Blessaðar hneturnar ...

Kaka ársins 2008Nú þegar ég er nýhætt að borða sykur, hveiti og ger (í bili) hugsaði ég með hryllingi til þeirrar freistingar sem mun tröllríða landinu um næstu helgi; Köku ársins. Þessar elskur (bakarar) nota allt það besta sem hugsast getur í þessa köku og mér hefði verið lífsins ómögulegt að sleppa því að kaupa mér eitt stykki á konudaginn ... ef þeim hefði ekki komið í hug að hafa hnetubotn í henni. Sjúkkitt! Svona kaka verður því ekki keypt í himnaríki og vissulega ekki heldur af þeim landsmönnum sem hafa ofnæmi fyrir hnetum.

Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir þessu og ég held sátt og ótrufluð áfram að borða holla matinn minn og drekka rauðrófusafann frá Yggdrasil sem auðvitað fæst í elsku Einarsbúð. Þetta er ekkert meinlætafæði, síður en svo, erfðaprinsinn steikti ljómandi góðan fisk í gærkvöldi oní okkur.

Nýjasta tækniEkki er enn búið að hringja frá sjúkrahúsinu og boða himnaríkisfrúna í myndatöku. Ég hef ekki þorað að hreyfa mig á milli herbergja, sit bara hér og stari á gemsann. Ég er farin að hallast að því að best sé að vera heima á morgun líka. Ekki það að ég liggi í leti og lesi nýjustu kiljuna eftir Dean Koontz sem ég var að kaupa mér í Eymundson á Akranesi, Brother Odd, onei, ég hef ekki opnað hana og geymi mér hana til helgarinnar. Hér er unnið af krafti, enda nýjasta tæknin notuð í himnaríki, bæði tölva og Net.
mbl.is Kaka ársins 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Allt er vænt sem er grænt, líka sykurleysi og hnetuleysi. Er nú fegin því að hafa ekki ofnæmi fyrir neinu sem ég veit um. Hlýtur að vera erfitt að þurfa að gæta sín á hinum og þessum hlutum vegna ofnæmis.

Kökur eru ekkert endilega í uppáhaldi hjá mér en steiktur fiskur er æði í mínum kokkabókum og hef ég slíkt sælgæti eins oft og ég get/nenni.

Einarsbúð, nafnið vekur upp minningar - góðar minningar því ég verslaði oft þar í denn.. Takk fyrir mig og takk fyrir bloggvináttu.

  

Tiger, 21.2.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Hva, vantar myndavél. Hér er nóg af þeim.

Sittu bara eins og freðin ýsa darling, þangað til þú færð kallið stóra.

Þröstur Unnar, 21.2.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Laufey B Waage

Þú segist vera sykurlaus Í BILI. Ég veit ekki hvort þú trúir því, en sykurleysi besnar (en ekki versnar) með tímanum. Svo má illu venjast að gott þyki, - mundu sumir segja. En ég vorkenni þér ef þú ert með hnetuofnæmi. Ég er búin að vera sykurlaus í rúmt ár (hveiti- og gerleysi kemur eiginlega af sjálfu sér í kaupbæti) - og líður ótrúlega vel með það, - en mér þætti afleitt að geta ekki borðað neitt með hnetum.

Laufey B Waage, 21.2.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég skal alveg segja þér hreinskilnislega að mér hreinlega býður við lestri uppskriftar köku ársins (3 eignarföll, my o-mine) Elsku, njóttu sykurleysisins - og þess að borða fullt af röspuðuðum gulrótum og rófum með smá-appelsínusafa - og rúsínum (eða voru rúsínur á bannlistanum, með hnetum, súkkulaði og döðlum....?) Svooo margt gott, þó maður sleppi sykrinum. Vona að síminn fari að hringja .... ...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ, Gurrí með einföldu í, ekki nóg með að þú þurfir að skera sykurinn niður og nærast á samasem engu, þá þarftu líka að sitja undir vægðarlausu gríni mannsins sem þú munt eyða ævirestinni með!

Hvers átt þú að gjalda, glæsimeyjan grannvaxna, ég bara spyr!?

En til "Tígursins tuðandi", þá segjum við, "Allt er vænt, sem VEL er grænt"!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Bestu bata kveðjur til þín Gurrí mín.

Kveðja úr Kópavogskjördæmi eystra. þ.e Austan Reykjanesbrautar.

Kjartan Pálmarsson, 22.2.2008 kl. 00:43

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Heja heja !! Vona að þú hressist fljótt !! Þarf að skella mér upp á Skaga til að hressa þig :)

Svava S. Steinars, 22.2.2008 kl. 01:31

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Helgi. Ég held að ég sé með geróþol, líður eins og brauði sem er að lyfta sér stundum eftir að hafa kannski borðað pítsu. Fæ væna undirhöku og feita putta og ökkla. Var sagt einu sinni (og oftar eftir það) að eftir óverdós af pensílíni, sem ég fékk fyrir 15 árum, gæti þetta gerst, minnir að það hafi verið Helgi Valdimarsson læknir og fleiri í kjölfarið. Ætla alla vega að prófa þetta eftir margra ára þrjósku. Verst hvað ger er í mörgum fæðutegundum, meira að segja súputeningum.

Magnús, þú getur ekki ætlast til þess að ég verji lífinu með öllum bloggvinum sem eru næs ... ég er allt of ung til að binda mig.

Guðný Anna, rúsínur eru sko líka á dauðalistanum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:02

9 Smámynd: Laufey B Waage

Í Heilsuhúsinu fæst nautakjötskraftur, kjúklingakraftur og grænmetiskraftur - allt laust við ger, msg og önnur aukaefni. Það er í duftformi, en ekki teningaformi. 1 tsk. í staðin fyrir einn tening. Ekkert bragðminna né verra en teningarnir frá Maggí og Tóró. Mæli með því.

Laufey B Waage, 22.2.2008 kl. 14:32

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín Kæra Gurrí með.. æ, sleppi því, orðið þreytt!

En Þrösturinn Unnar er nú aldeilis ekki ALLIR auk þess sem hann þóttist nú ei fyrir svo löngu hafa slegið eign sinni á þig!

En Helgi Valdimars, fyrst þú nefndir hann, er góður læknir og fínn maður, enda ættaður heðan að norðan! Svo er hann auðvitað skrambi vel kvæntur, heiðurskonunni Guðrúnu Agnars!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 20:57

11 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Smakkaði þessa köku ársins í dag og get glatt þig með því að ekki fannst mér hún góð..

Brynja Hjaltadóttir, 24.2.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 1505991

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband