Laugardagur til leti

MúmínálfarnirHér var vaknað um hádegi ... mér leið eins og sláttuvél hefði ekið yfir mig, slík var þreytan. Föstudagar eru yfirleitt mestu annadagarnir í vinnunni og oft slepp ég ekki fyrr en undir sex heim, stundum seinna. Þá er dormað í strætó og kvöldinu varið í leisígörl við lestur og sjónvarpsgláp. Ummm, föstudagar.

Snillingurinn hann Máni vakti áhuga minn á Múmínálfunum í gærkvöldi og nú langar mig að lesa þessar miklu bókmenntir. Enid Blyton var mín Tove Jansson í æsku. Samt var ég bara 10 ára þegar fyrsta bókin kom út á íslensku. Hvar var ég eiginlega, litli lestrarhesturinn? Líklega farin að lesa fullorðinsbækurnar í Bókasafni Akraness; Theresa Charles, Barbara Cartland ... Óskilabarn 312, Dyggð undir dökkum hárum, þetta allt. Hélt að æsku minni væri lokið en það var sannarlega ekki rétt, henni lauk, ásamt sakleysinu, 30 árum síðar þegar ég sat námskeiðið Ofbeldi og klám í kvikmyndum í HÍ, þegar ég var í hagnýtri fjölmiðlun.

Kartöflur a la Ragnar Freyr bloggvinurVið erfðaprins ætlum í bíltúr, bíllinn þolir ekki langferðir fyrr en eftir verkstæðisyfirferð en er fínn í snatti innanbæjar. Himnaríki vantar m.a. eldhúsrúllur sem erfðaprinsinn gleymdi að kaupa í Einarsbúð, já, og kattasandsplastpoka. Við erum komin í mikinn sparnaðargír og ætlum að borða kartöflur í öll mál, alla vega þangað til kaupmenn fatta að hækka þær í verði. Annar verður þetta líklega bara góður letidagur. Nóg að lesa allavega.

Stundin okkarBoldið rúllaði í endursýningu í dag. Persónunum þar er ansi tamt að nota tilfinningalega kúgun og handritshöfundar er snillingar í að búa til erfiðar aðstæður þar sem fólk getur alls ekki sagt sannleikann. Dæmi: Þegar Dante „lenti í því“ að biðja Feliciu í fráhvörfunum eftir hryggbrot Bridgetar gat hann ekki bakkað út úr því nema verða eitthvert ógeð ... hún er barnsmóðir hans og þar að auki nýrisin upp frá dauðum. Felicia bauð öllu fólkinu hans frá Ítalíu að koma og ætlar að halda brúðkaupið eftir nokkra daga, hvers vegna bíða? Bridget greyið, sem maður sér ekki opna bók eða ganga með hlustunarpípu, en er samt við það að útskrifast sem læknir, sér eftir hryggbrotinu og þau Dante geta ekki sagt sannleikann um ódauðlega ást þeirra. Pabbi Brooke og mamma Nicks gera leit á skrifstofu Brooke af því að Ridge ætlar sér eitthvað ... DÖH og uppgötva af fádæmagreind og innsæi að hann ætli sér að kyssa Brooke á hápunkti sýningarinnar og rústa þannig hjónabandi hennar og Nicks ... Þau koma hlaupandi baksviðs á tískusýningunni og er mikið niðri fyrir: „Ridge ætlar að skemma hjónaband ykkar Nicks og nota tískusýninguna til þess,“ arga þau á Brooke.
Úps, í lok sýningarinnar segir Ridge við Brooke: „Stundin okkar,“ og svo kyssir hann hana, Stundin okkar?
„Brooke, hvernig gastu leyft honum þetta?“ gargar Stephen og Nick er líka brjálaður út í HANA. Held að eina leiðin út úr þessu fyrir Brooke sé að giftast Nick sem fyrst. Birna Dís, Helga Vala og Kikka, þið hafið heilan helling á samviskunni ... að láta mig horfa á þetta ... ef ég bakka út úr þessu sjónvarpsglápi yrði ég bara eitthvert ógeð, eins og Dante! Hehehe ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef ekki heldur lesið Múmínálfana svo ég muni.  Verður maður ekki að skerpa sig?

Knús á Skagann.

Péess; þið töpuðuð með stæl og þú varst mjög sæt

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Múmínálfarnir eru alltaf flottir.......maður aldrei of gamall fyrir þá..

Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 15:07

3 identicon

 Takk.Múmínálfarnir eru flottir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:15

4 identicon

Hvernig í fj..... er hægt að vera þreyttur þegar maður vaknar á laugardegi, um hádegi, eftir að hafa eytt föstudagskvöldinu fyrir framan ibmann og horft á innihaldslaust bull??? Mér er bara spurn.

Matti Skratti (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Matti skratti ... kvöldinu var einmitt ekki varið fyrir framan sjónvarpið í gær, heldur aftan það, asninn þinn addna, við allt annað en innihaldslaust bull, addna bjáninn þinn ... hehehehehe, annars hefði ég sprottið á fætur kl. sjö í morgun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Brynja skordal

Mikið var gott að þú gast lúrt og hvílt þig vel eftir öll heilabrotin á Föstudag Hafðu ljúfan sunnudag mín kæra

Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 21:48

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, mér er sagt að þú hafi verið venju fremur þokkafull, hefðir ekki vakið meiri aðdáun þótt þú hefðir mætt í netsokkunum, þrönga leðurstuttpilsinu og míðþrönga Megadethbolnum þínum!

Og ég ítreka, svo var mér tjáð!

ER jafnvel meir undrandi en ú sjálf, hélt að engin gæti ekki hafa lesið um míminálfana eða séð þá í óteljandi sjónvarpsþáttunum. En móðir þín hefur nú ekki fylgst nógu vel með gullinu sínu, að hleypa þér í þessar skelfingarbókmenntir eftir Tinu Charles, afsakið Teresu Charles haha, og Cartland, er nú ekki til fyrirmyndar.Giftir þig áreiðanlega svona vitlaust þess vegna!?

En græddir Einar erfðaprins á því, sem auðvitað er ekki litið né var!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 23:09

8 identicon

Er nýfarin að fylgjast með blogginu þínu.  Þú ert náttúrulega bara frábær og Enid og Tove voru mínir uppáhalds þegar ég var að vaxa úr grasi

guðrún (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 01:11

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lastu ekki Múmínálfana manneskja!! Snilldarbækur. Allavega í minningunni. Hef ekki lesið þetta síðan ég var krakki. En Gelgjan hefur gaman að þessum bókum í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 12:32

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég las Múmínálfana þegar ég var ung, svo fyrir eldri son minn og tuttugu árum síðar fyrir þann yngri. Ég vissi allt sem strákurinn í liðinu þínu vissi. Er almennt afar vel að mér í barnabókum. Hef lesið þær allar að minnsta kosti þrisvar.

Helga Magnúsdóttir, 30.3.2008 kl. 14:51

11 identicon

Ekki verða ógeð eins og Dante

Kikka (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband