Sunnudagur til snilldar

Himnaríki 1180Himnaríki 1184Dvölin á Hótel Glym var dásamleg. Við komum frekar seint á staðinn í gær og fengum úthlutað herbergi nr. 6. Það er á tveimur hæðum og rosaflott. Það var ekki eftir neinu að bíða fyrir svöngu herbergisfélagana, kvöldmaturinn var næstur!
Forréttur: Tígrisrækjur og humar. Aðalréttur: Önd. Eftirréttur: Límónuís. Allt hvert öðru betra!

Hjásvæfan mín, sem vaknaði mjög snemma í gærmorgun, var hræddust við að sofna ofan í súpuna en sem betur fer var engin súpa á borðum.

Himnaríki 1193Það voru frekar margir í mat og ég kannaðist við fólk af Skaganum í salnum. Hjásvæfan sofnaði næstum strax eftir matinn (í herberginu) og vaknaði svo klukkan sjö í morgun til að fara í göngutúr í góða veðrinu þar sem umhverfið var kannað á meðan himnaríkisfrúin svaf á sínu græna til hálftíu. Glymur krefst þess ekki af gestum að þeir rífi sig upp og borði morgunverð klukkan sjö, heldur er hann ekki fyrr en tíu á sunnudögum sem hentaði svona líka vel fyrir svefnglaðari herbergisfélagann í herbergi 6.

Fjörug FormúlaÞrátt fyrir fjölda sjónvarpsstöðva, ITV, Sky, Omega, SkjáEinn, RÚV ofl. sá ég hvergi stöð sem mögulega sýndi frá Formúlunni. Það var nú í lagi, við tékkuðum okkur út og vorum komnar í hlaðið á himnaríki áður en útsendingin (endursýningin) hófst. Mikið fjör á brautinni og aðeins sjö bílar komust í mark. Það er flott að Formúlan, bæði keppnin og tímatakan, sé sýnd í opinni dagskrá.

Hjásvæfan fór heim (eftir marga kossa fyrir boðið) og við erfðaprins tókum stöðuna á Skrúðgarðinum. Bæði kaffi og kökur reyndust í fullkomnu lagi, María í sama góða skapinu og vanalega og gestirnir sælir. Sjórinn er flottur og öldurnar háværar, kettirnir strá hárum um himnaríki eins og þeir fái borgað fyrir það og góð sjónvarpsdagskrá verður í kvöld. Sunnudagar eru að verða bestu dagarnir ... einu sinni voru þeir leiðinlegustu dagar vikunnar að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jónas hefur sem sagt nóg fyrir stafni þessa dagana?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.3.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

greinilega, en erfðaprinsinn sleppur við atlot Jónasar gæti ég trúað að minsta kosti sýnist mér það hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.3.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú s.s. mælir með nótt á Glymi ásamt kvöldverði + morgunmat?

Edda Agnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir mig og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef einu sinni verið í afmælisveislu á Glym. Maturinn var frábær. Gisti ekki, en fékk að kíkja inn í herbergi sem mér leist mjög vel á. Man ekki hvort það var númer sex.

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2008 kl. 19:00

6 identicon

Ja hér ,fórstu þarna á Glym bara til að sofa og horfa á Sjónvarp?Hjásvæfan þín( einsog þú nefnir)það er púður í henni að fara út í göngutúr eldsnemma ,gef henni fjórar stjörnur af fjórum,svefnpurkan fær eina og hálfa stjörnu.

jensen (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hef bara farið þangað í brúðkaupsveislu (mjög vel lukkaða) en láðist að gista á staðnum þá. Þarf endilega að bæta úr því síðar, einkum ef herbergin eru á tveimur hæðum, elska svoleiðis, prófaði einu sinni þegar ég var veðurteppt á Egilsstöðum (held það sé í Menntaskólanum þar).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.3.2008 kl. 21:02

8 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf gaman að fara á hótel, borða góðan mat og hvíla sig með góðum hjásvæfum

www.zordis.com, 16.3.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mæli sannarlega með kvöldverði, gistingu og morgunverði þarna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér var einu sinni sagt að hótel á Stór-Akranessvæðinu, Glymur, Venus & eitthvað meira gistirými þar urr & uss væru svona lauslátari 'viðhaldshótel' sem að harðbannað væri að gista með sínu ektakonudýri.

Hef því forðast allt slíkt af ótta við háð & spott í aukaskömmtum.

Máske er best hætt að skræfast, ef að öndin er æt, þ.e.a.s.

Steingrímur Helgason, 16.3.2008 kl. 22:54

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sannkölluð hjásvæfa hefur þetta nú verið já!

En það er ekkert sérstakt yfir höfuð Guðríður að Formúlan sé sýnd í opinni dagskrá á hinni glæsilegu nýskírðu "Stöðtvösportsýnextraplús" það er einfaldlega bannað að læsa sýningum frá keppninni!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.3.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Afsakið, Magnús Geir, mér fannst bara ágætt að vekja athygli á því, ekki gera þeir það á Stöð 2 Sport. Ekki vita allir að Formúlan er sýnd í opinni dagskrá!

Steingrímur, öndin er mjög vel æt! Afar góður kokkur á staðnum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2008 kl. 00:18

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, eru kannski ekki eins duglegir við það og Simmi að segja frá því að Mannamálið hans sé opið!

En fannst eins og þú værir kannski hissa á þessu með kappaksturinn og þættir það því eitthvað merkilegt.

E jújú, þeir sem fylgjast með þessu að ráði hafa alltaf vitað um að ekki yrði um læst dæmi að ræða, var nú til dæmis það sem vakti athygli hjá Formúluáhugamönnum að 365 vildi næla í þetta vegna þess einmitt að tekjuöflunin væri takmörkuð við auglýsingar/styrktaraðila, áskriftasöfnun yrði ekki til í dæminu.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 17:22

14 Smámynd: Marilyn

Það er sko aldeilis ekki vegna greiðvikni Sýnar/st.2sport sem formúlan er í opinni dagskrá heldur skilst mér að það sé vegna samningsákvæðis við F1 maskínuna sjálfa, þ.e. að keppnirnar verði að vera í opinni dagskrá. Við hjónin biðum milli vonar og ótta til að sjá hvort endursýningin væri í opinni dagskrá því við vissum ekki hvort þessi samningsákvæði næðu yfir endursýningar líka eða eingöngu beinar útsendingar.

En skítt með umræðuþættina - færi nú ekki að borga áskrift fyrir þá, nógu pínlegt er nú stundum að hlusta á kallana tala yfir keppninni sjálfri stundum.  

Marilyn, 17.3.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband