Grímubúningurinn sem gleymdist, reykingar, drykkja og svona ...

ÖskudagurHóst, hóst, hóst, hóst ... þetta hljóð hefur heyrst í himnaríki undanfarið á svona klukkutíma fresti eða svo ... í miklum köstum. Erfðaprinsinn er kominn með bauga niður á herðar en fegurð hóstarans hefur haldist óskert. Mætti ekki fyrr en um ellefuleytið í vinnuna að þessum sökum.

Hluti samstarfsfólks míns er í grímubúningi í dag, ég var búin að steingleyma öskudeginum ... Brynja Björk er t.d. Súpermann og Óskar er kónguló. Sjitt að hafa gleymt þessu, er bara í BDSMS-búningnum mínum, eins og svo oft.

Þetta er nú meiri pestartíminn. Margir veikir í vinnunni minni ... og mér er skapi næst að nota þetta hósttímabil til að hætta að reykja. Mig langar til þess núna. Reykinga-fasisminn síðustu árin hefur haft þau barnalegu áhrif á mig að ég fyllist þrjósku og læt ekki eitthvað fólk út í bæ segja mér hvað ég eigi að gera. Það að þurfa að reykja úti hefur engin áhrif á mig og virkar ekki hvetjandi til að hætta, enda er ég engin stórreykingamanneskja. Ég fylltist máttvana reiði þegar ég sá hrokafulla konu í sjónvarpinu í fyrra segja að reykingabannið á veitingahúsum og þessi meðferð á reykingamönnum væri til þess að þeir gæfust upp og hættu. "Aldrei," tautaði ég milli samanbitinna varanna og kveikti mér í í mótmælaskyni.

thank_you_for_smokingEinu sinni hætti ég að reykja í rúm tvö ár en á þeim tíma mátti ég reykja við skrifborðið mitt í vinnunni. Auglýsingar frá Tóbaksvarnaráði voru krúttlegar þá, ekki hatursfullar út í reykingamenn eins og nú. Þær fóru á nokkuð skömmum tíma frá: "Veistu hvað þú ert að gera heilsunni þinni, elskan?" yfir í "Hættu að menga, þarna helvítis ógeðið þitt!" Ég hlusta helst ekki á Bylgjuna á morgnana af því að Heimir (sá krúttmoli) hatast svo mjög við reykingamenn, efast um að hann fatti það sjálfur. Hann má auðvitað hafa sínar skoðanir og ég get hlustað á aðra stöð. 

Ég á erfitt með að þola mikla drykkju í kringum mig en uppsker bara aðhlátur þegar ég forðast fylliríssamkomur. Held samt að áfengi hafi orsakað meiri sorg og vandræði en tóbak. Segi nú svona. Farin í mat. Hóst jú leiter!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Já Gurí, sannarlega er ég þér sammála með tóbak og áfengi.

Leitt með grímubúninginn þinn, en jú ertu ekki bara fín í bdsms búningnum

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.2.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hefurðu séð nýju auglýsingarnar þar sem karlmaður er staddur í sjoppu og biður um hjartaáfall en afgreiðslukonan segir að það sé því miður búið en hún eigi heilablóðfalll og lungnateppu eða eitthvað álíka. Þau setja þessa sjúkdóma í stað Winston eða Salem eða einhverra sígarettutegunda. Smekklegt - ekki satt?

Vilborg Valgarðsdóttir, 6.2.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.2.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb. Ég hætti ekki fyrr en Þorgrímur Þráláti hættir að fasistas út í mig.

Nota bene. Hættur að míga utan í veggi.

Þröstur Unnar, 6.2.2008 kl. 13:45

5 identicon

já hér heima er eins og búi nokkrir geltandi hundar hver geltandi(Hóstandi) í sínu horni En ekki hvarlaði að mér að þú Reyktir kona(veit ekki af hverju var bara hissa skil ekki af hverju) Gleðilegan öskudag

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Gurrí reykir þú !!!! æ fyndið sé þig ekki fyrir mér með rettu. En held að þetta með áfengið sé laukrétt hjá þér.

Guðný Jóhannesdóttir, 6.2.2008 kl. 16:26

7 identicon

Mikið er ég sammála þér um að láta sko engan segja sér fyrir verkum. Ég held að tóbaksfíkn sé meðfædd. Við erum sex systkinin og foreldrar okkar reyktu báðir. Þrjú okkar voru síkvartandi yfir reyk og vondri lykt, en við hin þrjú létum þetta ekkert á okkur fá. Þrjú fyrrnefndu hafa aldrei reykt en við þrjú höfum svælt af hjartans lyst. Segir þetta okkur ekki eitthvað?

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 19:07

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ,nú held ég að þú og þær dömur aðrar sem eru að taka undir með þér, verði nú aðeins að tala varlega Gurrí mín! Svona "betraverra, fleirifærri" samanburður er vægast sagt ekki heppilegur og jafnvel ef svo færi að stór samanburðarrannsókn færi fram um hvort hefði haft verri afleiðingar við neyslu eða eitthvað í þá áttina, þá gildir það einu! Hvortveggja hefur haft og mun hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk svo lengi sem það reykir og/eða drekkur.Mætti mðin vegna vera mun meiri áróður gegn víndrykkju, en það þýðir ekki að þar með eigi bara að láta ykkur "Tottarana" eiga sig!

En svo ég sé ekki alleiðinlegur, þá...

Ef heillin þ´ú hættir að reykja,

héðan í frá.

Þína Af karlmennsku kem ég að sleikja

og kyssa þig smá!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vísuskjátan fór í klessu einhverra hluta vegna!?

SVona átti þetta að vera.

Ef heillin þú hættir að reykja,

héðan í frá.

Af karlmennsku kem ég að sleikja

og kyssa þig smá!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 19:36

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

MAGNÚS!!!!! Arggggg, ég sagði í færslunni að hótanir hefðu öfug áhrif. Nú get ég aldrei hætt að reykja!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:19

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er ýmislegt annað sem passar við reykja ... eins og kveikja, leikja, feykja osfrv. og hefði gert vísuna ögn sómakærari. Ég er í losti!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:20

12 Smámynd: Tiger

Síðast er ég fór í grímubúning skemmti ég mér konunglega - en það var á Spáni síðastliðið haust, hrekkjavaka (halloween).

Ég var sko í kjól  því ég umbreyttist í hina verstu norn. Var með nornahatt og netta grímu sem huldi andlitið tótallý, hefði ekki þorað þessu annars. Nornastafurinn minn var með apahaus og fjaðurskúf og notaði ég hann til að berja mann og annan sem voguðu sér að gera grín af norninni mér.

Ákvað að vera ekki í neinu núna á öskudaginn, og sjokkeraði marga i tell you!  En sko .. auðvitað var ég ekki nakinn samt.

Þú ert örugglega ekkert nema flott í bdsm alfittinu þínu og sannarlega ekki amalegt ef maður mætti slíkri mær í miðbænum að degi til.

Hætti að reykja fyrir 13 árum nú í ár, er ekkert á leiðinni að gefast upp og er mjög ánægður með að vera laus undan þessum leiða fyrrum vana mínum.

Tiger, 6.2.2008 kl. 21:30

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, Tigercopper, ég var í BDSMS-búningi sem er bara venjulegur vinnuklæðnaður. BDSMS þýðir Bjargar Deginum SMS og Ásta mín hefur verið dugleg að senda mér slík SMS sem hljóða yfirleitt svona: Er á bíl, viltu vera samferða?

Það hefði verið gaman að sjá þig í nornarbúningi!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 21:41

14 identicon

Konur sem reykja,,kyssa skelfilega,.Gurrí hættu.

jensen (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 23:06

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Voða kossaflens er þetta á virðulegu kommentakerfi virðulegs bloggs ...

Annars fann ég hóstamixtúruna, dísæta Fjallagrasahóstamixtúru með hunangi og piparmyntu. Hef ekki hóstað síðan ég tók eina matskeið. Nú get ég reykt í 30 ár í viðbót.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 23:11

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei Siv Freiðleifs bjarvættur ekkireykingamanna,sagði í sjónvarpinu að næsta mál á dagskrá væri að banna fólki að reykja inni í íbúðum sínum í fjölbýlishúsum, nema einangra þær sérstaklega.  +Eg er komin með óegeð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 23:24

17 Smámynd: Tiger

Hahahaha .. já ljúfust - ég held nú að spaugið í mér hafi þarna ráðið ferðinni - auðvitað átti ég ekki von á að þú værir staðsett í leðurdressi, leðurstígvélum og með svipuna á lofti ..

Nei, ég tók bara svona til orða og meinti að sjálfsögðu alls ekki neitt illa með því. Kannski maður skelli mynd af "norninni" inn í næsta blogg hjá sér. Örugglega einhver sem hefði gaman af því að sjá kallinn í kjól og hvítu (svörtu reyndar).

Tiger, 6.2.2008 kl. 23:32

18 identicon

Í guðanna bænum haltu áfram að reykja!

Mannfjölgun er uppúr öllu valdi og við þurfum sómasamt fólk eins og þig til að sporna gegn offjölgun jarðar.

Ef þú gætir bara gert það einhvers staðar þar sem ég og aðrir þurfum ekki að anda að okkur þessum hroðbjóði þá væri ég þér ævinlega þakklátur (góður staður væri til dæmis heima hjá þér undir sæng undir rúmi með lokaðan gluggann).

Hlynur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 00:40

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki málið, Hlynur, ég tel mig vera tillitssama reykingakonu og reyki t.d. aldrei í strætó eða í vinnunni, þú hefur greinilega eitthvað misskilið. Taktu frekar svona grínkast á liðið sem reykir ofan í þig, ég myndi byrja þar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:51

20 identicon

Þið svælarar eruð búnir að eitra nógu lengi fyrir okkur sem höfum aðeins reykt óbeint, fram að þessu!

Nú er kominn tími til að meirihlutinn fái sinn lögbundna rétt og þið minnihluta mengarar kúldrist bara í ykkar ömurlega illa lyktandi og skítuga horni og svælið ykkar tóbak þar til þið drepist úr lugngateppu og krabbameini. Ekki okkar vandamál!

Því það er lágmark að ef þið ætlið að reykja, þá reykið þið bara sjálf fyrir ykkur og mengið ekki fyrir okkur hinum. Sanngjarnt, ekki satt? Ojú!!! 

Gunnhildur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 01:34

21 identicon

Sæl Gurrí mín.

Ég kíki stundum á bloggið hjá þér og verð að segja að það er virkilega skemmtilegt eins og eigandinn. Magnað að fólk eins og Hlynur og Gunnhildur hafi náð að brjótast í gegnum ruslpóstvörnina. Þau virðast ekki hafa getu til þess. Kannski náðu þau einhvernveginn að bulla sig í gegn. Ég er líka svona þrjósk í þessu máli og stolt af því. Reyndar er það consistent hjá mér því ég byrjaði að reykja vegna hatrammrar ræðu sem Þorvaldur krabbi hélt í Hagaskóla á sínum tíma. Hún uppistóð af hatursfullum áróðri út í reykingarmenn og ég hugsaði með mér að ég vildi ALDREI verða jafn leiðinleg og hann, og með það sama fór ég út og prófaði að reykja. Komst þá að því að reykingarhópar eru þrælskemmtilegir og vil því slá fram nýjum málshætti: " Betra er að deyja úr reykingum en leiðindum". Ha ha. Stöndum saman í baráttunni.

Bestu kveðjur frá Dögg.

Dögg (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband