14.2.2008 | 09:25
Horfin kvenmennskan ...
Veit ekki hvar kvenmennskan, dugnaðurinn og orkan í mér liggur þessa dagana en það var ekki séns að fara á fætur kl. 6.15 í morgun, ég seinkaði deginum um heilan klukkutíma. Held að bílstjórarnir á leið 27a séu orðnir vissir um að ég svíki þá viljandi, elsku snúllurnar, þar sem æ oftar þarf Gummi á 27b að afplána flutning með mig í Mosó. Tommi horfir á mig með fyrirlitningu þegar hann hittir mig og tárin hrynja niður kinnarnar, kannski ofbýð ég tískuvitund hans, það gæti vissulega verið. Erla mín sat fremst í strætó sem gladdi mig ósegjanlega því að þá jukust möguleikar mínir mikið á því að fá far frá Mosó og alla leið í vinnuna.
Ákvað að pústa mig ekki með fljúgandi diskinum eða gleypa gáfulyfið við vöknun, heldur bíða með það þar til í vinnunni. Það var röng ákvörðun. Tryllt hóstakast mitt skók strætisvagninn og þaggaði eitt augnablik niður í pólsku vinkonunum sem skvöldruðu ákaft fyrir aftan mig. Það var ekkert annað í dæminu en að sjúga að sér geimverurykið á ferð rétt eftir göng og þegar við komum í Kollafjörðunn var það farið að virka.
Það verður víst nóg að gera í dag, krembrauðin búa sig ekki til sjálf. Farin að vinna!!!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hey...var ég búin að segja þér hve heitt ég elska þig...ha?
Gleðilegan Valentínusardag kæra vinkona. Ef þú vilt eldrauðar rósir. dísæta elskulega köku eða rómantíska gítartóna þá ertu bara velkomin á mína síðu..þar er allt troðfullt af ást og hamingju í tilefni dagsins. Óli fær reyndar meirihlutann af því en samt nóg fyrir alla.
Lovelovelove!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 09:38
Hhahahha, ég er búin að flissa endalaust yfir skyrtu systur þinnar sem Óli ætlaði í í vinnuna ... hahahahahha
Ég elska þig sko líka, krúsílíus mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:06
Gleðilegan Valentínusardag Gurrí mín og megi gæfan brosa við þér og öll krembrauðin mótast i fallegar beinar lengjur.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:13
vonandi fara hóstaköstin að batna en viskí staup virkar á minn hósta alveg satt
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 10:17
Áfram í krembrauðunum með hóstablöndu frá frömuði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 10:22
Eftir að ég frétti að Valentínusardagurinn væri ekki amerískur er ég orðin jákvæðari gagnvart honum ... hehehehe. Óska ykkur öllum gleðilegs ástardags. Kyssss, knússsss, kremmmjjjjj.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:36
Einu sinni, fyrir langa löngu, vann ég eitt sumar í sælgætisgerð og bjó til krembrauð, kókosbollur og svoleiðis nammigott. Allt meira og minna handunnið og kókosbollunum dýft í súkkulaðið í höndum með hjálp tveggja gaffla. Ég gat ekki borðað neitt af þessu í örugglega 10 ár á eftir.
Tek undir ögn meiri jákvæðni gagnvart deginum eftir fréttir af öðrum uppruna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:45
Þær borða sig ekki sjálfar heldur mmmm
Kanski að draumaprinsinn komi í dag víst þetta er ekki amerískur dagur.
Ólöf Anna , 14.2.2008 kl. 12:06
Blaðið-24-stundir er með fylgiblöðung í dag,en í honum er mikið skrifað um eitthvað undraduft eða eitthvað þessháttar er heitir ,,metasys,,viðtöl eru við nokkra aðila sem segjast hinir sprækustu eftir inntöku á þessu,elsku Gurrí mín eigum við ekki bara að prófa þettað,ja það ætla ég að gera og fer í býtið í fyrramálið út í kaupfélag.
jensen (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:24
Já en Gurrí mín, það er ekkert eðlilegt við það að vakna kl.6.15 fyrir jafndægur. Haltu áfram að sofa á morgnanna þangað til í vor-á morgnanna dreymir mann líka bestu draumanna.
Fran Miller, 14.2.2008 kl. 23:35
Vona að Valentínusardagurinn þinn hafi verið góður, ég er seint á ferð/eða snemma. GN. og eigðu góðan dag á morgun.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:38
Innlitskvitt elsku sætasta dúlla!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:47
Tískuvitund Tomma ? Góð.......hann hefur bara grátið að gleði að sjá þig mín kæra
Arafat í sparifötunum, 15.2.2008 kl. 12:03
Halló Gurrí mín. Þegar fyrst var farið að gera út á Valentínusardaginn fyrir 14 árum hélt ég að ég væri í falinni myndavél. Átta (8) sinnum hringdi dyrabjallan og fyrir utan var í hvert skipti leigubílstjóri með rauðar rósir og kort. Þetta var því miður ekki handa mér, heldur eldri syni mínum sem er fjallmyndarlegur og algjör sjarmör. Ég botnaði ekkert í þessu því ekkert var mér fjær í huga en einhver amerískur Valentínusardagur. Ég segi mér til hróss að ég stillti mig um að opna kortin og lét syni mínum það eftir þegar hann kom heim. Ég fékk nú samt að kíkja á þau og aðrar eins ástarjátningar og rómantík hef ég aldre vitað fyrr.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:34
Halló aftur. Ég er að gera algera innrás á bloggið þitt en þú ert búin að rukka mig um söguna af bankaránsmyndinni bæði í eigin persónu og á bloggi Vélstýrunnar. Svo hér kemur hún: Árið 1983 var ég í slysarannsóknadeild lögreglunnar og vann með vini mínum Jóni Otta Gíslasyni heitnum. Við vorum að sinna umferðarslysi í Breiðholti þegar við heyrðum í talstöðinni að bankarán hefði verið framið í Iðnaðarbankanum við Eddufell. Þar sem hvorugt okkar hafði haft afskipti af bankaráni ákváðum við að stelast á vettvang. Það kæmist örugglega enginn að því. Það var mikill misskilningur. Við birtumst í fréttatíma beggja sjónvarpsstöðva um kvöldið. Daginn eftir voru myndir af okkur í Mogganum, DV, Tímanum, Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. Svo hafa þessar myndir birst í að minnsta kosti tveimur annálábókum. Þetta var sem sagt misheppnaðasta laumuspil aldarinnar.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:42
Hahahahahah, snilldarsögur. Takk fyrir þetta. Gaman væri að sjá þessar myndir um löggurnar sem laumuðust ...
Vitlaust að gera, eins og svo oft á föstudögum. Hef ekki komist í að blogga, argggg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2008 kl. 15:56
Rétt. " Tilvitnun í síðustu setningu málsgreinar"
Er farin að lengja eftir almennilegri sögu, ekki um krembrauð eða Feit og Fögur.
Neibb þetta er ekki frekja, við eigum þetta bara skilið.
Þröstur Unnar, 15.2.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.