20.3.2008 | 14:12
Blessuð börnin ...
Íslensk börn hafa löngum verið talin ódæl og full virðingarleysis gagnvart öllu. Ekki má þó gleyma því að þau eru líka sjálfstæð, uppfinningasöm og kunna að bjarga sér, ólíkt mörgum útlenskum börnum sem kunna varla á klukku fimm ára. Ég las mér heilmikið til um barnauppeldi þegar erfðaprinsinn var lítill og blandaði saman vitneskju úr bókum á borð við Summerhill-skólann, Samskipti foreldra og barna, Hann var kallaður Þetta, Children of the Corn, The Shining og fleira. Þetta gerði æskuár sonar míns bærilegri en ella fyrir mig.
Það er t.d. algjör óþarfi að kalla barnið sitt Þetta til að ná fram hlýðni þess. Mun sniðugra er að beita rödd og augnaráði á sérstakan máta. Það virkaði vel hjá mér. Engin óvirðing, engar flengingar.
Ég gerði reyndar ein mistök. Í augnabliksveikleika leyfði ég syninum að fara í Heimspekiskólann án þess að hugsa um afleiðingarnar. Á meðan ég hafði frið til að horfa á Santa Barbara síaðist eitthvað inn í kollinn á drengnum sem hefði getað verið skaðlegt. Um tíma tókst honum nefnilega að tala mig inn á ýmislegt, t.d. að fá ís á sunnudögum og slíkt. Í einum sunnudagsbíltúrnum okkar fann ég þó leið til að stöðva þetta væl og við höfðum held ég bæði gaman af.
Ég var alltaf frekar frjálslynd þegar kom að háttatíma, enda vissi ég að syfjupirringurinn bitnuðu á þessum nöldrandi kennurum hans og þegar hann var kominn heim seinnipartinn nægði hvasst augnaráð og rétt raddbeiting.
Ég leyfði erfðaprinsinum líka að horfa á allar myndir í sjónvarpinu, ekki síst bannaðar. Slíkt herðir börn og kennir þeim að lífið sé ekki bara leikur. Svo sparaði þetta mér mikið fé. Eftir að hann sá Jaws bað hann aldrei framar um að fara í sund. Löngun hans í ferðalög til útlanda hvarf eftir að ég tók flugslysamynd á leigu, þessa sem gerðist í Anders-fjöllum. Hann borðaði heldur ekki kjöt í langan tíma á eftir. Auðvitað faðmaði ég hann ástúðlega og sagði að þetta væru bara bíómyndir en í huganum heyrði ég hringl í peningum.
Eftir að hann sá The Shining stríddi ég honum góðlátlega þegar ég vildi fá frið með elskhugunum og sagði: Jæja, á ég að láta Jack Nicholson koma og elta þig? Mikið gat ég hlegið þegar þessi elska vaknaði stundum öskrandi og hélt í barnaskap sínum að það væri skrímsli undir rúmi og annað slíkt. Svo krúttlegt.
P.s. Mig grunar að það stefni í fallegar öldur seinnipartinn. Þær lofa þegar góðu. Hlakka til á flóði kl. 18. Ekki nóg með þá gleði, heldur sá ég í dagskrárblaði okkar Skagamanna að Sound of Music verður sýnd á Stöð 2 kl. 14 í dag og er að hefjast. Þetta getur ekki verið tilviljun! Góða sjónvarpsfólkið hefur fyllst ljúfri nostalgíutilfinningu við lestur bloggfærslu minnar um börnin í Sound of Music og hviss, bang, skellt myndinni á dagskrá!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 11
- Sl. sólarhring: 192
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 1505940
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Íslensk börn geta heldur betur verið mjög ódæl, ættir að hitta mín!
Gleðilega páska
Sigrún (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:09
Ekki situr frúin bara inni í blíðunni, og reynir að réttlæta fyrir sér harðneskjulegt uppeldið á syninum?
Þröstur Unnar, 20.3.2008 kl. 15:31
Ja nú hefndist mér laglega fyrir að lesa þig síðast í röð bloggvinanna óteljandi, ég var að ljúka við að horfa á síðasta KORTERIÐ af Sound of music. Ég geymi alltaf bestu bitana þar til síðast.....
SHIT !
Eigðu notalega páska mín kæra
Ragnheiður , 20.3.2008 kl. 16:55
Sit hér inni í "veðurblíðunni" Þröstur og horfi á sjóinn fjúka til og frá!
Sömuleiðis, elsku Ragga, megir þú fá helling af páskaeggjum. Leitt að missa af megninu af myndinni, sérstaklega af því að þú hefur aldrei séð hana. Vantar mikið að hafa ekki söguna.
Páska, Dragon og Sigrún, vona að þið fáið líka fullt af páskaeggjum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:13
Fyrir tveim árum fór ég í klifursalinn í Reykjavík. Þar var barnanámskeið um það bil að ljúka og kennarinn sagði við krakkana: "Nú getið þið haldið áfram að klifra um stund en munið að þið megið ekki hlaupa, ekki öskra og þið verðið að passa ykkur á því að vera ekki undir neinum sem er að klifra." Um leið og hann sleppti orðunum varð allt brjálað og krakkarnir stukku út um allar dýnur öskrandi. Ég var að reyna að klifra og bæði var hávaðinn ærandi og eins gat maður ekki tekið neina sénsa því ef maður dytti þá myndi maður detta ofan á barn sem var að leika sér fyrir neðan. Á meðan sátu mömmurnar og lásu í blöðum og ekki ein einasta þeirra reyndi að róa barnið sitt. Ég á ekki að venjast þessu frá Kanada og mig langaði að garga á þessar mömmur að hafa aga á börnum. Málið var að þeim var alveg skítsama þótt börnin væru að trufla þá sem þarna höfðu borgað sig inn. Mér lá nærri að biðja um endurgreiðslu. Málið er að íslensk börn eru illa öguð vegna þess að foreldrunum er skítsama hvort krakkarnir eru til friðs eða ekki. Sama sér maður í sundlaugum heima. VIð Akureyrarsundlaug eru tvær laugar. Önnur er ætluð eingöngu til sunds og í hinni er yfirleitt talið í lagi að leika sér. En nægir það börnunum? Nei, þau þurfa að hoppa ofan í hina þar sem fólk er að reyna að synda. Og sama þar, foreldrum skítsama. Agavandamál íslenskra barna er algjörlega foreldrunum að kenna. Og hana nú.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:23
Nei takk ekki The Shining.
Edda Agnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:30
Get alveg tekið undir þetta, Kristín. Foreldrar uppskera miklu skemmtilegri og meðfærilegri börn ef þeir aga þau. Man eftir skelfilegri bíóferð með vinkonu minni. Við fórum á Spiderman, minnir mig, og rétt fyrir aftan okkur sat faðir með þrjú eða fjögur hávær börn. Það yngsta var of ungt fyrir myndina og hjólaði um allan sal á hlaupahjóli, skríkjandi. "Pabbi, ég þarf að kúka," sagði eitt barnið hátt og pabbinn svaraði jafnhátt; „Drífum okkur þá!“ Þetta var frekar leiðinleg bíóferð.
Þegar ég var lítil þá "hélt mamma með kennaranum" og ekki hefði þýtt fyrir mig að klaga hann en í dag heyra börnin jafnvel illa talað um kennarana heima hjá sér og missa þannig alla virðingu fyrir þeim. Ef kennarar reyna að aga börnin þá tryllast foreldrarnir ... það er kominn leiðindavítahringur, held ég. En auðvitað eru ekki öll íslensk börn illa uppalin! Sá hópur sem það er er bara svo áberandi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:56
Bestu óskir um Gleðilega páskahátíð,elsku Gurrý og fjölsk.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:06
Gurrí mín. Einn daginn mun þér hefnast fyrir þetta uppeldi. Erfðaprinsinn kemur þér fyrir í hvíta húsinu með rauða þakinu inn við Sundin blá
Jóna Á. Gísladóttir, 20.3.2008 kl. 23:26
Aumingja barnið Ætli þú fáir ekki svipaða þjónustu þegar kemur að því að hann þarf að velja elliheimili fyrir þig
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2008 kl. 01:32
Hvað varð eiginlega um Hitlersæskuna?
Gleðilega páska.
Laufey B Waage, 21.3.2008 kl. 10:00
Gleðilega páska.
Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 10:51
Skal alveg taka undir þetta með Kristínu og Guðríði. Íslensk börn eru mörg hver agalaus og bera ekki nokkra einustu virðingu fyrir einu né neinu. Enda kannski ekki furða, stressið, lætin, hamagangurinn og sjálfselskan í okkar þjóðfélagi er svo mikil að foreldrar gefa sér varla tíma til að tala við börnin sín, hvað þá að aga þau og ala þau upp. Í þau örfáu skipti sem ég á erindi í verslunarmiðstöð um helgar sé ég snyrtileg og uppstríluð börn sem fullan munn af sælgæti og nammipoka í hendinni. þannig eru þau til friðs og þegja meðan foreldrarnir sinna því sem þau vilja sinna. En þetta er ekki börnunum að kenna, það eru foreldrarnir sem (eiga að) ala þau upp.
Ég er eflaust full harðorð, þetta á sem betur fer ekki við um öll börn en eins og Guðríður segir, þessi hópur er bara svo áberandi. ! kv tveggja barna mamma sem á EKKI best upp öldu börn í heimi
Húsmóðir, 21.3.2008 kl. 11:19
ég fékk líka að horfa á allt í sjónvarpinu sem krakki og var bara kennt snemma að þetta væri ekki blóð heldur tómatsósa og allt væri hægt í bíó.
nú reyni ég bara alltaf að lifa bíómyndalífi og vona að hvað það sem miður fer lagist bara í framhaldsmyndinni (deginum á eftir) ... gengur ekki alltaf
Rebbý, 21.3.2008 kl. 11:51
Já, sonur minn hlakkar mikið til að velja fyrir mig elliheimili ... heheheheh! En auðvitað var þetta nokkuð ýkt, eiginlega bara logið, trúi ekki upp á ykkur að hafa trúað einu orði af þessu. Ljótasta myndin sem hann fékk að horfa á heima hjá sér var Home Alone! Ég þekki aftur á móti litla stelpu sem hefur verið afar vatnshrædd síðan hún fékk að horfa á Jaws, hún var ALLT of ung til að horfa á hana og að auki var enginn fullorðinn með til að útskýra neitt, bara glæpur að gera barninu þetta. Þegar draugaskipsmyndin var sýnd um daginn hefði ég gjarnan viljað að byrjunaratriðið væri bannað innan 50 ára svo ég hefði sloppið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 12:32
Já, og þar fyrir utan hefði ég aldrei horft á Santa Barbara!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 15:38
Krakkarnir sem ég kenni (í tónlistarskólum) eru upp til hópa kurteis og frábær, þetta er enn til...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.