Kossaflens

Vinnunni í dagSpennan er óbærileg. Ekki er búið að afhjúpa leynivinina ... og ég var að fá þriðju gjöfina í dag. Ég elska leynivininn minn!!! Fyrsta gjöfin var gullfallegt flotkerti, appelsínugult. Næsta gjöf var steinn sem heitir Hematite, er í bandi, samt held ég að þetta sé ekki hálsmen, kannski pendúll? Þriðja gjöfin kom rétt áðan og var það gullfallegur TE-fantur (ekki þó handrukkari í ruggustól), ásamt TE-síu og TE-i!!! Núna kl. 15.15 verða grímur teknar niður. Læt svo vita hvaða dýrðarsnúlla þetta er!

Mér hefur tekist að kyssa nokkuð marga karla í dag, eininlega bara rosamarga, og sagst vera að kyssa þá fyrir "leynivininn". Djöfull virkar það vel. Ég má reyndar aldrei koma aftur á umbrotsdeildina! Hver þarf eiginmann þegar hægt er að kyssa strákana í vinnunni í frjálsu falli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

spennandi...en heldurðu nokkuð að karlarnir munu ekki heimta að hafa svona leynivinadæmi vikulega þegar þeir fá svona mikið af kossum frá konunni??

Smjúts, smjúts, smjúts.  

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þú verður svo að láta uppi hver leynivinurinn er.......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Tiger

 Ég hef engan koss fengið í dag ... Æi hvað ég vildi að ég væri að vinna á þínum vinnustað - sérstaklega í umbrotsdeildinni!!!

Verður að leyfa okkur að heyra hvernig leynivinurinn kom út.. og hvort hann hafi komið á óvart eða hvort þig hafði grunað hann/hana sem leynivin. Knús á þig.

Tiger, 6.3.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hafði "hann" ekki grunaðan ... þetta reyndist vera elskan hún Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir, markaðsstjórinn okkar og bloggvinkona mín, sem fyllti líf mitt gleði þessa daga!!! (Það var þá sem sagt fjármálastjórinn sem ég kyssti í gær, ekki markaðsstjórinn).

Guðríður Haraldsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þótt ég hafi kysst Þig í dag fyrir að vera besti leynivinur EVER ætla ég að þakka þér aftur fyrir. Ég ætla í svona lúxusbað í kvöld, þegar ég verð búin að setja góðu lyktina í bílinn minn, svo ætla ég upp í að lesa bókina frá þér, hlusta á geisladiskinn, borða nammið og og og

Þú ert algjört yndi, það getum við umbrotsdeildin staðfest.

Helga Magnúsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:21

7 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mikið var gaman að fylgjast með þessum leynivinadögum, og þú heppin að geta kysst alla þessa sætu kalla

Svanhildur Karlsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:25

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

OOOþetta er svo gaman. Í Áslandssk. fyrir jól vorum við með svona. Ég fattaði hver var leynivinur minn, vissi að það var karl og síðan hver. Starfshópurinn er 90 prós konur.

Var ýkt montinn en maður sá þetta á gjöfunum. Fékk fyrst glas  og konfekt frá honum og svo rauðvín, svo meira rauðvín og ekkert dúll, plúndur eða borðar með það.

Þetta var æði.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 19:24

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gaman og spennandi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:44

10 Smámynd: Guðný M

Það er búið að vera rossalega gaman þessa vikuna með allt þetta leynimakk.... og sérstaklega er búið að vera gaman að fylgast með þér á blogginu :-)..... takk takk takk kærlega fyrir falleg orð kæri "ekki lengur leynivinurinn minn" heldur opinber vinur :-) :-)

Guðný M, 6.3.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 586
  • Sl. viku: 2454
  • Frá upphafi: 1457323

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband