Stress vegna seinku og leynivinaafhjúpunartilhlökkun

StrætóVaknaði hrikalega þreytt, lasin og asnaleg í morgun, svo reyndist það bara vera misskilningur! Ákvað að drífa mig með næsta strætó kl. 9 (ja, eða 8.41) ... EN það er enginn strætó kl. 9. Þarf að bíða til 10 (9.41)! Eins gott að það verði kunnuglegur strætóbílstjóri undir stýri til að róa taugarnar! Blaðið fer nefnilega í prentun í dag (sem þýðir yfirlestur á hverju einasta orði fyrir mig) og ekki nóg með það, heldur verður leynivinurinn afhjúpaður, vonandi þó ekki fyrr en eftir hádegi! Ég er með fleiri gjafir handa mínum krúttum áður en gríman fellur. Datt í hug að hringja í "fyrrverandi" Erlu perlu til að komast fyrr í bæinn en það var bjánaleg hugsanavilla, Erla tekur 8-strætó til Mosó og keyrir þaðan á nýja f******* vinnustaðinn. Mér datt ekkert annað ráð í hug í stöðunni en að fara í bað. Það lagar líka hausverkinn ... og ég sem fæ aldrei hausverk! Arg dagsins var í boði himnaríkis!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

kannski var nuddið að virka svona vel þá getur hausverkur verið ástæðan En það verður spennandi að vita hver leynivinur er hafðu góðan dag Gurrí mín

Brynja skordal, 6.3.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ætli að þú sért ekki að fá þessa flensudruslu sem gengur nú um þessar mundir.

Reyndu að hafa það gott Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Ólöf Anna

Fuff það er bara á engan hátt auðvelt að vera þú

Ólöf Anna , 6.3.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 6.3.2008 kl. 13:30

5 identicon

góð að ná almennilegu baði á minna en klukkutíma

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1505977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband