Indversk nuddkona tók okkur í gegn við komu, baðaði okkur upp úr heitri olíu og nuddaði, líka hárið sem nú er er eins og á fínasta pönkara. Hún vildi að við svæfum á því olíubornu og þvæðum það ekki fyrr en í fyrramálið. Við samþykktum það þótt það þýði að við séum aðhlátursefni allra sem sjá okkur. Þjónarnir veina ... eða myndu gera ef þeir væru ekki svona kurteisir!!!
Ég hringdi í erfðaprinsinn á leiðinni upp eftir. Boldið var á í sjónvarpinu. "Hvað er að gerast?" spurði ég. "Bobby í Dallas vill ekki að Rdge komi nálægt Brooke," sagði hann samviskusamlega og neitaði svo að segja meira, ekki mjög karlmannlegt að horfa á svona þætti. Bobby sagði þetta nú á fimmtudaginn líka. Hlustirnir gerast ekki mjög hratt þarna.
Nú sit ég frammi á stigapalli á annarri hæð og blogga, furðulegt lyklaborð með hólum og hæðum, svona nýtísku eitthvað ... ætla svo bara að fara að sofa. Við systur erum vel saddar eftir grænmetislasagna og steinhættum við að fara í kapphlaup á göngunum hérna þótt það sé freistandi.
Mér tókst að láta Hildu fá hláturskast rétt eftir Göng og næstum missa stjórn á bílnum, það er nú svo sem ekkert hrikalega erfitt að koma henni til að hlæja. Konan sem tók við gangamiðanum, bauð okkur góðan dag og sagði svo eitthvað óskiljanlegt. "Heyrðir þú hvað hún sagði?" spurði Hilda þegar við ókum frá gjaldskýlinu. "Já, hún bauð góðan daginn og svo sagði hún eitthvað um að þú litir eitthvað svo herfilega illa út í dag," sagði ég einlæglega. Bara svona systradjók, Hilda lítur mjög vel ú, alltaf ... Þetta dugði, hún gat ekki hætt að hlæja fyrr en ég skipti um umræðuefni. Skrýtinn húmor í ættinni, alla vega hjá sumum. Ég er ekki eins, ef einhver segir eitthvað annað en ég sé greind, fögur og frískleg verð ég öskureið. Bara svo það sé á hreinu. Hvort sem það er satt eður ei. (það er satt).
Í fyrsta sinn í sögu Vikunnar var mér falið að sjá um tískuopnuna. Það kom ekki til af góðu (veikindi) ... en svakalega hlakka ég til að finna flott skjört, kot, bomsur og eitthvað svona sem mér finnst svo smart ...
Jæja, við þurfum að vera snemma á ferðinni í fyrramálið, þetta er bara örferð og vitlaust að gera á morgun hjá okkur báðum. Ég mæli innilega með hótelgistingu úti á landi yfir vetrartímann, það er ótrúlega, ótrúlega afslappandi og yndislegt og frábært. Svona útlandadæmi soldið, alla vega mikil tilbreyting. Vona að það líði ekki of langur tími þar til ég fer næst, þetta er unaðslegt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þó að það þýði nett kjaftshögg, þá held ég því fram að þú sért KRÚTTBOLLA!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 22:54
auðvitað ert þú ung fögur og fersk með olíuborið hár
Gangi þér vel að finna þessar tískuflíkur, skjört kot og bomsur hehehehehehe mikið hlakka ég til að berja þessa Viku augum
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 22:57
Takk fyrir hrósið, Magnús, varstu að reyna að móðga í leiðinni? Það finnst engum gaman að láta kalla sig bollu. Sama og þegið, væni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:57
Hehhehe, Guðrún, þetta verður flott Vika ... geggjuð!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:58
Ha lætur þú erfðaprinsinn þinn standa vaktina á þessu ,´´boldi,, .? ? ? ? ? ? ertu ekki að grínast.? ? ? ?.
jensen (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:04
Það er ekki tíðindalaust hjá þér lífið þessa stundina. Maður er bara öfundsjúkur ef maður væri ekki svona fallega innrættur
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 23:09
En gaman tanta.
ég var i Reykholti aðfaranótt laugardags, í góðu yfirlæti þó ég hafi ekki hitt þá japönsku en heyrði um hana
Ég var stödd þarna í 40 kvenna hópi sem er að byrja nám á Bifröst á námskeiði sem nefnist Máttur Kvenna. þannig að nú er tanta orðin skólastúlka eftir 30 og eitthvað ár.
annars allt gott af mér og mínum og sjáumst vonandi fljótt þið systur gætuð nú kíkt í heimsókn í neðri Bláfjöll einhver tíman kveðja og hilsen tanta
svana tanta (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:24
greinilega gaman hjá þér á öllu þessu flakki, bara ágætt!
toodools
Hulda (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 01:11
Þú gerir það nú fyrir hana Jennýju Önnu að hafa fallega úlpu á tískuopnunni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.2.2008 kl. 02:18
Ég hefði gefið mikið fyrir að sjá ykkur systur með pönkgreiðslurnar.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:34
Öfund öfund. Þá er það búið. Ég ætla að kaupa næstu viku til að sjá tískusíðuna. Eigðu góðan ljúfan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:12
Mig hefur alltaf langað til velja föt á svona síðu :-) Gangi þér vel!
Sigga (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:29
Vertu nú svo elskuleg að velja á tískusíðuna þína föt sem "venjulegar" konur geta notað ekki eitthvað sem passar bara á þær sem eru undir þrítugu og helst ekki mikið yfir 50 kíló. Það sár vantar tískuleiðbeiningar fyrir okkur sem pössum ekki alveg inn í staðalímyndina, en langar samt að vera smá huggulegar.
Birta (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:32
Held ég sé búinn að týna þessari konu.
Þröstur Unnar, 5.2.2008 kl. 19:33
Ég kaupi næstu Viku, það er klárt.
Marta B Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 23:28
Þetta kemur eftir viku ...
Frábær hugmynd hjá Birtu, mun leggja þetta fyrir ritstjórann ...
Knús á alla, trylltur dagur (vinna), farin að sofa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.