Sjónvarpsblogg

Þorsteinn GuðmundssonTókst að flissa subbulega yfir Svalbarða á SkjáEinum í gærkvöldi og mun reyna að missa ekki af þeim þáttum í framtíðinni. Þorsteinn er ferlega fyndinn, fer vissulega algjörlega yfir strikið á köflum ... og það er æði. Ágústa var líka mjög skemmtileg. Nú eru það Mannaveiðar og síðan Dexter seinna í kvöld. Held ég glápi einna mest á sjónvarp á sunnudögum, enda oft ágæt dagskrá á meðan laugardagskvöld eru yfirleitt ótrúlega leiðinleg ... Sá reyndar Spaugstofuna á Netinu seint í gærkvöldi (eftir hrós Jennýjar) og hafði mjög gaman af.

Gömul og góð frá 2001Elsku Formúlan var í dag, missti því miður af ræsingunni vegna misskilnings um útsendingartíma, gerist ekki aftur. Ein vinkona mín er ekki með afruglara og útsendingin hjá henni var hálfrugluð þótt hún eigi alls ekki að vera það! Hún var ekkert smá spæld og við ákváðum að þetta væri samsæri til að hún yrði að fá sér afruglara! Hlakkaði síðan til að sjá ræsinguna og valin skot úr Formúlu dagsins í íþróttatíma Stöðvar 2 í kvöldfréttunum en þar var bara 3 sekúndna örfrétt, ekkert sýnt! Það var síðan RÚV sem sýndi sæmilega frá keppninni. Kommon, þið þarna snúllurnar mínar sem ráðið á Stöð 2 Sport! Það eru meiri líkur á því að fá nýja áskrifendur vegna Formúlunnar ef fólk fær að sjá spennandi skot úr keppninni! Gefa smá ... þá fáið þið til baka! Það er lögmál!

Þetta er sjónvarpsblogg þannig að ég áskil mér rétt til að vera afspyrnuruddaleg við alla þá sem kommenta dónalega um að ég eigi að gera eitthvað annað við líf mitt en horfa á sjónvarp.

P.s. Eftirfarandi athugasemd barst áðan frá Mána Atlasyni við færsluna Staðreyndir um Chuck Norris „Það má benda á www.chucknorrisfacts.com og líka á
http://www.chucknorris.com/html/fitness.html. Á síðarnefndu síðunni má nálgast líkamsræktarmyndband með kappanum. Ég drapst næstum úr hlátri og aulahrolli þegar ég sá það.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér þóttu svo asnalegar auglýsingarnar um Svalbara að ég ætlaði ekkert að horfa á þáttinn, en þetta var nú alls ekki al vitlaust. Maður gefur þessu séns.  Eigðu góða vinnuviku elsku GUrrý.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 21:31

2 identicon

Fylgist enn með ykkur.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Argggggg Chuck, nú er ég hrædd. Ég er að skrifa færslu um þig nákvæmlega núna! Hún verður auðvitað aðeins þér og hetjudáðum þínum til dýrðar.

Sömuleiðis, elsku Ásdís, vona að vikan þín verði dásamleg!!!

Guðmundur, ánægð með hvað Skjárinn endursýnir þættina, varla séns að missa af þeim. Sá Svalbarða einmitt í endursýningu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.4.2008 kl. 22:26

4 identicon

Þú verð lífi þínu vel, gullfallega Gurrí, skemmtir stórum hluta þjóðarinnar með skrifandi skrafi þínu um allt og ekki neitt og þarft ekkert að skammast þín fyrir það! Auðvitað er það svo samsæri andskotans að hálftrufla Formúluna, sem svo oft reyndar áður, var nú lítið spennandi í dag, nema kannski svona rétt fyrstu hringina!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.4.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband