Chuck Norris II hluti

Chuck Norris er frábær. Hér koma fleiri staðreyndir um hann:

UltimateChuckChuck Norris undir skegginuEinu sinni tók Chuck Norris hringsveiflu og sparkaði svo fast í mann að fótur hans fór á ljóshraða aftur í tímann og drap Amelíu Earhart þar sem hún flaug yfir Kyrrahafið.

Chuck Norris er ástæða þess að Waldo felur sig.

Það leynist ekki haka undir skeggi Chuck Norris. Aðeins enn einn hnefinn.

Chuck Norris er svo hraðskreiður að hann getur hlaupið umhverfis jörðina og kýlt sjálfan sig í hnakkann.

Það er enginn Ctrl-takki á tölvunni hans Chuck Norris af því að það er allt undir kontról hjá Chuck Norris.

Chuck Norris getur hnerrað með opin augun.

Chuck Norrischuck-norrisChuck Norris getur drepið tvo steina með einum fugli.

Chuck Norris les ekki bækur. Hann starir á þær þangað til hann er búinn að fá þær upplýsingar sem hann þarf.

Það er engin þróunarkenning til. Bara listi yfir þær tegundir sem Chuck Norris leyfir að lifa.

Chuck Norris gengur ekki með úr. Hann ákveður hvað klukkan er.

Chuck Norris getur skellt snúningshurð á eftir sér.

Chuck Norris fær ekki frostbit. Hann bítur frost.

Chuck Norris er með tvær hraðastillingar. Gang og dráp.

Chuck Norris notar piparúða til að krydda steikurnar sínar.

Saving privat Ryan upphafsatriðiðMerki Chuck NorrisKínamúrinn var upphaflega byggður til að halda Chuck Norris úti. Það misheppnaðist hroðalega.

Akurhringir eru leið Chuck Norris til að segja heiminum að kornstönglar þurfi stundum að fá að liggja flatir.

Byrjunaratriði myndarinnar Saving Private Ryan er lauslega byggt á leikjum Chuck Norris í brennibolta í öðrum bekk grunnskóla.

Merki fyrir fatlaða á bílastæðum táknar ekki að fatlað fólki megi leggja þar. Það er nefnilega aðvörun um að stæðið tilheyri Chuck Norris og að þú lendir í hjólastól ef þú leggir þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir


Guðrún Jóhannesdóttir, 7.4.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

ohh ég elska Chuck Norris, er hann í söfnuðinum? Hluti af hinum tíu þúsund englum?

Vera Knútsdóttir, 7.4.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég vona það. Hann er farinn að kommenta hjá mér annað slagið, eitthvað spenntur, held ég.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Ólöf Anna

búinn að grenja úr hlátri hér

gef mér það að þetta sé allt úr þínum vasa.

Ólöf Anna , 7.4.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við örgum úr hérna úr hlátri hjónakornin, það verður gott að sofa eftir þetta.  GN og takk 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 7.4.2008 kl. 01:11

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG, ég nærri því pissaði á mig.  Þetta er ekki hægt að láta mann hlægja eins og fífl þegar komin er nótt.

Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 01:14

8 Smámynd: Tiger

  Frábær færsla hjá þér Gurrí. Ég hef reyndar aldrei verið mikið fyrir þennan leikara og fannst myndirnar hans oftast frekar leiðinlegar - enda ekki mikið fyrir svona slagsmálamyndir og karate... og þannig stúff. En ég á 3 bræður sem fíluðu hann í botn sko.. Knús á þig Gurrí og eigðu góða vinnuviku framundan!

Tiger, 7.4.2008 kl. 02:21

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:05

10 Smámynd: Marilyn

Uppáhalds Chuck Norris-fullyrðining mín er: CHuck Norris fer aldrei út á veiðar því það gefur til kynna þann möguleika að honum gæti mistekist, chuck norris fer út að drepa.

Marilyn, 7.4.2008 kl. 10:56

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gurrí, þú ert dásamlegur nörd, og þú veist að ég geng ekki lengra í aðdáun minni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.4.2008 kl. 15:40

12 identicon

AAAAAAAAAAAAAA,,Nú er mér nóg boðið,,,,,,,,,,skal finna þetta Himnaríki,,,,,,,,,,,,,,,,,,AAAAAAAAAAARRRRRRGGGGG.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 1505957

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband