Ævintýri í hótelför ...

Elskan hún Hilda sótti mig í vinnuna undir hálffimm og við ókum beint upp í Borgarfjörð þangað sem hún hafði unnið kvöldverð og hótelgistingu, ekki á "plús", eins og ég sagði, heldur á Núinu, held ég. Þá ýtir maður á kassa, einn til fimm, og þarf að sjá auglýsingu/tilboð til að ath hvort vinningur hafi fallið manni í skaut. Hún er þrælheppin í þessu, hefur unnið bensín á bílinn, snyrtistofuyfirhalningu ... og ekki amalegt að vera hérna á hóteli í Reykholti í boði hennar og núsins. Indversk nuddkona tók okkur í gegn við komu, baðaði okkur upp úr heitri olíu og nuddaði, líka hárið sem nú er er eins og á fínasta pönkara. Hún vildi að við svæfum á því olíubornu og þvæðum það ekki fyrr en í fyrramálið. Við samþykktum það þótt það þýði að við séum aðhlátursefni allra sem sjá okkur. Þjónarnir veina ... eða myndu gera ef þeir væru ekki svona kurteisir!!!

Ég hringdi í erfðaprinsinn á leiðinni upp eftir. Boldið var á í sjónvarpinu. "Hvað er að gerast?" spurði ég. "Bobby í Dallas vill ekki að Rdge komi nálægt Brooke," sagði hann samviskusamlega og neitaði svo að segja meira, ekki mjög karlmannlegt að horfa á svona þætti. Bobby sagði þetta nú á fimmtudaginn líka. Hlustirnir gerast ekki mjög hratt þarna.

Nú sit ég frammi á stigapalli á annarri hæð og blogga, furðulegt lyklaborð með hólum og hæðum, svona nýtísku eitthvað ... ætla svo bara að fara að sofa. Við systur erum vel saddar eftir grænmetislasagna og steinhættum við að fara í kapphlaup á göngunum hérna þótt það sé freistandi.

Mér tókst að láta Hildu fá hláturskast rétt eftir Göng og næstum missa stjórn á bílnum, það er nú svo sem ekkert hrikalega erfitt að koma henni til að hlæja. Konan sem tók við gangamiðanum, bauð okkur góðan dag og sagði svo eitthvað óskiljanlegt. "Heyrðir þú hvað hún sagði?" spurði Hilda þegar við ókum frá gjaldskýlinu. "Já, hún bauð góðan daginn og svo sagði hún eitthvað um að þú litir eitthvað svo herfilega illa út í dag," sagði ég einlæglega. Bara svona systradjók, Hilda lítur mjög vel ú, alltaf ... Þetta dugði, hún gat ekki hætt að hlæja fyrr en ég skipti um umræðuefni. Skrýtinn húmor í ættinni, alla vega hjá sumum. Ég er ekki eins, ef einhver segir eitthvað annað en ég sé greind, fögur og frískleg verð ég öskureið. Bara svo það sé á hreinu. Hvort sem það er satt eður ei. (það er satt).

Í fyrsta sinn í sögu Vikunnar var mér falið að sjá um tískuopnuna. Það kom ekki til af góðu (veikindi) ... en svakalega hlakka ég til að finna flott skjört, kot, bomsur og eitthvað svona sem mér finnst svo smart ...

Jæja, við þurfum að vera snemma á ferðinni í fyrramálið, þetta er bara örferð og vitlaust að gera á morgun hjá okkur báðum. Ég mæli innilega með hótelgistingu úti á landi yfir vetrartímann, það er ótrúlega, ótrúlega afslappandi og yndislegt og frábært. Svona útlandadæmi soldið, alla vega mikil tilbreyting. Vona að það líði ekki of langur tími þar til ég fer næst, þetta er unaðslegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þó að það þýði nett kjaftshögg, þá held ég því fram að þú sért KRÚTTBOLLA!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

auðvitað ert þú ung fögur og fersk með olíuborið hár

Gangi þér vel að finna þessar tískuflíkur, skjört kot og bomsur hehehehehehe mikið hlakka ég til að berja þessa Viku augum

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir hrósið, Magnús, varstu að reyna að móðga í leiðinni? Það finnst engum gaman að láta kalla sig bollu. Sama og þegið, væni.

Guðríður Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, Guðrún, þetta verður flott Vika ... geggjuð!

Guðríður Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:58

5 identicon

Ha lætur þú erfðaprinsinn þinn standa vaktina á þessu ,´´boldi,, .?  ? ? ? ? ? ertu ekki að grínast.? ? ? ?.

jensen (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki tíðindalaust hjá þér lífið þessa stundina.  Maður er bara öfundsjúkur ef maður væri ekki svona fallega innrættur

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 23:09

7 identicon

En gaman tanta.

ég var i Reykholti aðfaranótt laugardags, í góðu yfirlæti þó ég hafi ekki hitt þá japönsku en heyrði um hana

Ég var stödd þarna í 40 kvenna hópi sem er að byrja nám á Bifröst á námskeiði sem nefnist Máttur Kvenna. þannig að nú er tanta orðin skólastúlka eftir 30 og eitthvað ár.

annars allt gott af mér og mínum og sjáumst vonandi fljótt þið systur gætuð nú kíkt í heimsókn í neðri Bláfjöll einhver tíman  kveðja og hilsen  tanta

svana tanta (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:24

8 identicon

greinilega gaman hjá þér á öllu þessu flakki, bara ágætt! 

toodools

Hulda (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 01:11

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú gerir það nú fyrir hana Jennýju Önnu að hafa fallega úlpu á tískuopnunni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.2.2008 kl. 02:18

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hefði gefið mikið fyrir að sjá ykkur systur með pönkgreiðslurnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Öfund öfund.  Þá er það búið.  Ég ætla að kaupa næstu viku til að sjá tískusíðuna.  Eigðu góðan ljúfan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:12

12 identicon

Mig hefur alltaf langað til velja föt á svona síðu :-)  Gangi þér vel!

Sigga (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:29

13 identicon

Vertu nú svo elskuleg að velja á tískusíðuna þína föt sem "venjulegar" konur geta notað ekki eitthvað sem passar bara á þær sem eru undir þrítugu og helst ekki mikið yfir 50 kíló. Það sár vantar tískuleiðbeiningar fyrir okkur sem pössum ekki alveg inn í staðalímyndina, en langar samt að vera smá huggulegar.

Birta (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:32

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Held ég sé búinn að týna þessari konu.

Þröstur Unnar, 5.2.2008 kl. 19:33

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég kaupi næstu Viku, það er klárt.

Marta B Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 23:28

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta kemur eftir viku ...

Frábær hugmynd hjá Birtu, mun leggja þetta fyrir ritstjórann ...

Knús á alla, trylltur dagur (vinna), farin að sofa.  

Guðríður Haraldsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 237
  • Sl. sólarhring: 423
  • Sl. viku: 2354
  • Frá upphafi: 1456304

Annað

  • Innlit í dag: 215
  • Innlit sl. viku: 1973
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband