27.2.2008 | 10:19
Kaldranalegheit, björgun og sölumannsstríð vegna stóls ...
Fremur kaldranalegt var að koma út í morgun en mun kaldranalegra hefur verið að koma út í Kaldrananesi í Kaldrananeshreppi, ég huggaði mig við það. Ekki lagaðist veðrið á leiðinni með Gumma í strætó, heldur versnaði, nú fór þetta hvíta að fjúka um allt, næstum því í skafrenning.
Engin Erla var í strætó svo að ég ákvað að taka 15 alla leið í Ártún hoppa niður (milljóntröppur), upp (lúmsku brekkuna) og taka leið 18 í vinnuna. Bílstjórinn á 18 var mjög laglegur en ekki sérlega gáfaður ... hann ók framhjá stoppistöðinni minni án nokkurrar miskunnar og samt var ég búin að hringja og alla vega þrír aðrir voru staðnir upp, héldu í stöngina og biðu eftir að komast út. Strætó hélt bara áfram að keyra og keyra ... Þegar hann loksins stoppaði, eftir að við grátbáðum hann um það, vorum við komin svo langt upp í sveit að gangstéttirnar þar eru aldrei mokaðar. Við gengum því nokkur saman, steinþegjandi og kúl, á götunni áleiðis að vinnunni. Bíll sem kom á móti okkur tók stóran sveig, þessi elska, en næsti bíll (jeppi) neitaði að færa sig og nú voru góð ráð dýr. Ekki var sjéns að komast upp á gangstéttina akkúrat þarna en ungi maðurinn sem gekk aðeins fyrir aftan mig hafði haft vit á því að fara upp á hana á betri stað, aðeins fyrr. Hann sá vandræði minn, hættulega jeppann sem nálgaðist skjótt og grimmdarlega, rétti hönd sína út á götuna og ég gat vippað mér upp á gangstétt. Það var svo hált að ég hefði ekki komist upp, líklega bara runnið undir grimma jeppann, þessu nema taka í styrka hönd ... herramannsins unga sem ég tók eftir að er greinilega samstarfsmaður minn þar sem hann gekk inn um sömu dyr og ég.
Svo er spáð vitlausu veðri seinnipartinn eða í kvöld. Það er ekkert lát á ævintýrunum! Það var svo ekki allt búið enn, kvöldsölumaðurinn kvikindislegri var búinn að leggja fyrir mig lævíslega gildru og breyta stólnum svo mikið að það hefði orðið mitt síðasta ef ég hefði sest í hann. Mér tókst að laga stólinn og og bjarga þannig lífi mínu og gladdist líka yfir að þurfa ekki að skríða undir borð eftir inniskónum. Tókst að teygja vel á fótunum og smokra þeim nær skónum og það tók ekki nema fimm mínútur. Á morgun þori ég ekki annað en að leita eftir teiknibólum, handsprengjum og slíku. Þetta er stríð, gott fólk!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 41
- Sl. sólarhring: 98
- Sl. viku: 679
- Frá upphafi: 1505970
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 546
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Teiknibólubelti það er málið. Einar verður að redda slíku fyrir morgundaginn, annars legg ég enn fram þá tillögu að þetta sé og verði þinn einkastóll, söludýrið getur bara setið á koll. Vona að það gangi vel heim í kvöld, og svo með þennan bílstjóra á strætó, sannas alveg "bjútí nó brein" eigðu ljúfan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:13
Takk fyrir síðastþú eignaðist aldeilis aðdáanda í gær. Hún ætlaði sko að segja öllum á leikskólanum frá góðu Gurrý sem á Tomma.
Ég myndi fara í góða hriðirinn fá síma á slikk og setja svo harpix á símann. Það kvöld límist allt við hann.
Arafat í sparifötunum, 27.2.2008 kl. 11:16
Í fyrrakvöld hringdi í mig ungur maður frá Birtingi til að selja mér áskrift af nýju tímariti. Ég var komin á fremsta hlunn með að spyrja hann hvort það væri hann sem sæti í stólnum hennar Gurríar og hóta honum öllu illu ef hann hætti ekki að breyta stillingum og sparka inniskónum hennar út í hafsauga. Glætan að ég keypti áskrift af slíkum skemmdarvargi.
En þar sem ég hafði ekki haft tóm til að kynna mér tímaritið urðum við ásátt um að hann hringdi aftur seinna. Kannski hef ég uppi hótanir þá, hver veit...
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:16
Heheheh, þið eruð svo miklir snillingar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:21
Hæ. Ég verð á kvöldvakt í næstu viku. Er ekki bara gráupplagt að ég tölti yfir og taki ærlega í lurginn á bannsettum sölumanninum?
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:43
Jú, og spyrjir hann hvort hann hafi virkilega verið að krassa á borðið mitt með penna (og á útprentaða grein) og snúi upp á símasnúruna mína, hafi tekið niður myndina af Jason Statham sem ég hafði hengt aftan á tölvuna hennar Bjarkar svo ég hefði eitthvað fallegt að horfa á þegar ég hugsa ... Glæpir hans eru úthugsaðir og afar kvikindislegir. Jú, taktu hann í gegn, krakkarassgatið!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:01
Ég legg til að þú skiljir eftir "fallegt" hótunarbréf á skrifborðinu núna seinnipart dags. Svona til að sýna honum að þetta gangi ekki lengur og að tekið verði til harðra aðgerða ef að hann fer ekki að kröfum þínum
Vera Knútsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:02
Frábær hugmynd. Fyrri bréf mín hafa verið of vingjarnleg! Nú hóta ég að slíta handleggina af og svona ... múahahahha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:35
Fallegt gluggaveður á skaganum í dag góða ferð heim
Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 13:40
Leggðu á hann álög, þess efnis að hann fái flær þúsund kameldýra en handleggir hans verði svo stuttir að hann geti ekki klórað sér!
Oddný (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:42
aldeilis óborganlegar ráðleggingarnar sem þú færð hér Gurrí ætla ekkert að leggja inn nema góða kveðju til þín og ósk um að veðrið verði jafn gott í kvöld þegar þú átt heimferð eins og það er hérna núna, SÓLKSIN
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.2.2008 kl. 13:51
Fyrirfinnst ekki stóll í þessu fyrirtæki sem er kominn til ára sinna og er ekki notaður? Þú ættir að athuga það og fá að setja þann stól við borðið þitt á kvöldin og koma þínum stól fyrir á góðum stað þar sem hann fær að vera í friði. Svo má skreyta stólinn með títuprjónum og teiknibólum og öðru tilheyrandi. Svo þegar þú mætir á morgnana þá bara dregurðu þinn stól með þínum stillingum úr felustaðnum og geymir draslstólinn annarrstaðar þar sem hann er ekki fyrir. Það er nú ýmislegt leggjandi á sig til að fá að hafa stólinn sinn í friði.
Sigga (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:19
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:30
Ók, hann fær að finna fyrir því í næstu viku. Byrja vitanlega á að segja honum að ég hafi verið rekin úr lögreglunni fyrir hrottaskap. Það ætti að hræða hann aðeins.
Helga Magnúsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:54
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:04
Hahhahaha, rekin úr löggunni vegna hrottaskapar, það finnst ekki dásamlegri manneskja. Hahahahhaha, sammála, ljúgum að gæanum samt! Ætla að prófa að skipta um stól, það er góð hugmynd.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2008 kl. 15:12
Kveðja til þín Gurrí mín
Kristín Katla Árnadóttir, 27.2.2008 kl. 16:53
´Hmmm, mér sýnist nú á góðri leið sé að koma efniviður í sakamálaleikritið "Sölumaður deyr 2"! höfundur þess fyrra var Arthur Miller, en þess nýja Gurrie Killer!
(en svo öllu sé nú til skila haldið fyrir þá sem ekki þekkja, þá var fyrrnefnda leikritið ekkert sakamálaleikrit, heldur svona fjölskyldudrama!)
Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 17:20
Og já, mér finnst það nú ekkert svo slæmt þótt Helga hérna (sem einhver laumaði að mér að væri tröllvaxin, en jafnframt tíguleg kvinna) hafi verið rekin úr löggunni fyrir harðneskju. Væri öllu verra ef hún hefði fengið reisupassan fyrir já tja, "Berari" sakir, eins og þessi ungverska þarna sem Moggin sagði frá í gær!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 17:25
Jamm, mér líst vel á hugmyndina um að skipta um stól. Er viss um að það mun virka vel. Byssudæmi og sakamáladæmi eða teiknibólur eru bara til að skapa meiri vandamál sko... hehehe.
Ef stólaskipti ganga ekki upp - skal ég koma með baseball dótið mitt og lána þér...
Tiger, 27.2.2008 kl. 20:43
Það er almennilegt veður hjá ykkur! Vona að baráttan með stólinn gangi vel. Límið er grimmdarleið því þá hittir þú viðkomandi á snúrunni undir morgun ....
www.zordis.com, 27.2.2008 kl. 22:06
Þetta veður, þessi vetur!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.