Logn á Kjalarnesi ... miðað við Reykjavík

Akranesi í dagEins skringilega og það hljómar þá var meira rok í höfuðborginni milli 17 og 18 í dag en á Kjalarnesi, þó voru hviðurnar rúmlega 30 m/sek þar. Elsku erfðaprinsinn sótti mig í vinnuna og fengum við skemmtilegan félagsskap á leiðinni heim, eða Maríu í Skrúðgarðinum. Vindurinn var í bakið/skottið og því gekk allt svo vel, við mættum strætó á leiðinni og það veitti öryggiskennd. Fyrst hann þorir ...

Hér á Skaganum er ekki minna rok en hjá mömmu í Asparfellinu, við bárum saman bækur okkar áðan. Mamma er þó skynsamari en ég. Hún er í Max-galla, með hjálm á höfði og hefur gemsann sinn í vasanum, stilltan á 112. Eða því sem næst. Verst að ég skuli ekki hafa lagt í gardínukaup fyrir tveimur árum þegar ég flutti í himnaríki, tímdi því ekki vegna útsýnisins, hef bara þunnar sýndargardínur fyrir gluggum ... þeir hefðu getað ráðlagt fyrr í sjónvarpinu að hafa dregið fyrir, þá hefði ég getað skroppið í gardínubúð og reddað málum. 

Þori ekki annað en að fleygja inn færslunni strax, var búin að blogga væna færslu áðan en þá datt tölvan út, rafmagnsblikk olli því. Sjónvarpið hélst samt inni, eins gott, enda Taggart í kvöld!

Hafið það rosagott og kósí í kvöld! Bannað að fara út!


mbl.is Varasamt að vera úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Ætla sko pottþétt að skreppa niður á Jaðarsbraut og skoða hamfarirnar. Hér er allt dregið frá eins og hægt er. Það er svoooooo gaman að sjá grannana fjúkandi út um allar trissur.

Þröstur Unnar, 8.2.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hafðu það gott í kvöld í himnaríkinu þínu Gurrí mín  Ég er stödd hérna í Breiðholtinu og veðrið er sko ekkert til að hrópa húrra yfir  Er bráðum að fara að leggja í hann að fylgja ungri stúlku í blokkina við hliðina,mér er bara farið að kvíða fyrir,svo skal ég vera stillt inni hjá mér  Lofa

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gaman hefði ég af að vita hvað þú fékkst í stafsetningu telpa mín.

Mikið eiga börnin þín gott að hafa fengið að alast upp málfarið á heimilinu.

Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Gestur Halldórsson

Það er gaman að skoða veðurmælingarnar hjá Vegagerðinni og Reykjavík hefur slegið Kjalarnesi út í vindhraða.

Í fljótu bragði sé ég enga safsetninga villu hjá þér og málfarið vel skiljanlegt enda Árni athugasemdarmaður aldraður öryrki, fúll í skapi og sjaldan umtalsfrómur (vitnað í höfundafærslu á bloggi hans).

Hafðu það kósí, verulega kósí.

Gestur Halldórsson, 8.2.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Ragnheiður

Ja mér sýnist það Einar, það er sko ekki stafsetningavandamál í Himnaríki. Gott að þið eruð heima, ég fæ alltaf í magann þegar vont veður er og himnaríkisfrúin ekki heima hjá sér.

Kveðja úr rokinu í rokið

Ragnheiður , 8.2.2008 kl. 21:23

6 identicon

Var einmitt að hugsa til þín seinni partinn. Gott að þið mæðgin eruð komin í Himnaríki. Góð húm mútta þín.Góða helgi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tók þetta sem hrós hjá Árna, enda er frú Guðríður með eindæmum vel máli farin.  Vona að það lægji í himnaríki eins og á öðrum stöðum landsins.   Hafðu það gott með prinsi, kisum og robot.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 21:27

8 Smámynd: Gestur Halldórsson

Já ég er hræddur um að ég hafi einkvað misskilið athugasemdina hans Árna, lagt það á annan veg en meining hans var. Ég ætlaði ekki að vera önugur né fúll í skapi og bið ég þig Árni góðsamlega að fyrirgefa mér.

Hafið það sem allra, allra best.

Gestur Halldórsson, 8.2.2008 kl. 21:39

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér líkar óhemjulega vel við fyrirhyggjuna í henni móður þinni. Ég útbjó bílinn minn á sérstakan hátt í gamladaga, þegar ég þurfti að keyra langar leiðir milli landshluta, stundum ein og stundum með farþega, engir farsímar og allra veðra von. Þá var reipi, skófla, skíðagalli, niðursuðudósir, upptakari og fleira þvíumlíkt í skottinu. Þó ekki talstöð, en ég hefði útvegað hana ef það hefði ekki verið óhemju dýrt og mikið vesen. Þeir sem hlógu hvað mest að mér, hættu að hlæja þegar þeir voru búnir að njóta góðs af fyrirhyggjubrjálæðinu!

Vona að þú hafir það gott í bréluðum hryðjum, eldglæringum og skruðningum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já gæska hafðu það gott með Taggart - ég er að fara glápa á hann!

Edda Agnarsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árni ven minn, ofmetið málfar, & kórrétt stafsetníng er nákvæmilega það sem að sem að greinir kjarnann ekki frá hisminu.  Já, eða þegar umbúðirnar skipta meiru máli en innihaldið, valkvætt val lesandarinnar.

Gurrí skrifar að mínu mati mjög skemmtilegann texta, vel rétt meðfarinn samkvæmt þolkröfum almennra bókabéusarmálfræðínga, enda verið einn minn uppáhaldspenni til aflestrar í einhver áttatíu ár ..

Vúbbz... 

Steingrímur Helgason, 9.2.2008 kl. 00:13

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Greinilega góður meðvindur hjá ykkur, kveðjur úr hita og blíðu (og mundu að hér eru fá skorkvikindi og engin sem bíta að fyrra bragði).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2008 kl. 11:42

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég hélt að það væri ekki til neitt sem heitir logn á Kjalarnesi

Jens Guð, 10.2.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 289
  • Sl. sólarhring: 444
  • Sl. viku: 2406
  • Frá upphafi: 1456356

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 2014
  • Gestir í dag: 252
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband