12.3.2008 | 18:04
Fljótlegur og gómsætur kvöldverður með dassi af boldi
Hjartans erfðaprinsinn stendur á haus (orðatiltæki) í eldhúsinu og býr til uppáhaldið okkar, mexíkóskar pönnukökur, eins og við köllum það. Hann setur milda salsasósu á tortillaköku, síðan smá gráðaost, rjómaost og síðast rifinn ost. Svo setur hann aðra tortillaköku yfir. Skellir samlokunni á heita pönnu og snýr henni svo við eftir smástund. Tilbúið þegar osturinn er bráðnaður. Sker svo í fjóra bita. Þetta er hrikalega gott. Gamli ritstjórinn minn, Elín Alberts, kenndi mér þetta í gamla daga og erfðaprinsinn betrumbætti síðar með smá dassi af gráðaosti og rjómaosti, sem gerir þetta ekki verra. Er bara ekki kvöldmaturinn kominn hjá ykkur, bloggvinir kærir?
Bold-þátturinn í gær var eiginlega bara endurtekning á mánudagsþættinum, allt það sama sagt en með öðrum orðum, það var fyrst í dag sem eitthvað nýtt gerðist, en varla þó.
Hvernig fékkstu Taylor til að selja hlutabréfin? spurði Jackie, mamma Nicks daðursfull.
Bobby í Dallas: .... (þögn). Hann þorði ekki að viðurkenna að hann hefði sofið hjá Taylor, enda vill hann halda Jackie volgri/hott. Þau þamba kampavín og Bobby daðrar á móti, svínið. "Þú er mjög kynþokkafullur," segir Jackie og Bobby kyssir hana. Sú á eftir að verða sár þegar hún fréttir um hjásofelsi hans og Taylor. Vegna leikaraeklu í Hollywood grunar mig að eitthvert árið komi í ljós að Bobby sé ekki blóðfaðir Brooke og þá geta þau byrjað saman. Í þessum þáttum byrjar fólk að sofa saman þegar það kemst að því að það er ekki blóðskylt. Sparar leikara og auðvitað er spennandi þegar allir sofa hjá öllum ...
Stefanía ræðir rólega en af sannfæringu við Brooke um brottreksturinn og biður hana um að láta kærastann, Nick, og pabbann, Bobby í Dallas, ekki hafa þessi áhrif á ákvarðanir hennar. Hún lætur síðan sprengjuna falla og segir Brooke að pabbi hennar hafi sofið hjá Taylor.
Brooke var reyndar búin að fá þá snilldarhugmynd að stjórna Forrester-fyrirtækinu frá höfuðstöðvum Marone-fjölskyldunnar, eða þar sem Nick og pabbi hans ráða ríkjum. Þá þyrfti hún aldrei að hitta Ridge og Nick yrði rólegri fyrir vikið. Viltu þá skila mér þessum 2%, spyr Stefanía en Brooke þrjóskast við. Bridget er orðin skotin í Nick aftur en hann talar bara endalaust um Brooke sína, mömmu Bridgetar.
Til að gleðja ykkur enn meira kemur hér myndband með áhugaverðri söngkonu. Enginn annar en Breiðholtshatarinn sendi mér það. Hann er fundvís á smart efni af Netinu.
http://www.singsnap.com/snap/watchandlisten/play/b9d92189
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 246
- Sl. sólarhring: 315
- Sl. viku: 869
- Frá upphafi: 1524701
Annað
- Innlit í dag: 219
- Innlit sl. viku: 742
- Gestir í dag: 215
- IP-tölur í dag: 214
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
OH svakalega langar mér í þetta er svo girnilegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 18:29
Jebb samlokan virðist girnileg, en ekki beinlínis söngdívan
Þröstur Unnar, 12.3.2008 kl. 20:25
Er með óþol fyrir mjólkurvörum en þetta hljómar vel.Takk fyrir boldið var við það að fá fráhvörf af boldleysi.Varðandi söngin er fátt hægt að segja nema skál hehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:03
Boldið: Hnífakastið hennar Stephanie var nú bara alveg hroðalegt. Aumingja Brooke að þurfa að takast á við kellinguna um 2% in. Pönnukökuuppskrift erfðaprinsins verður prófuð á mínu heimili fljótlega. Líst vel á hana.
Takk fyrir fjörleg skrif!
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:31
Takk fyrir uppskrift og fyrir þetta hroðalega myndband
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 22:44
Ég veit ekki af hverju, en ég flissa alltaf innanímér þegar þið talið um Boldið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:56
oh Boldið stendur sko alltaf fyrir sínu!:)
Vildi síðan bara þakka fyrir að bloggvinasamþykkið:) Það er alltaf gaman að lesa færslurnar þínar:)
Svo sjáumst við bara í Einarsbúð:D
Álfheiður Sverrisdóttir, 12.3.2008 kl. 22:59
Hehhehe, Lára Hanna, takk fyrir að leiðrétta mig ekki meira, ég hlusta stundum og missi án efa af einhverju merkilegu ... en það var samt ógurlegt þegar ég hélt því fram að hún héti Darla svikarinn þarna sem hjálpaði Massimo að koma Jackie í fangelsi svo að Nick yrði upptekinn af því að losa mömmu sína úr fangelsi og Ridge gæti reynt við Brooke á meðan.
Já, sjáumst í Einarsbúð, Álfheiður!
Njóttu vel, Jenný, múahahahahhaha, og þú líka Auður, vona að pönnsurnar heppnist vel hjá þér og ykkur hinum sem prófið vonandi. Verst með óþolið, Birna Dís.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:08
boldið er svo flókið að maður nær ekki að lesa það rétt og í röð
Hulda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:13
Ég les allar þínar færslur, Gurrí og hef ekki þurft að leiðrétta neitt nema í þetta eina skipti. Þú ert með þetta á tæru!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:26
Mínar fahitas eru þannig að ég smyr eina með Chredder(man ekki alveg hvernig hann er skrifaður) osti - set rönd af alls skyns grænmeti, kál, gúrkur, papriku, tómata (bara allt það grænmeti sem manni finnst gott) í eina röð í miðjuna - síðan ríf ég niður allar tegundir af osti sem ég strái yfir og að lokum ef maður vill kjöt er æði að brytja smátt steiktan kjúkling og strá honum í miðjuna líka.
Því næst set ég hana í hálfmána, flétti henni yfir, og svo rúlla ég hálfmánanum upp í pönnuköku. Geri nokkrar svona og set í eldfast mót - strái rifnum osti yfir og set í ofnin og hita þær vel. *slurp*... fyrir grænmetisætur er náttúrulega bara að sleppa kjötinu.
Tiger, 13.3.2008 kl. 00:10
Frábært myndband hehehehehe og eins og Birna segir, SKÁL! ;)
Boldið....
já það stendur alltaf fyrir sínu, takk fyrir að horfa fyrir mig
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.3.2008 kl. 00:37
Ég hló að fólki sem var húkkt á þessum þáttum..Hlæ að vísu ekki í dag. Málið er að ég horfði alltaf á Í bítið þegar það var og asnaðist svo til að horfa á þennan þátt.....og ég varð húkkt.....maður á sko ekki að hlægja að öðrum.....nema þú sért viss um að geta hlegið að sjálfri/um þér líka....
...Hvað er annars langt síðan við hittumst á Skaganum?.......Hefur að vísu aðeins fækkað í þeim hóp....
Agný, 13.3.2008 kl. 02:08
Jummí...þarna komstu með góða hugmynd fyrir mig að hafa í kvöldmatinn Gurrí mín.
Þúsund þakkir fyrir síðast...æðislega gaman að sjá þig loksins og krakkarnir elska Himnaríki og Langasand. Og þig auðvitað líka. Sögðu að vinkona mömmu væri svo skemmtileg og góð!!!
Smjúts inn í daginn!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 09:09
Þetta var hádegismaturinn minn í gær! Reyndar upprúlluð með mozzarella og svartri skinku í micróofn en það hljómar mun girnilegra eins og þið gerið!
Njóttu dagsins!
www.zordis.com, 13.3.2008 kl. 09:41
Mexíkanskur/mexíkóskur er breyting sem má rekja til Árna Böðvarssonar, orðabókarhöfundar og málfarsráðunautar RÚV, sem benti á að landið héti reyndar Mexíkó en ekki Mexíka.
Af Vísindavefnum:
,,Í ritinu Ríkjaheiti og þjóðernisorð (Statsnavne og nationalitetsord) sem Norræn málstöð gaf út 1994 eru nefnd heitin Mexíkói og Mexíkómaður (bls. 25). Það kemur heim og saman við það að heldur er amast við endingunni -ani í þjóðaheitum. "
Nanna Rögnvaldardóttir, 13.3.2008 kl. 10:50
Nammi, hvað þetta hljómar vel. Ætla að benda Stjána á þessa uppskrift þegar ég kem heim. Svo er alltaf fínt að fá að fylgjast með Boldinu því ég er alltaf að vinna þegar það er á dagskrá.
Helga Magnúsdóttir, 13.3.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.