Gestir koma til miðdegisverðar

Gestir í himnaríkiSkjótt skipast veður í lofti. Fékk unaðslega upphringingu um hádegisbil og hætti samstundis við bæjarferð, það verður hvort eð er allt fullt af fólki á bókamarkaðnum og örugglega súrar bækur þar ... ég á líka nóg af lyktargóðu efni í bað svo lush má bíða aðeins. Hún Katrín Snæhólm ætlar að kíkja í heimsókn með karlinn og krakkalakkana, líka barnabarnið. Erfðaprinsinn verður bara að fara einn á Mensa-fundinn. Katrín hefur bara einu sinni komið í heimsókn í himnaríki og þá var hún enn búsett í Bretlandi.

Mér þótti leitt að skilja ykkur svona eftir í lausu lofti í gær með BOLDIÐ og þeir sem vilja kíkja á framhaldið geta farið á þessa síðu (hlekkur fyrir neðan) og séð hverjir fara að sofa hjá hverjum, hver keyrir fullur, hver deyr og hverjir giftast og hverjir giftast næstum því. Í gær var þáttur nr. 4820 sýndur. Ég er búin að lesa upp í 4892 og veit því ýmislegt.

http://www.tv.com/the-bold-and-the-beautiful/show/1232/episode_guide.html?season=20&tag=season_nav;next

P.s. Minnir að einhvers staðar í himnaríki leynist bók með sama nafni og fyrirsögnin, gömul glæpasaga í léttum dúr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman hjá ykkur Katrínu hafið þið það gott.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 8.3.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Þér er fyrirgefið med de samme.

Hvað er Mensa? Bíla eitthvað?

Þröstur Unnar, 8.3.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mensa er félagsskapur fólks með ofurgreind ... hvort það er yfir 145 IQ eða hvað ... ég næ þessu ekki alveg (er með 144.5) en ég á vinkonur sem ná því, nema þær hafi tekið greindarprófið á kornflexpakka eins og ég.

Guðríður Haraldsdóttir, 8.3.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Það væri gaman að vera fluga á vegg á svona samkuntu.

Þröstur Unnar, 8.3.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bið að heilsa Katrínu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.3.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las boldið upp í 4860, nú þarf ég ekki að horfa næstu vikurnar  Ég er búin að fylgjast með því frá byrjun á stöð 2 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 102
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 1644
  • Frá upphafi: 1460577

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 1323
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband