Afdrifarík leynivinavika - leynivopnið kossar

Í vinnunni í dagAnnasamur dagur að baki en leynivinurinn (29) gerði sannarlega sitt til að auðga hann og gera hann auðveldari. Hann færði mér "morgunverð", eða setti lítinn pakka af örbylgjuofns-haframjöli í djúpan disk og skeið með. Einnig gaf hann mér reykelsisstand (ég átti engan) ásamt reykelsum. Þvílíkt krútt. Svo sendi hann huggulegan samstarfsmann minn (37) til að nudda axlirnar þar sem ég (49) sat við skrifborðið, það bjargaði gjörsamlega restinni af deginum.

Í þessum leynivinaleik kviknaði snjöll hugmynd hjá mér. Það gerðist í kjölfarið á því að ein samstarfsmanneskjan (33) bað mig um að kyssa fjármálastjórann (42) á kinnina og skila kveðju frá "leynivininum". Það var mér mun meiri ánægja en viðkomandi hefði grunað ... því að nú get ég gengið á milli karlkynssamstarfsmanna minna allan morgundaginn og kysst þá og logið því að þeim að þetta sé kveðja frá "leynivininum". Þessi leynivinavika á sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér og ef við pössum okkur ekki mun hún bera ávöxt. Sjúkkitt að báðir leynivinir mínir (sem ég þarf að færa gjafir) eru kvenkyns!!! Náði að redda flottum gjöfum fyrir þær báðar þótt ég hefði verið bissí í morgun og ekki mætt fyrr en eftir hádegi í dag. Nú er 50% meiri séns að fatta hverjir eru leynivinir mínir!

SkagastrætóSvo var heldur betur sjokk þegar ég tók 17.45 vagninn, 27B, frá Mosó og Gummi (28) var ekki Gummi (59), heldur einhver allt annar bílstjóri! Svona eins og í ruglingslegum draumi þegar maður er á Laugaveginum og svo er þetta ekkert Laugavegurinn, heldur Álfheimar eða Hringbraut ... Skildist að Gummi sé veikur, heyrði dularfulla bílstjórann (45) ræða við Gumma í síma um flensur og svona um leið og hann sagði honum frá biluðum afturdyrum. Svo lentum við í hrikalegu ævintýri þegar við skiptum um strætó við Innnesveginn vegna biluðu dyranna en þá var enn einn ókunnur bílstjórinn (15). Fjölbreytni er vissulega fín en kommon, hvar er millivegurinn? Tveir nýir í sömu ferð og nú vantar Ástu (45) til að spyrja þá að nafni og skóstærð. Það vakti hjá mér mikla öryggistilfinningu þegar við mættum kunnuglegu andliti á Kjalarnesi en Kiddi (41) sat undir stýri á 27A á leið í bæinn.

Langar að vekja athygli á Fiðrildagöngunni en hún fer fram kl. 20 í kvöld. Ég fékk ímeil um hana og kópí-peistaði það. Myndi örugglega fara sjálf ef ég byggi ekki í Himnaríki, 300 Akranes.

Fiðrildaganga

BAS og UNIFEM efna til FIÐRILDAGÖNGU  
miðvikudaginn 5. mars
kl. 20:00.  
Þjóðþekktir einstaklingar leggja göngunni lið sem kyndilberar - og leggja þannig sitt af mörkum til að styðja við
Fiðrildaviku Unifem, þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum.  
 
Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra leiðir gönguna ásamt BAS. Gengið verður í takt við
Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur frá skrifstofu Unifem á mótum Frakkastígs og Laugavegs niður að Austurvelli þar sem dagskránni lýkur með skemmtilegri uppákomu.

Kyndilberar

1. Thelma Ásdísardóttir. Stígamótakona.

2. Amal Tamimi. Fulltrúi Alþjóðahúss og formaður Lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðari.

3. Tatjana Latinovic. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

4.  Gísli Hrafn Atlason. Ráðskona karlahóps Femínistafélags Íslands.

5.  Þórunn Sveinbjarnardóttir. Umhverfisráðherra.

6. Sigþrúður Guðmundsdóttir.Fræðslu-og framkvæmdastýra Kvennaathvarfs.
7. Dagur B. Eggertsson. Læknir og borgarfulltrúi.

8. Hrefna Hugósdóttir. Formaður ungliðadeildar Hjúkrunarfræðinga.

9. Þórunn Lárusdóttir. Leikkona.

10. Kristín Ólafsdóttir. Kvikmyndagerðarkona og verndari UNIFEM á Íslandi.

11. Svafa Grönfeld. Rektor HR.

12. Lay Low. Söngkona

Dagskrá á Austurvelli

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Forstýra UNIFEM á Íslandi ávarpar göngufólk

Ellen Kristjáns og co tekur lagið

Thelma Ásdísardóttir flytur ljóð

Hörður Torfa flytur lög

Kynnar verða BAS stelpurnar

Dagskrá lýkur um kl 21:15

Fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra og fiðrildaáhrif (butterfly effect) vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft stórkostleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Það má svo sannarlega heimfæra kenninguna um fiðrildaáhrifin á átak UNIFEM á Íslandi sem mun gefa konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum byr undir báða vængi. Með þinni þátttöku getur þú haft fiðrildaáhrif!

BAS  
BAS hópurinn samanstendur af þremur hjúkrunarfræðingum sem hafa beitt sér í baráttunni fyrir góðum málefnum af ýmsum toga - frá því að skipuleggja hópgöngur gegn slysum,  ganga til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini yfir í að skipuleggja Fiðrildagöngu til styrktar Fiðrildaviku Unifem.  Allar þrjár stunda meistaranám í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík.

UNIFEM

UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna fyrir konur. Hann var stofnaður árið 1976 í kjölfar fyrstu heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna.

UNIFEM á Íslandi er ein 15 landsnefnda UNIFEM, stofnuð 18. desember 1989. Sama dag árið 1979 var samþykktur alþjóðasamningur um afnám alls misréttis gegn konum/ Kvennasáttmálinn (CEDAW). UNIFEM á Íslandi styður og styrkir starfssemi SÞ í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna víða um heim sérstaklega á sviði þróunarsamvinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 örbylgjuhafragrautur hehehehehe.Snilld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessi leynivikuleikur er alveg frábær. Sem betur fer hef ég sloppið við örbylgjujafragraut enn sem komið er. Er bara spæld yfir því að komast ekki á afhjúpunina á morgun. Fimmtudagar eru alltaf klikkaðir hjá okkur vegna helgarblaðsins. Annars finnst mér þessar strætóferðir hjá þér vera á við marga leynivinaleiki.

Helga Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, er alsæl með leynivinaleikinn. Hlakka til að vita hver hefur gert líf mitt undanfarna daga svona yndislegt!!! Verður þú í vinnunni á morgun! Bara bissí?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Brynja skordal

En krúttlegur leynivinur bara morgunmatur og nudd hlýtur að vera einhver rómtík í þessum leynivini hlakka til að fá fréttir hver hann/hún er þetta er nú meiri ævintýra menskan á strætó ferðum frá og til skagans

Brynja skordal, 5.3.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 44
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1505973

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 549
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband