Snjórinn eitthvað svo eighties

YlfaErla mín guggnaði á heimferð á kagganum og ætlar bara að gista í bænum. Mér tókst að fá far í Mosó með Úlla kokki og úlfhundinum hans, henni Ylfu Dögg Úlfarsdóttur.

Svona aldaStemmningin á stoppistöðinni í Mosó var hressileg, við íhuguðum jafnvel að grafa okkur og strætó í fönn á leiðinni ef færðin yrði slæm, það gæti orðið fun. En svo gekk okkur bara rosavel á leiðinni, stundum svolítið blint en samt allt í lagi. Gummi bílstjóri heldur að strætó fari í fyrramálið en veður morgundagsins verður ekki gott samkvæmt spám, kannski skellur stormurinn þó ekki á fyrr en annað kvöld. Strætó fór aðalleiðina inn á Akranes, Innnesvegur var svo sköflóttur og bílar höfðu fest sig þar í dag. Gummi ók að íþróttahúsinu og beygði svo í áttina að Höfða til að hleypa sætu körlunum út (sætukarlastoppistöðin er sú síðasta á leið út úr bænum). Þegar hann var að snúa við til að henda mér nokkru síðar út við Garðabraut og keyra með hina farþegana niður í bæ, kom risastór alda og skvettist yfir bílinn. Það var flott. Sjórinn er því miður nokkuð stilltari fyrir neðan himnaríki. Vonast samt eftir góðu brimi um helgina.

Svona eighties snjórFólkið í vinnunni talaði um að þessi vetur væri eitthvað svo „eighties“ ... þar er ég algjörlega sammála. Ég man eftir 4. janúar snemma á níunda áratugnum þegar fór að snjóa og hvessa og allt varð kolófært í hvelli, Nákvæmlega sama gerðist ári seinna þennan sama dag.

Svo á öskudagur sér 18 bræður ... Annars talaði Siggi stormur um væntanleg hlýindi, jafnvel að það vori snemma. Það yrði nú vinsælt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonandi gengur eftir þessi "vorar snemma" spá

Hulda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hæ vetradís! Það vantar snjótákn!

Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snjórinn er nú eiginlega bara orðinn sixties finnst mér. Það spáir ekki vel á morgun svo þú skalt vera tímanlega á leiðinni heim.  Knús á þig og þína  Snow  Snow

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 22:07

4 identicon

hi skvís, ætlar strætó að fara að reka kafbát fyrir ykkur uppiá Akró?

siggi (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 07:58

5 identicon

OMG 18 bræður?Hef einmitt heyrt þetta. Blogg-vina-hópferð til Ástralíu í sól og sumaryl.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

endilega, Birna þú verður fararstjóri. Gurrí getur skrifað ferðasöguna

Allir að skrá sig! 

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.2.2008 kl. 13:01

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku Sara. Setti þessa mynd og allt um sýninguna þína í Vikuna (dagskrársíðuna) sem kemur út á fimmtudaginn næsta. Vildi að ég hefði vitað fyrr af henni, þá hefði hún náð í nýjasta blaðið sem kom út í gær. Fékk tölvupóst um hana frá Gallerí Fold ... en ekki nógu tímanlega. Það virðist allt miðast við dagblöðin.

Er til í Ástralíuferð sem fyrst!!!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband