20.2.2008 | 10:58
Eldri konur - yngri menn ... fæðingar og illa innrættir kvöldsölumenn
Gummi bílstjóri (300) horfði umhyggjusamur og afar áhyggjufullur á mig þegar ég skrönglaðist út úr strætó í Mosó, enda hafði ég hóstað látlaust fyrir aftan hann alla leið. Svo steinhætti geltið þegar í Mosó kom. Líklega er ég bara með ofnæmi fyrir Gumma, þessari elsku!
Dagurinn reddaðist svo algjörlega þegar ég sá forsíðu nýja Séð og heyrt en Páll Rósinkrans (34) er genginn út og er farinn að vera með fallegri flugfreyju (46) sem segir mér að ég ætti kannski að gefa gaum aðdáendum mínum á aldrinum 37-44 ára. Hingað til hef ég fleygt ástarbréfum frá þessum mönnum, enda eru þeir ekki í markhópi mínum. Ég hef líka hlegið fyrirlitlega þegar þeir hrósa útliti mínu og haldið að þeir ætluðu að misnota góðvild mína til að kynnast Helgu, litlu systur, (40) ... Við erum með merka konu (61) á forsíðu Vikunnar, konu sem fann bróður sinn eftir 60 ár og komst að því að faðir þeirra systkina var mikil stríðshetja í seinni heimstyrjöldinni og síðar mikill björgunarmaður, bjargaði fólki út úr bílflökum og slíkt. Ferlega skemmtilegt viðtal. Mér fannst líka athyglisvert að lesa viðtal við konu sem hefur bæði prófað að fæða barn hér á Íslandi og í Bandaríkjunum og það er mikill munur á. Hér á landi eru konur hvattar til að kveljast og pínast af því að það er svo náttúrulegt en það er ekki boðið upp á slíkt í USA. Konan segir ungbarnaeftirlit hér á landi þó mun betra.
Ein vinkona mín ætlaði einmitt að hafa allt svo náttúrulegt hjá sér og við verstu hríðarverkjum ætlaði hún í mesta lagi að dreypa á piparmyntutei. Eftir að hún var komin á fæðingardeildina breyttist allt og hún hótaði starfsmönnum öllu illu, kvalafullum dauða og alles, ef hún fengi ekki mænudeyfingu í hvelli!
Ég er svipað þenkjandi og hún, langar að láta hnefana tala ... en gagnvart sölumanns"krúttinu" (kaldhæðni) sem situr í sætinu mínu á kvöldin. Hann getur ekki sleppt því að skemma stillinguna á stólnum mínum og auk þess hefur hann einstaka ánægju af því að sparka inniskónum mínum það langt undir skrifborðið að ég þarf að skríða eftir þeim ... og hnén á mér þola illa slíkt eftir slysið ógleymanlega á ógæfumölinni í september 2006 þegar þurfti að sauma níu spor ... Ég er svo mikill hrakfallabálkur ... dett á svona fjörutíu ára fresti og slasa mig til blóðs ...
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég mæli eindregið með því að þú gefir yngri mönnum sjens. Sjálf er ég árgerð "56 og þriðji maðurinn árgerð "67 - og þetta er fyrsta hjónabandið mitt (af þremur) sem virðist ætla að ganga upp - og vel það. Við erum búin að vera ýkt ástfanginn í bráðum 6 ár - og lifum í endalausri sælu.
Laufey B Waage, 20.2.2008 kl. 11:07
Jussumía.mikið er ég heppin að vera með yngri manni...hann er heilum 14 árum..ehh nei..14 mánuðum yngri . Það telst samt með. Hann ER yngri. OG ég er Í þesssu tilfelli eldri kona með yngri manni. Smart bara Agalegt að þér hafi yfirsést þetta Gurrí....koma nú ekki allir karlarnir sem spila fótbolta fyrir utan gluggann hjá þér vel til greina..???? Gaman gaman!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.2.2008 kl. 11:22
Íslenskar ljósmæður eru bara svona miklu biblíufróðari en þær bandarísku, þær muna hvað Drottinn sagði við Evu í 1. Mósebók og átti að gilda um alla hennar kvenkyns afkomendur: ,,Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér."
Svo er það ekki alveg rétt að þú hafir aldrei leitt hugann að sambandi við yngri menn. Ég minni til dæmis á þegar við vorum með plön um að giftast sonum hvor annarrar til að geta nýtt okkur skattkortin þeirra. Það strandaði bara á drengjunum sjálfum ef ég man rétt.
Nanna Rögnvaldardóttir, 20.2.2008 kl. 11:44
Hahhahaha, ég var búin að gleyma þessu með synina, voðalega höfum við verið viðbjóðslega þenkjandi ...
Líst vel á fótboltamenn en þeir hlaupa allt of hratt til að ég gæti náð þeim, Katrín. Laufey, fer að dæmi þínu :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2008 kl. 12:14
Konur lifa lengur en menn og því er lógískt að búa með yngri manni - minnkar líkurnar á því að kona sé ekkja í mjög mörg ár! Fyrir nú utan það að margir hafa verið aldir upp í því að bera virðingu fyrir sér eldra fólki
Kolgrima, 20.2.2008 kl. 12:31
Athyglisvert (37 - 44) :/
Kjartan Pálmarsson, 20.2.2008 kl. 12:34
hehehehe já hér eru sko margir áhugaverðir punktar, hef þetta allt í huga ef minn strýkur úr beislinu og ég þarf að endurnýja
Ragnheiður , 20.2.2008 kl. 12:37
Gummi er níu mánuðum eldri en ég og í nærri ár get ég endalaust bent honum á að hann er eldri maður sem eltist við sér yngri konu.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.2.2008 kl. 12:52
Skemmtileg færsla Gurrý mín, auðvitað gefurðu öllum séns sem þér líst vel á, þitt er valið, aldurinn er þeirra vandamál ekki þitt. Minn er 6 mánuðum yngri, var hér áður með konum sér yngri, en finnst þetta miklu betra að vera með sér eldri konu.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 13:24
Ég fæddi næstum svona náttúrulega (alveg óvart) í seinna skiptið sem ég stóð í þessu. Þetta gekk sem sagt svo hratt að það var víst of seint að setja upp mænudeyfingu og ég svo logandi sprautuhrædd (er örugglega til fínt fóbíuheiti yfir það) að ég harðneitaði að fá vatnsbóludeyfingar og/eða aðrar sprautur og fannst ég vera að kafna af bannsettu gasinu, svo því var grýtt í burtu. Á endanum tók ljósan mín, þessi elska, af mér ráðin og gaf mér eitthvað deyfilyf og svo móteitur gegn því þegar kollhríðin hófst - svo krílið yrði ekki droggað.
Margar indælar skynsamar ljósur til.
krossgata, 20.2.2008 kl. 14:09
Færslurnar þínar eru alltaf jafn skemmtilegar og góðar. Finnst endalaust gaman að kíkja á þig ungfrú Akranes. Hef mikið gaman af því hve lifandi frásagnastíll þinn er, maður dettur alveg inn í daginn þinn.
Myndi fyrir mína parta styðja við þá hugmynd að hafa sem flest sem eðlilegast og minnst af afskiptasemi lækna og annarra þegar um eðlilegar fæðingar er að ræða. Þekki nálægt dæmi þar sem slík "hjálp" kostaði unga foreldra sitt fyrsta barn og ekki var litið á þau "mistök" öðruvísi en óheppni. Þrátt fyrir að um fullkomlega eðlilega fæðingu væri að ræða þá var gripið inní ferlið - eðlilegt ferli - með skelfilegum afleiðingum.
Tiger, 20.2.2008 kl. 15:42
kennarinn minn var að eignast barn, þurfti að taka á móti því í hjónarúminu því það tók bara 50mín frá því hríðir hófust... þannig þetta er nú mismunandi
Hulda (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:58
Hvað hefurðu á móti yngri mönnum? Minn er sjö árum yngri en ég og hann viðurkennir fúslega að hann sé haldinn dálítilli ellifíkn. Svo eins og Kolgríma segir verður maður ekki ekkja eins lengi og það er ódýrara að líftryggja þá. Þessi kall hentar mér miklu betur en sá fyrri sem var jafngamall mér.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:02
Eldri konur, yngri menn - það er trendið núna sko!
Marta B Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 21:22
Steingerður mín, ég myndi skipta honum út - alltof gamall fyrir þig
Marta B Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.