Bókmenntir og blessað boldið

Piltur og stúlkaFékk í dag senda bókina Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. Áratugir eru síðan ég las hana síðast, enda er langt síðan hún kom út fyrst (1850). Þessi bók er almennt talin vera fyrsta íslenska skáldsagan og í henni kemur við sögu sú víðfræga Gróa á Leiti. Mikið hlakka ég til að endurlesa hana.

 

lipstick_jungleÍ kvöld kl. 21.55 byrjar á SkjáEinum nýr framhaldsþáttur, Lipstick Jungle. Við blaðakvendin á Vikunni fengum senda smart bleika varaliti, nema ritstjórinn fékk brúnan. Ekkert skrýtið þótt mennirnir hafi horft áfergjulega á mig í matsalnum í hádeginu með þennan líka flotta varalit. Þátturinn er eftir sömu aðila og gerðu Sex and the City.

Bridget og FeliciaNú er allt að verða gjörsamlega klikkað í boldinu. Brúðguminn (Dante) er ástfanginn af brúðarmeyjunni (Bridget) sem endurgeldur það en bæði ætla að fórna sér fyrir svartklæddu brúðina (Feliciu) sem er barnsmóðir Dante. Þetta var samt hamingjurík stund framan af. Allir brostu svo breitt að ég get ekki annað en mælt með amerískum tannlæknum. Tennurnar þráðbeinar og mjallahvítar, mögulega falskar. Í lok athafnarinnar, rétt áður en presturinn gaf saman brotnaði brúðurin niður og trylltist við brúðarmeyjuna, sagði hana vera að reyna við Dante bak við hana, samt hefur Felicia brosað manna mest.

Hin týnda Amber með Tómasi, syni Ridge og TaylorÞað eru brúðkaup á u.þ.b. þriggja vikna fresti í boldinu og hvers vegna ekki að hafa smá fútt í einhverjum þeirra? Það verður æsispennandi að sjá þátt morgundagsins. Sá með öðru auganu að Bobby í Dallas er að gera sig líklegan til að yfirgefa boldið og fara aftur til Parísarborgar þar sem dóttir hans, Brooke, vill hann ekki nálægt sér. Eins og hann hefur nú fórnað sér fyrir hana. Hann svaf m.a. hjá Taylor, fyrrum konu Ridge, til að ná af henni 2% hlut í Forrester-tískuhúsinu og hefur gert allt sem hann getur til að halda Brooke og Nick saman því að hann hatar Forrester-fólkið.  

Taylor, Ridge, Tómas og tvíburarnirVarúð - framtíðin í boldinu: Nick (fyrrverandi maður Brooke og Bridgetar, hálfbróðir Ridge) og Taylor (fv. kona Ridge) eru byrjuð saman. Þau langar til að eignast saman barn en þar sem Taylor er líklega 40 plúsplúsplús er egg úr henni frjóvgað með sæði Nicks. Svo hrikalega illa vill til að læknirinn (Bridget) ruglast á eggjum og setur frjóvgað egg Brooke (mömmu Bridgetar), keppinautar Taylor um ástir Ridge til margra ára, í Taylor og gengur því Taylor með barn sem Brooke og Nick eiga í raun saman. Ég er ekki að búa þetta til! Held að tilfinningar Brooke vakni til eggsins og gerir hún væntanlega tilkall til þess þegar það er orðið að barni. Ég er mögulega að búa þetta síðasta til.

Svo á einhverjum stað/tíma boldsins er Taylor byrjuð með e-m Rick og ef það er virkilega Rick, sonur Brooke og Erics, þá er mér allri lokið ... en spái því að ef svo er þá byrji Brooke með Tómasi eða tvíburastelpunum, börnum Taylor og Ridge. Ekki séns að ég hætti að horfa á þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG það klikkar ekki boldið hehehehehehehehe.Takk var farin að finna verulega fyrir fráhvörfum eða þannig.Er einhver sem horfir á nágranna?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:34

2 identicon

Það er þér að þakka að ég horfi stundum á Sköllótta og fallega fólkið.

Már Högnason (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: www.zordis.com

Fyrsta skáldsagan, mikið rétt! Ég gleymdi að útvega mér Önnu í grænuhlíð þegar ég kom á klakann um páskana en hana langar mig óendanlega að lesa.

Fyrir framan mig er bók e. Braga Ólafson, Sendiherrann .... ætla að rjúka í hana .....

www.zordis.com, 2.4.2008 kl. 19:51

4 identicon

Arrrrrchhhh! Nú tókst þér alveg að rugla mig í ríminu varðandi Bóldið. Alveg gjörsamlega hætt að átta mig á hver er með hverjum og hvað er hvurs og...og...og...

gerður (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Boldið slær allt út.  Vissi ekki um eggið og Brooke, hvenær varð Bridget læknir. Takk fyrir update og smá framtíð bara gaman.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Af einskærri skyldurækni kvitta ég fyrir innliti hér, vegna mikilvægi stöðu minnar sem einn af ræmutoppum.

Þröstur Unnar, 2.4.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: Kreppumaður

Held að þú ætti að sökkva þér ofan í Pilt og Stúlku og jafnvel framhaldið, Mann og Konu og taka þér pásu frá imbanum.

Kreppumaður, 2.4.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kreppumaður, ég gef mér tíma í Pilt og stúlku, líka Mann og konu og líka boldið og annað sem gefur lífinu gildi fyrir mig og suma bloggvini mína, elskan.

Þröstur, þú ert sómadrengur, skyldurækinn og góðhjartaður.

Búkolla og Gerður, ekki reyna að koma þér inn í þessa þætti, það tók mig marga mánuði og þurfti meira að segja að spyrja manneskju sem hefur horft óslitið í nokkur ár. Þetta með að bolda byrjaði bara í gríni hjá mér en er nú orðin mikil alvara, fjöldi fólks treystir á mig.

Ásdís, ég kíkti aðeins á framtíðina á Netinu og finnst handritshöfundar vera samkvæmir sjálfum sér ... 

Zordís, líst vel á Sendiherrann. Aukaupplýsingar: Bragi á afmæli 11. ágúst.

Már og Birna Dís, allt fyrir ykkur ... spurning með Nágranna, Birna, þá þarf ég að fara að læra ný nöfn. Finnst reyndar þræl sniðugt að skúrkur þeirra þátta heiti Paul Robinson, eins og markmaður landsliðs Englendinga í fótbolta! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:48

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Leiðinlegustu bækur sem ég hef lesið eru Maður og kona og Piltur og stúlka. Hafði samt gaman af séra Sigvalda og Hjálmari.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:18

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær lesning að vanda.

Takk fyrir mig.  

Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég endurtek, þessi þjónusta, að geta lesið boldið þegar maður vill, er alveg einstök. Pilta, stúlkur, menn, konur og jafnvel börn er hægt að lesa þegar maður vill.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.4.2008 kl. 00:22

12 identicon

Ne, ekki Pilt og stúlku! Mæli frekar með Great expectations eftir Dickens og þá á frummálinu: "My fathers name being Pirrip, and my first name being Philip, my infant tongue could make nothing longer or shorter of it than Pip. So I called myself Pip, and came to be called Pip. {Sjúklegt að maður skuli kunna þetta utan að}.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:32

13 Smámynd: Brynja skordal

boldið Rúllar í þessum töluðu orðum bíð ég spennt þátturinn að byrja

Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 09:05

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Piltur og stúlka voru sápur síns tíma?  Er það það sem þú varst að segja?

Jón Halldór Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 09:08

15 Smámynd: Laufey B Waage

Smart bleikir varalitir eru náttla bara æði. Kannski það fara að koma tími á Pilt og stúlku aftur, jafnvel líka Mann og konu.

Laufey B Waage, 3.4.2008 kl. 09:15

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

piltur og stúlka, ójá, gömul og má alveg lesa aftur, eins mann og konu

Takk fyrir Boldið, þetta bjargar því að ég þarf ekki stöð2 o takk fyrir kveðjuna, vona að þú hafir fengið toppþjónustu hjá liðinu.

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.4.2008 kl. 12:00

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, ég fékk toppþjónustu, frú Guðrún. Kom örvæntingarfull inn og bað um áfyllingu ... á soninn, eða kók. Þær höfðu alveg húmor fyrir þessu stelpurnar. Hefði verið gaman að hitta á þig, gerist vonandi næst!

Man sama og ekkert eftir Pilti og stúlku ... spennt að byrja.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2008 kl. 12:23

18 identicon

Ég hef aldrei þolað þessa ömurlegu þætti eins og nágranna, Bold , falcon crest og hvað þeir allir heita.

Hef reyndar oft spáð í það hvor handritshöfundarnir að þessum þáttum séu snargeðveikir.

En eitt er víst, ég mun aldrei, ALDREI hætta að fylgjast með Boldinu hér.

Samantekt þín er hreinasta snilld!!!!

Kv.

C.K

carola (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:53

19 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þetta með eggið og hænurnar er rétt. Ég er búin að sjá þátt þar sem barnið er fætt og Brooke átti svo sannarlega eggið. Meira endemis ruglið. Veit einhver um svona flókin fjölskyldumál hér á klakanum? Verðlaun í boði..

Brynja Hjaltadóttir, 3.4.2008 kl. 22:45

20 identicon

ÓMG!!!

Kikka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 695
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 595
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband