Dulbúin kjéddlíngamynd, símahrellir og bæjarferð

Mjúkur geimfariVið erfðaprins ákváðum að fara í vídjóskrepp í Bónusvídeó á Skaganum í kvöld. Við sáum fátt sem horfandi var á, kannski vorum við bara búin að sjá það helsta af þessum nýju. Ég fæ reglulega spólur lánaðar sem ég skrifa stundum um en líklega þekkja mínir menn fágaðan smekkinn og senda mér ekki hvað sem er. Prinsinn er hrifinn af sumum myndum með Ben Affleck og lét því dulbúna kjéddlíngamynd blekkja sig. Ég meira að segja spurði hann hvort þetta væri ekki kjéddlíngamynd en með Pearl Harbor-, Armageddon- og Sum of all Fears-glampa í augum tók hann þessa slæmu ákvörðun. Eftir að hafa smitast af hlýðni bold-kvenna hlýddi ég auðmjúk. Myndin fjallar um mann í tilvistarkreppu, hann var svona harður bisnisskarl sem breyttist í kjökrandi vælukjóa sem er góður við konuna sína. Algjör viðbjóðsmynd. Mætti ég þá heldur biðja um Hefnd vélsagarmorðingjans.

SódavatnÁ vídjóleigunni var Vífill Bush-hrellir. Ég hef aldrei hitt hann áður en sveif á hann og þakkaði honum fyrir að hafa verið frábær símavinur Skagaliðsins í Útsvari um daginn. Langaði síðan að gera at í afgreiðslustelpunum. Ég keypti sódavatn og var orðin svo þyrst á biðinni (bilað töluvukerfi) að ég opnaði flöskuna og fékk mér sopa. Sagði erfðaprinsinum að ég ætlaði að reyna að fá afslátt af því að það væri búið að opna flöskuna en hann sagði að ég yrði mér bara til skammar. Á meðan hann borgaði hélt hann mér upptekinni með því að dingla bíllyklunum og svo vorum við allt í einu komin út í bíl. Ekkert at.

 ------         ----------                  ------------                  ----------                           ---------

MensaLemslipÁ morgun er fyrirhuguð bæjarferð. Kaupa á eitthvað af bókum á bókamarkaði og eins og eitt „Lemonslip“ hjá lush í Kringlunni. Það er eitthvað gult bað-jukk með einni bestu lykt sem ég hef fundið. Fékk svoleiðis í jólagjöf og hef ekki borið mitt barr síðan dollan kláraðist. Vanilla hvað? Erfðaprinsinn fer síðan á Mensa-fund og ég mun njóta samvista við vinkonu úr Félagi íslenskra gyllinæðarsjúklinga á meðan. (Þetta síðasta mun stressa erfðaprinsinn, hann er svo hræddur um að fólk trúi öllu sem ég skrifa. Það væri örgla skelfilegt ef það héldi að hann væri yfir meðalgreind)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er eitt gott við að lesa bloggið þitt.

Manni fer að þykja meira vænt um mömmu sína.

Steingrímur Helgason, 8.3.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, erfðaprinsinn er velkominn í Mensuna. Ég tek á móti honum

Steingrímur góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, Steingrímur, ég var bara að grínast, þetta var ekki sódavatn, heldur Toppur.

Jenný, hann Steingrímur góður? Hann gerir ekki annað en að móðga mig. Það er bara eitt gott við bloggið mitt, segir hann ... hvað með t.d. myndirnar af bloggvinum mínum (þér og ykkur) ... eru þær ekkert góðar? Þarna móðgaði S mig og alla mína bloggvini, einnig ljósgula litinn, Nova-auglýsinguna og margt fleira.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Brynja skordal

Góða skemmtun með prinsinum í bæjarferð á morgun hafðu ljúfa helgi

Brynja skordal, 8.3.2008 kl. 12:16

5 identicon

.Hringi í þig eftir helgi.Góðar fréttir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:38

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hlakka til, Birna Dís.

Ja, stelpur, breytingar á plönum, nú eru það bara gestgjafastellingar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 903
  • Frá upphafi: 1505910

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband