Annar stormur ... Trade ... Food & Fun á landsbyggðinni

Tommi og KubburGærkvöldið var vissulega ævintýraríkt þótt ég missti algjörlega af eldingunum, því miður. Það slökknaði ekki nema einu sinni á sjónvarpinu í rafmagnsblikki en ég þorði engan veginn að hafa kveikt á tölvunni. Nóg að hún drap einu sinni á sér. Það hvein og brakaði skemmtilega í öllu en ég veit ekki um neinar skemmdir á húsinu sem hýsir himnaríki, kannski gerðist eitthvað því hamarshögg hafa dunið hér aðeins í dag. Kettirnir voru frekar hræddir og náðu ekki sálarró fyrr en þeir lögðust í kuðl í fangið á erfðaprinsinum.
Nú er nýr stormur á leiðinni, suðvestanáttin sú verður mun hagstæðari upp á brim að gera.  

TradeVið erfðaprins horfðum á ansi hreint frábæra mynd (Trade) á DVD. Átakanleg, spennandi og falleg í öllum ljótleikanum. Hún segir frá leit 17 ára mexíkósks stráks að systur sinni sem var rænt í Mexíkóborg. Hann kynnist bandarískum lögreglumanni sem óvænt leggur honum lið. Frábær og vel leikin mynd með Kevin Kline í aðalhlutverki.

Nú er allt komið á fullt í sambandi við Food & Fun á landsbyggðinni sem verður helgina 21. – 24. febrúar. Ellefu aðilar um allt land taka þátt og eru með gestakokka, uppákomur og æðislegheit á allan máta. Ef þetta lífgar ekki upp á skammdegið þá veit ég ekki hvað gerir það. Hér á Vesturlandi munu Hótel Glymur í Hvalfirði, Landnámssetrið og Hótel Hamar í Borgarnesi standa fyrir herlegheitunum. Á Austurlandi: Hótel Höfn og Hótel Hérað. Á Vestfjörðum er það Veitingastaðurinn við Pollinn. Á Suðurlandi: Hótel Rangá við Hellu og Rauða húsið á Eyrarbakka. Fyrir norðan er það Friðrik V. á Akureyri, Sel-Hótel Mývatn á Skútustöðum og Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit.

Hótel Hérað hreindýrasteikHátíðin í Reykjavík er fyrir löngu búin að sprengja öll bönd og okkur landsbyggðartúttum fannst nauðsynlegt að koma henni út á land þar sem allt er til staðar, þar að auki gisting hjá flestum. Ég ætla að bjóða erfðaprinsinum út að borða á einhvern af stöðunum á Vesturlandi, alsæl með að þessi hátíð sé loksins komin út á land. Vinnuheitið á henni hefur verið Fóður og fjör, mér finnst það snilld!!!

Ég sagði Maríu í Skrúðgarðinum frá þessu í gær og henni fannst þetta æði, held samt að hún sé ekki með svokallað “fullkomið” eldhús, eins og t.d. Galito ... sem verður vonandi með í F&F að ári. Annars verður Skrúðgarðurinn ársgamall á morgun! Ég fékk hann í eins árs afmælisgjöf ... eða þannig. Á morgun á himnaríki nefnilega tveggja ára afmæli. Það verður að sjálfsögðu haldið upp á það með heimsókn í Skrúðgarðinn og svo förum við í indverskt matarboð um kvöldið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Óska þér kærlega til hamingju (eins og barnið sagði við mig um daginn ....) !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælin, farðu varlega í rokinu. Hafðu hamar við hendina ef hvessir meira.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 21:24

3 identicon

nokkrar eldingar heima hjá mér en ekkert rafmagnsleysi... sem betur fer

Hulda (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Missti af öllum eldingum eins og vanalega hér á Íslandinu góða. Segi bara "sæll" við afmælisóskum líkt og þegar hann faðir minn var að þakka mér fyrir eitthvað sem ég hafði gefið honum og ruglaðist eitthvað í ríminu augnablik.

Annars er ég himinsæl með að þú hafir ekki fokið á haf út í óveðrinu, hélt reyndar um tíma að ég myndi fjúka og ef þú hefðir fokið líka þá hefðum við kannski hist á hafi úti? Múhaa

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svo er ískalt hérna, heita vatnið farið ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Úff ég finn svo til með þér. Annars kiptir mig engu máli þó heita vatnið fari ég kyndi nefnilega með súrefnisvélum

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhehe, Fjóla

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506004

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband