Blikkandi bílstjórar og þessi einka í fríi ...

Við spegilinn í morgunÞað liggur við að ég bjóði sjálfri mér gott kvöld þessa síðustu morgna þegar ég horfi á fagra ásýnd mína í speglinum, útsofna og bara ansi hrukkulausa, undir hálfátta. Önnur strætóferð dagsins frá Akranesi (kl. 7.41) fer að verða vani hjá mér. Ég blikkaði Tomma á Kjalarnesinu þegar hann var að koma frá því að flytja 6.41-hetjurnar til höfuðborgarinnar. Held að hann hafi ekki séð það, líklega blikkaði hann ljósunum á strætó á móti til heiðurs Gumma bílstjóra. Við vorum ekki nema 10-15 hræður að þessu sinni, afar óvenjulegt ... líklega er föstudagur í fólki og einhverjum (mörgum) hefur tekist að lengja helgina. Yfirleitt er rútan full í þessari ferð, eins og þeirri fyrstu.

Föstudagarnir eru yfirleitt ansi annasamir í vinnunni og ekki kom fimm mínútna pása til að blogga. Þegar ég tek fyrsta strætó dagsins er ég komin svo snemma í vinnuna, eða um miðja nótt, og byrja á að henda inn bloggi og svo er ég bara glaðvöknuð og helli mér í vinnu á eftir með kaffi í annarri og fjaðurpennann í hinni. Maður er ekkert nema vaninn.

Ásta í sólarlöndumDagurinn í dag gekk mjög vel og á sekúndunni 17.03 fór ég yfir til Sko, hinum megin við bílaplanið, þar sem elsku Erla perla beið, hún var á leið á Skagann og leyfði mér að sitja í. Það var unaðslegt að keyra þessa leið í birtu, það er svo stutt síðan allt var dimmt á þessum tíma.

Ásta fór í afmælisferð til útlanda, eflaust heimsreisu, hún er búin að vera svo lengi, kannski eins gott, afmælisgjöfin sem ég ætlaði að kaupa handa henni er uppseld í bili. Annars finnst mér mjög dularfullt að ég var ekki fyrr búin að kaupa smábensín á bílinn hennar þegar hún lagðist í flensu og í kjölfarið hvarf hún til útlanda. Mér finnst líklegt að hún flytji af Skaganum til að hún þurfi ekki að afplána að verða samferða á bílnum, kannski er hún horfin úr þjóðskrá ... sumir sem ég þekki fara offari í því að láta sig hverfa. Ég komst nýlega að því að gamall, náinn vinur minn, Símon Arngrímur Sigurhjartarson, heitir nú John Smith og er skáður „í útlöndum“. Eins og nálgunarbannið hefði ekki dugað.

Í gærkvöldi byrjaði ég að lesa nýja, íslenska, blóðuga fjöldamorðingjaspennusögu. Mér tekst líklega að klára hana í kvöld ... man ekki hve margir liggja nú þegar í valnum en ég trúi ekki öðru en að enn fleiri morð verði framin fyrir bókarlok.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo forvitin, hvaða saga er þetta??  Já, það er ótrúlega lengi bjart, yndislegur dagur í dag. Á svo ekki bara að slaka á í himnaríki um helgina??  eigðu ljúfa helgi.  hvernig gengur annars með litla bróðir Jónasar??

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Minnir að bókin heiti Ógn.

Litli bróðir Jónasar hefur algjörlega bjargað mér! Geimveruryk fjórum sinnum á dag kemur deginum í lag! 

Guðríður Haraldsdóttir, 15.2.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fjöldamorð í febrúar hljóma nú vel út af fyrir sig, en hvernig verður þetta orðið um næstu jól!?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ætlaðir þú að gefa henni Tiguan??? Þennan sem bakkar sjálfur í stæði og hægt er að hækka/lækka í Bylgjunni og skipta um útvarpsstöðvar á stýrinu?? Það er það eina sem ég man eftir í bili sem er uppselt fyrir utan hlutabréf.

Knús morðóða kona...vildi að ég hefði eitthvað spennandi að taka með mér í rúmið núna..Geisp!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Ólöf Anna

Þú ert æði Gurrí. Hef ég sagt þér það. Geymveruryk, John Smith og Ásta horfin.

Knús

Ólöf Anna , 15.2.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Ólöf Anna

Ahhh gleymdi óhugnalega hlátrinum sem átti að vera í tilefni morðsögunar.

MÚHAHAHA!!!!!!!

já og kallinum sem átti að vera fyrir aftan geimverurykið

Fúff ég verð að hætta að taka englarykið

Ólöf Anna , 15.2.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheheheheh, múaahhhahah

Guðríður Haraldsdóttir, 15.2.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 16.2.2008 kl. 01:18

9 Smámynd: Tiger

  Þvílíkt stuð að lesa þig stúlkukind. Það er augljóst á skrifum þínum að þú ert ekki óvön því að höndla sögur og skrif - svo vel upp sett hjá þér og þvílíkt lifandi frásögn að maður bara dettur inn í rútuna eða daginn við hliðina á þér...

Alltaf gaman að lesa hjá þér og fylgjast með þér í himnaríki úr fjarlægð. Eigðu góða helgi og farðu varlega í sakamálin - nóg af morðmálum og öðrum glæpum þó ekki bættist við ein blóðþyrst af skaganum.

  fagra hrukkulausa ásýnd - áður en ég fæ nálgunarbann á mig...

Tiger, 16.2.2008 kl. 01:42

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Innlitskvitt og knús

Edda Agnarsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 217
  • Sl. sólarhring: 422
  • Sl. viku: 2334
  • Frá upphafi: 1456284

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 1956
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband