Sæt SMS og "stríðsástand" í himnaríki

Sæt SMSLeynivinurinn minn er frábær. Hann hefur dúndrað til mín nokkrum SMS-skilaboðum í dag sem er hvert öðru sætara. Það nýjasta hljóðar svona: Eigðu yndislegt kvöld og njóttu hverrar mínútu. Á morgun bíða þín óvænt ævintýri. Þinn leynivinur. Ég get ekki beðið eftir að komast í vinnuna. Ég lít t.d. á herðanudd (hint) sem stórkostlegt ævintýri.

Erfðaprinsinn (27) sá enga útlitsbreytingu á móður sinni (49) eftir klippinguna þegar hann kom heim í dag. Engin aðdáunarhróp glumdu, ekkert gerviyfirlið sökum hrifningar. Gæti tengst „stríðsástandinu“ sem ríkir í himnaríki ... skoðunum okkar á samskiptum Ísraels og Palestínu. Mér finnst málstaður hans kolrangur og hann gubbar yfir minn.

Minn málstaðurBlessuð bjúgunÉg þykist vera ansi hreint ópólitísk, alla vega vil ég ekki festa mig í neinum sérstökum flokki. Því fannst mér frekar fúlt þegar Árni Sigfússon (22) gaf drengnum pylsu eða tvær eitt árið í kosningabaráttu um borgina og erfðaprinsinn (14) kolféll fyrir Sjálfstæðisflokknum med det samme. Ég sagði Árna frá þessu í beinni útsendingu nokkru síðar á Aðalstöðinni við takmarkaðar vinsældir, bæði hans og tæknimannsins (erfðaprinsins). Held að hjartað slái nú hjá öðrum stjórnmálaflokki. Jæja, best að fara út í búð og kaupa margar, margar pylsur. Nei, bjúgu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hello  Hello Hello 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

ó, sorrí ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Ragnheiður

Rifist í beinni hehehe..þið 2 eruð dásamleg...ég hélt þegar ég las fyrirsögnina að erfðaprinsinn hefði dottið um Jónas "bróður " sinn.

Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hæ. Ég á líka rosafínan leynivin, súkkulaði, geisladiskum og vísum rignir yfir mig. Mér tókst áðan að ná mér í leynivin sem ég veit ekkert hver er. Verð að reyna að finna eitthvað á morgun.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert heppin eins og ég, Helga mín. Ef þú verður í vinnunni á morgun, sýndu mér þá endilega leynivininn og ég skal segja þér hvar hann situr. Mig grunar að reynt sé að láta Birtíngs- og DV-fólk ná saman með blómvöndum og konfekti.

Nei, Ragga, svo slæmt var það nú ekki.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:54

6 identicon

Leynivinurinn þinn, Fröken Guðríður, er örugglega kona - því svona skilaboð senda karlmenn ekki [lengur].  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:38

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, það held ég að sé rétt hjá þér, herra Guðmundur. Við konur getum ekki gert þá kröfu á karla að þeir séu krúttlegir OG karlmannlegir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:48

8 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Úff, leynivinaleikurinn er svo skemmtilegur!

erlahlyns.blogspot.com, 5.3.2008 kl. 07:04

9 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:54

10 Smámynd: Tiger

  Hey, sko ... ég er hörkunagli - en líka dúnmjúkur. Karlmenn geta víst verið Krúttlegir & Karlmannlegir! Bílíf mí..

Leiðin að kosningasellunum liggur í gegnum magann, það er morgunljóst. Gott þó að erfðaprinsinn hefur stækkað og séð munin á Pizzu og Pylsu - en gott hjá þér að kaupa bara bjúgu, kannski breytist Ísland/Palestína eitthvað við það.

  Mér finnst sms-ið frá leynivini þínum svo mikið krútt og þvílíkt karlmannlegt! Viss um að "hann" á eftir að gera lukku sem leynivinur..

Tiger, 5.3.2008 kl. 13:43

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvort heldur þú með Ísrael eða hinum?

Júlíus Valsson, 5.3.2008 kl. 16:52

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú átt eftir að drepa mig einn daginn þegar ég ramba blásaklaus og í góðu jafnvægi, hér inn á síðuna þína og fæ fáránleg hlátursköst.

Jenny (56)

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 18:24

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Júlíus, hjarta mitt slær ögn meira með Palestínumönnum. Vil auðvitað helst að Ísraelsmenn geti búið í sátt og samlyndi þarna ... en án yfirgangs þeirra.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 1505957

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband