Skyndileg frćgđ vinkonu og heilmiklar brjóstapćlingar!

Heimir vill verđa stórÉg á svo fyndna vinkonu (46). Hún var ađ hlusta á Bylgjuna í gćrmorgun og heyrđi ađ Heimir játađi á sig ađ eiga 48 ára afmćli ţennan sama dag. Vinkona mín hrukkađi gáfulegt enniđ, tók reikningsstokkinn fram, dró 1961 frá 2008 og fékk út ađra tölu en Heimir! Hún hringdi strax í Bylgjuna, alveg í sjokki, og komst óvćnt inn í beina útsendingu.

„Ég ţarf ađ leiđrétta ţig, ţú ert ekki 48 ára!“ sagđi hún.

„Nú, hvađ áttu viđ?“

„Ertu ekki fćddur áriđ 1961?“

„Jú, ţađ er ég.“

„Hvernig getur ţú ţá fengiđ út ađ ţú sért 48 ára?“

Útvarpsgengiđ bilađist víst úr hlátri og Heimir varđ alveg steinhissa, hann hélt í alvöru og líka konan hans, ađ hann vćri 48 ára. Ţarna grćddi hann alveg heilt ár í viđbót. Gulli Helga, útvarps- og sjónvarpsstjarna, hélt ađ ţetta vćri úthugsađ grín. Onei, ţetta var hún vinkona mín, gömul skólasystir og jafnaldra Heimis.

Meira um aldur ... Kona í verslun (35) sagđi viđ mig (49) í gćr ađ ég gćti sko alveg veriđ tíu árum yngri, ótrúlegt ađ ég vćri ađ verđa fimmtug ... ég held ađ hún hafi viljađ selja mér peysuna međ öllum ráđum, ţessi elska. Ţađ tókst, ekki ţó eingöngu vegna fallegu orđanna, heldur peysunnar sem Hrund ofurblađamađur hrósađi síđan í hástert í morgun og stađfesti ţar međ sjúklega góđan fatasmekk minn. Ţađ er ekki séns ađ nokkur segi viđ mig núna: „Nei, Gurrí, mađur fer ekki á kínaskóm á árshátíđ!“ eins og gerđist á DV-árunum í kringum 1984.

Jóna ...Árshátíđarfötin mín 2008Ég var reyndar ósátt viđ ákveđna skyrtu í búđinni af ţví ađ hálsmáliđ glenntist svo í sundur (svona seventís-dćmi, stór viđbjóđskragi) og ekki hćgt ađ hneppa upp í háls. Konan hélt ađ ég vćri svona siđsöm og benti mér á fallegan háls minn og bringu (eins og ég vissi ţađ ekki sjálf) og ég gćti alveg gengiđ í flegnu (djísus). Ég sagđi henni ađ mér fyndist flíkin bara fallegri hneppt upp í háls. Sem minnir mig á ... Gömul vinkona kunningjakonu minnar sagđi einu sinni viđ mig ađ ástćđan fyrir ţví ađ ég gengi ekki út vćri sú ađ ég vćri alltaf međ hneppt upp í háls eđa í rúllukragapeysu og slíkt. Sjálf gengur hún alltaf í mjög flegnu og er kölluđ „Jóna“ međ brjóstin, ţegar hún heyrir ekki til. Brjóstin á henni eru orđin virkilega veđurbarin, enda hefur ţeim veriđ flaggađ sleitulaust í um 25 ár í öllum veđrum. Ţessi Jóna (dulnefni) hefur kannski eitthvađ til síns máls. Hún hefur gengiđ út margsinnis ... en ég hugga mig viđ ađ ég hafi sparađ mér einhverjar ástarsorgir og jafnvel komiđ í veg fyrir kynni af mönnum međ brjósta-blćti.

Jćja, páskarnir á nćsta leiti. Mikiđ hlakka ég til á föstudaginn langa, ađ borđa eitthvađ vont međ hnetum og rúsínum, lesa ćvisögu afdalabónda um ćvintýri hans viđ ađ komast á kirkjukórsćfingar í nćstu sókn, hlusta á jólaplötu međ Mariah Carey og berja mig međ svipu. Eitthvađ verđur ađ gera fyrst ekki má spila bingó.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Je minn Gurrí. Held ţađ sé engi9n hćtta á ađ ţú drepsit ur leiđindum um páskana međ ţennan haus sem ţú ert međ á ösxlunum. Roslaega hlýtur ađ vera skemmtilegt ađ vera ţú...allavega miđađ viđ hvernig ţú getur séđ allt ţetta brjálćđislega fyndna út úr einföldum daglegum atburđum.

Páskaknús

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Og er ekki fyndiđ hvađ ég skrifa vitlaust ţegar ég er ekkert ađ hugsa..bara skrifa??? Sjá dćmi fyrir ofan

..ég er sannfćrđ um ađ ég er međ skrifblindu.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ţú gleymdir mikilvćgu atriđi.  Hvađ er "Jóna" gömul?

Gott ađ vera međ útitekin brjóst.  Ćtli mađur lifi ekki lengur?

Farin í sund.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleđilega páskahátíđ Gurrý mín!

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ći, ég er oftast međ flegiđ niđur undir nafla og ţađ gagnast ekkert, ég hef ekkert gengiđ út sem heitiđ getur síđan einhverntíma snemma á síđasta fjórđungi síđustu aldar.

En međ aldurinn, ţá lenti ég einmitt í ţessu einu sinni, ég var eiginlega aldrei 41 árs en var aftur á móti 42 ára tvö ár í röđ og enginn fattađi neitt. Ég var svosem ekkert ađ reikna, hélt bara ađ ég vissi hvađ ég vćri gömul ...

Man reyndar eftir konu fyrir norđan sem skildi ekkert í ţví af hverju hún fékk ekki ellistyrkinn sinn á réttum tíma en ţegar fariđ var ađ athuga máliđ kom í ljós ađ hún var ekkert orđin 67 ára, var bara 65 - engin reikningsskekkja, kirkjubćkurnar höfđu bara brunniđ og hún alin upp hjá vandalausum og aldurinn hafđi veriđ mistalinn frá ţví ađ hún var barn eđa unglingur. En ţetta var nú fyrir tíma tölvu- og kennitöluvćđingar.

Nanna Rögnvaldardóttir, 19.3.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ţú ert flott  Chick Egg 2 Painted Head  

Ásdís Sigurđardóttir, 19.3.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Jóna (48).

Páskaknús á móti, dúllurnar mínar.  

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:41

8 identicon

Ja, konur í verzlunum geta veriđ óttalegir smjađurskjallarar, sérstaklega ef koma ţarf út einhverju seventísdrasli. Láttu mig ţekkja ţađ, hm.  

Guđmundur G. Hreiđarsson (IP-tala skráđ) 19.3.2008 kl. 13:23

9 Smámynd: Brynja skordal

ţú ert yndi međ ţínar fćrslurGleđilegt páskaknús

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 13:53

10 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Mér fannst ţetta hryllilega fyndiđ en skil Heimir vel. Ţetta eru akkúrat mistök sem ég gćti gert. Sonur minn er til dćmis alltaf ári eldri en hann raunverulega er í mínum huga og ég ţarf ađ reikna út hvađ systur mínar eru gamlar sé ég spurđ.

Steingerđur Steinarsdóttir, 19.3.2008 kl. 14:17

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha ha óborganlega fyndin fćrsla hjá ţér.....ég reyndi ađ telja börnunum mínum trú um ađ ég vćri 37....fannst ţađ í alvörunni, er hins vegar 42 ára.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:14

12 Smámynd: Ţröstur Unnar

Vildi sjá Maríu Karrey berja ţig međ svipu e-eitthvađ. * Ne djók.

Habbđu ţađ gott yfir páskana granna góđ.

Ţröstur Unnar, 19.3.2008 kl. 15:50

13 identicon

Menn međ brjósta-blćti...

ţađ er ađ vísu yfirgnćfandi meirihluta gagnkynhneigđra karlmanna

Kolbeinn (IP-tala skráđ) 19.3.2008 kl. 16:08

14 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Ó ...

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2008 kl. 16:28

15 Smámynd: Guđrún Jóhannesdóttir

óborganleg fćrlsa hjá Himnaríkisfrúnni, enn einu sinni

Vona ađ föstudagurinn langi verđi mjög langur svo ţú komist yfir allt ţetta meinlćti ţitt

Guđrún Jóhannesdóttir, 19.3.2008 kl. 17:46

16 Smámynd: Rebbý

gleđilega páskana - vona ađ föstudagurinn langi verđi ekki of langur hjá ţér

Rebbý, 19.3.2008 kl. 17:54

17 identicon

Sćl Gurrý og takk fyrir frábćra fćrslu. Langađi ađ segja ţér smásögu  Fyrir skömmu vann og á bókasafni og ţar sem  ég er sérlegur ađdáandi hlýrabola međ blúndu  (á svoleiđis í bunkum í öllum regnbogans litum) ţá gerđi ég fremur óvísindalega tilraun. Gerđi í ţví ađ vera í hlýrabol og einhverju fleiru utanyfir og get svo svariđ ţađ ađ ţađ var alltaf löng röđ viđ mitt afgreiđsluborđ oft röđ út ađ dyrum (karlmenn mest) en hinar bókavörđurnar voru meira og minna verkefnalausar. Lenti meir ađ segja á hörkuséns hrađgift konan (nota st. 36D) Held ţví fram ađ karlkyns gestum hafi fjölgađ mikiđ á međan ţssari tilraun stóđ. Eftir ađ dađur eins gestsins var fariđ ađ líkjast bođi á stefnumót tók ég upp á ţví ađ leggja hlýrabolunum tímabundiđ og fara í eitthvađ skjólmeira. Ţá fćkkađi karlkyns gestum safnsins. Ég er enn harđgift mínum manni og elska hlýraboli en nota ţá í hófi viđ núverandi störf.  Gleđilega páska

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráđ) 19.3.2008 kl. 18:58

18 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Mć godd, sonur minn er tengdur í tölvunni minni, komment númer 20 er frá mér!!!

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2008 kl. 19:32

19 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Ég skil hann Heimi afar vel; ég man aldrei hvađ ég er gömul og verđ yfirleitt ađ reikna ţađ út á blađi. Dálítiđ hallćrislegt ađ draga upp blokkina ţegar mađur er spurđur hvađ mađur sé gamall. Ţó slíkum spurningum fari óđum fćkkandi, skil ekki af hverju. Góđa páska, elsku Gurrí!

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 19.3.2008 kl. 22:17

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikiđ er ég fegin ađ lesa hér um allt ţetta fólk sem man ekki hvađ ţađ er gamalt án ţess ađ beita reikningskúnstum. Ţađ er alltaf góđ tilfinning ađ finnast mađur ekki einn í heiminum međ sinn rugling.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 22:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annađ

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband