Bilaðar fjaðrir og íþróttauppgjör í matsalnum

Strætó með bilaðar fjaðrirStrætó hökti í bæinn með bilaðar fjaðrir og gat því ekki flogið. Þetta varð til þess að fjölmargir Skagamenn frusu fastir í götótta skýlinu í Mosó á meðan þeir biðu í 14 mínútur eftir næsta vagni. Aumingja Erla (sem vann áður í Lynghálsi) hafði gleymt bíllyklunum heima og gat því ekki ekið í vinnuna frá Mosó eins og vanalega. Þegar strætó 15 loksins kom tókst okkur flestum að staulast gaddfreðnum upp í hann, nema einum manni, hann hreinlega brotnaði í fernt. Auðvitað var leið 18 löngu farin í Árbæinn áleiðis í Hálsaskóg þegar við komum í Ártún og ég fór (frekar en að bíða í 25 mínútur eða ganga nokkra kílómetra) með 15 að Hótel Esju og valhoppaði í Lágmúlann ... en þar er ein kaffibúð Kaffitárs til húsa. Þetta breyttist því í snilldarbyrjun á degi þótt Strætó bs hefði reynt annað ...

Matsalnum í dagNautakjöt var á boðstólum í dag ... í orðsins fyllstu merkingu. Tveir sætir „tuddar“ sátu á næsta borði við mig í matsalnum og ég þekkti annan þeirra sem Gunnlaug í Formúlunni. Hann gleymdi 20 krónum hjá matmóður okkar og ég notaði tækifærið, afhenti honum féð með því skilyrði að Formúlan yrði í opinni dagskrá líka í endursýningunni, það hefði eyðilagt fyrir mér páskana að vakna kl. 6 á páskadag. Gunnlaugur benti mér á Hilmar (hennar Eyglóar) og sagði að hann réði öllu. Þessi Hilmar var svo mikið æði að ég fæ mér jafnvel áskrift að Stöð 2 sport 2 næsta haust. Leiðindin síðast, þegar ég reyndi að verða áskrifandi að fótbolta en fékk fokkings golf, voru á misskilningi byggð og góða stúlkan gekk bara út frá því að ég væri dama (golf) en ekki trukkalessa (fótbolti) inn við beinið. Ég spjallaði við strákana og sagði Gunnlaugi m.a. frá því að vinur hans, arkitekt, uuuu ... nafnið hans er aftarlega í stafrófsröðinni (Örn, Þór ...) hefði gengið upp á Akrafjall í fyrra eða hittiðfyrra, hitt Ástu sem dró hann með sér í kaffi í himnaríki og leifar af afmælistertunni minni. Ég kunni ekki við að minnast á það í  matsalnum fyrir framan alla að arkitektinn bauð mér Gunnlaug til eignar, þennan líka sæta mann með þetta líka skemmtilega áhugamál. Ég þáði ekki þetta góða boð, enda feimin stúlka og heldur ekki í nokkrum giftingarhugleiðingum. Svo gæti vissulega verið skilyrði fyrir draumastúlku Gunnlaugs að hún geti troðið sér í Formúlubíl. Flestir Formúluökumenn eru í kringum 1,11 á hæð, ég er 1,70 og líklega of mikil skessa ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, ertu einn og sjötíu.  Dem, hvað þú átt gott.  Ég er einn og fokkings sextíu og tveir á góðum degi.

Er ekki inn að ná sér í litla stubba?  Hjólaðu í formúlumennina.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, ég er algjör skessa og ætla að tolla í tískunni með því að fara eftir þessum góðu ráðum þínum ... Fæ samt stundum martröð um atvik sem gerðist í Hollywood í denn þegar 1,11 m hár maður lyfti glasi í áttina að mér þarna upp ... og spurði: Viltu sopa? Hann var að reyna við mig! Níska er mikið turnoff, sérstaklega af því að ég hefði þegið vatnsglas, ódýrt fyrir hann! Best að dæma ekki alla 1,11 m háa menn eftir þessum eina.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.4.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Brynja skordal

jah þá er ég tröllskessa 178 

Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það toppa fáar mig ég er 1.85  Giant  en þú ert yndisleg kona 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er 177 cm á hæð. Hef ekki mælt hvað ég er há þegar ég ligg.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 180
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 1204
  • Frá upphafi: 1459275

Annað

  • Innlit í dag: 130
  • Innlit sl. viku: 991
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 12. ágúst sko
  • Nöfn
  • Skvasssss

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband